Læknaneminn - 01.01.2017, Page 7
6
Áv
ör
p
og
an
ná
lar
6
Starfsárið 201617 hefur verið
viðburðaríkt hjá stjórn Félags
læknanema. Endurskoðun lækna
námsins og hugsanleg fjölgun
lækna nema hafa verið fyrirferðar
mikil mál hjá stjórninni á árinu en
höfum við unnið að þeim málum
í samstarfi við Kennslu og
fræðslu mála nefnd. Lesa má um
fram gang mála í þessum efnum
í pistli Hallfríðar, formanns KF.
Auk þessa hefur ýmislegt fleira gerst í kennslumálum.
Til að mynda hafa verið gerðar breytingar á námskeiði
í þverfræðilegri samvinnu í heilbrigðisvísindum en
talsverð óánægja hefur verið með námskeiðið síðan
það hófst fyrir þremur árum. Nemendur unnu með
sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs að breytingartillögum
sem meðal annars fela í sér að flytja námskeiðið framar
í námið og breyta efni þess. Hugsunin er þá að nemendur
Heilbrigðisvísindasviðs muni hittast einn dag á fyrsta ári þar
sem einstaklingar úr hverri grein koma og segja frá hlutverki
og störfum hverrar stéttar. Síðari hluti námskeiðsins færi
fram á þriðja ári og þá byðist nemendum að velja annað
hvort að vinna sjúkdómstilfelli á þverfræðilegan hátt eða
að vinna að verkefnum er tengjast nýsköpun eða lýðheilsu
með einstaklingum úr öðrum heilbrigðisstéttum. Teljum
við að þessar breytingar muni bæta námskeiðið og að valið
muni stuðla að því að námskeiðið henti betur hinum ólíku
deildum innan Heilbrigðisvísindasviðs. Fara á af stað með
þessar breytingar næsta haust með þann hluta sem fer fram
á fyrsta ári.
Í ár var töluverð aukning á nemendakennslu þar sem
nemendur af eldri árum kenndu nemendum af yngri árum.
Þetta var annað árið þar sem fram fór kennsla nemenda
í lífeðlis og lífefnafræði. Þar kenndu nemendur af 5. og 6.
ári nemendum af 2. ári aukatíma þar sem farið var í efni
er nemendum sem kenndu þótti mikilvægt, áhugavert og
skemmtilegt. Þá voru tvær nýjungar, kennsla 4. árs nema
í líkamsskoðun fyrir nemendur á 2. ári og kennsla 5. og
6. árs nema í vandamálamiðuðu verkefni í frumulíffræði.
Frumulíffræðin er, ólíkt hinum verkefnunum, orðinn hluti
af námskeiðinu svo nemendur sem kenndu þar voru skráðir
sem aukakennarar og hlutu laun fyrir. Skemmst er frá því að
segja að öll nemendakennsla gekk afar vel og mikil ánægja
var með hana hjá bæði nemendum og kennurum. Vonum
við að hægt sé að efla þennan lið enn frekar á næstu árum.
Á vorönn bárust stjórninni ábendingar um að gera
ætti breytingar á Súðinni, aðstöðu læknanema á Land
spítalanum við Hring braut. Þar ætti að skoða hvort hægt
væri að skipta upp rýminu og koma upp aðstöðu fyrir
deildar lækna. Þetta litum við á sem grafalvarlegt mál þar
sem Súðin er gífurlega mikið notuð í kennslu og sem afdrep
læknanema. Í raun er Súðin eina lærdóms og vinnuaðstaða
læknanema á spítalanum og að margra mati eitt það besta
við að vera læknanemi á LSH. Höfðum við samband við
framkvæmdastjórn LSH og var þeim gert ljóst hversu
mikilvæg Súðin er læknanemum. Eftir endurtekin símtöl
og tölvupósta höfum við, okkur til mikillar gleði, fengið
staðfest að hætt hafi verið við þessi áform og deildarlæknar
hafi fengið aðra aðstöðu.
Á árinu var tekin ákvörðun varðandi breytingar á alþjóða
samskiptum við alþjóðafélagasamtök læknanema,
IFMSA (International Federation of Medical Students‘
Associations). Í stuttu máli þá á að breyta samskiptunum
á þann hátt að stjórn FL verði regnhlífarsamtök allra undir
og samstarfs félaga FL innan IFMSA þannig að fleiri félög
en Alþjóða nefnd geta tekið þátt í þessum samskiptum. Lesa
má nánar um þessar breytingar í pistli Helgu Þórunnar,
formanns Alþjóðanefndar.
Að lokum má nefna að í byrjun árs gáfum við út umsögn
um nýtt frumvarp um LÍN og funduðum í kjölfarið með
allsherjar og menntamálanefnd Alþingis. Bentum við
þar á annmarka á frumvarpinu er tengdust nemendum
í læknisfræði sérstaklega. Eitt atriðið sem einnig er til staðar
í núverandi lögum varðar fjölda mánaða sem námslánum er
úthlutað fyrir. Þar bentum við á að námsár í læknisfræði
væri lengra en 9 mánuðir (það er allt frá 9,25 mánuðum upp
að 9,75 mánuðum) og því værum við tekjulaus þann tíma
og gætum auk þess unnið styttra á sumrin. Annað atriði
sem við bentum á er að stytting á lánshæfum námsferli
kæmi niður á mörgum nemendum í læknisfræði sem þurfa
endurtekið að gangast undir inntökupróf í læknisfræði og
taka annað háskólanám á meðan. Að lokum bentum við
á að í nýja frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir sveigjanleika
varðandi frestun á greiðslu námslána þegar gengist er undir
ólánshæft nám eins og sérnám í læknisfræði. Það sem var
áhugavert við þetta ferli var áminningin um hvernig félagið
getur haft bein samskipti við stjórnvöld og komið áleiðis
skilaboðum varðandi hagsmuni læknanema.
Vil ég fyrir hönd stjórnar FL þakka félögum FL fyrir gott
starfsár og óska öllum velfarnaðar á því næsta.
Annáll Félags
læknanema
Valgerður Bjarnadóttir
formaður Félags læknanema 2016-2017