Læknaneminn - 01.01.2017, Side 8
7
Áv
ör
p
og
an
ná
lar
7
Annálar
undirfélaga
2016 2017
Enn eitt frábært ár að baki!
Félagslíf læknanema er að
verða komið í fastar skorður
en það er líka engin ástæða
til að breyta því sem gengur
svona vel.
Skólaárið hófst með ný
nema ferðinni en í ár var metmæting nýnema,
heil 44 stykki. Farið var í Borgarfjörðinn þar
sem við grilluðum pylsur og bulsur, kynntum
félagslífið og hristum hópinn saman. Frábær
ferð þar sem allir skemmtu sér langt fram
á nótt. Spiritusvígslan var svo í kjölfarið
þar sem eldri árin buðu 1. árið velkomið og
myndband frá nýnemaferðinni var frumsýnt.
Þó að spírinn sé orðinn að fjarlægri minningu
og horfinn úr þessari hefð er kvöldið alltaf jafn
skemmtilegt.
Vísindaferðir vetrarins voru einstaklega áhuga
verðar og fjölbreyttar. Boðið var upp á ferð
á nánast hverjum föstudegi og mátti sjá ýmsar
nýjungar, t.d. Sjúkratryggingar Íslands, Nox
Medical og Zymetech. Allt frábærar ferðir og
þessar gömlu góðu stóðu einnig fyrir sínu.
Í ár var annað snið á Halloween en undanfarið,
þar sem allar deildir Heilbrigðisvísindasviðs
slógu saman í eitt stórt partý. Kvöldið hófst með
búningavísindaferð í Arion banka og þaðan
ferjuðu rútur liðið á Hendrix í Grafarvogi.
Við veittum harða samkeppni í búninga
keppninni en það var sjúkraþjálfaranemi sem
vann verðlaunin í ár. Við tökum þetta bara
á næsta ári!
Í nóvember voru hinar veglegu stelpu og
stráka vísindaferðir haldnar með pompi
og prakt. Stelpurnar heimsóttu Kilroy en
strákarnir kíktu til Eskimo Travel svo enginn
slapp undan ferða þránni. Allir skemmtu sér
samt konung lega og stóð kútur á Kiki fyrir
sínu eins og vanalega!
Fótboltamótið var einnig haldið í nóvember
og það er alltaf jafngaman að sjá keppnisskapið
sem brýst fram. Strákarnir á 6. ári sigruðu
í karla flokki eftir grjótharða baráttu við
strákana á 5. ári. Stelpurnar á 2. ári unnu
kvennaflokkinn, enda eina liðið. Þær voru samt
vel að gullinu komnar því þær kepptu við öll
strákaliðin og áttu fyrsta mark mótsins.
Hin árlega skíðaferð var farin í byrjun janúar
með hjúkrunarfræðinemum. Veðurguðirnir
sáu þó til þess að ferðin breyttist snarlega
í skauta ferð. Allir skemmtu sér þó prýðilega
enda skíðin ekki endilega aðalmálið. Auk
skautanna var farið í vísindaferð í Kalda, kíkt
á mannlífið á Pósthúsbarnum og sundlaugin
stóð fyrir sínu.
Árshátíðin var haldin 11. mars í Kórnum
í Kópa vogi enda dugar ekkert minna fyrir
okkur. Veislu höldin heppnuðust einstaklega
vel og hafa myndböndin aldrei verið jafn
metnaðarfull. Baráttan um Lúkasinn var
hnífjöfn en krakkarnir á 2. ári báru sigur úr
býtum með einu atkvæði. BandAids spilaði svo
fyrir dansi langt fram á nótt þangað til rútur
ferjuðu fólk í bæinn.
Síðast en ekki síst voru Læknaleikarnir haldnir
21. apríl í Hressingarskálanum. Af sjö liðum
voru Túrbínurnar á 1. ári hlutskarpastar og
hlutu farandbikarinn í ár.
Það er heiður að fá að skipuleggja skemmtanalíf
fyrir jafn hresst og skemmtilegt fólk og lækna
nema. Mig langar að þakka öllum sem tóku
þátt og gerðu þennan vetur að þeirri snilld sem
hann var.
Að lokum vil ég nýta tækifærið og þakka
snilling unum í Fulltrúaráði, Oddnýju Brattberg
Gunnarsdóttur og Thelmu Kristinsdóttur
á 1. ári, Helgu Líf Káradóttur og Sigrúnu
Jóns dóttur á 2. ári, Önnu Guðlaugu Gunnars
dóttur á 4. ári, Valgerði Bjarnadóttur á 5. ári
og Finnboga Ómarssyni á 6. ári fyrir frábært
samstarf, góða skipulagningu og vel heppnaða
dagskrá.
Fulltrúaráð
Signý Rut Kristjánsdóttir
formaður Fulltrúaráðs