Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 10

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 10
9 Áv ör p og an ná lar 9 Kennslu­ og fræðslumála­ nefnd (KF) hefur haft í nógu að snúast í ár og ber þar helst að nefna vinnu við endurskoðun Lækna­ deildar. Í vetur hafa fulltrúar KF mætt á hefðbundna kennsluráðs­, deildarráðs­ og deildarfundi auk sérstakra funda um endur­ skipulagningu Læknadeildar með forsvars­ mönnum deild arinnar og kennurum þar sem fulltrúar nem enda hafa tekið virkan þátt. Markmið endurskoðunarinnar er að fjölga nemum auk þess að endurskoða námskrána og skipulag, til dæmis með líffærablokkakerfi á fyrstu árunum. Haustið 2016 gáfu stjórn FL og KF út skýrslu um kennslukönnun FL sem dreift var til allra kennara og nemenda með því markmiði að viðhorf sem flestra nema lægju fyrir í þessari umfangsmiklu endurskoðun. Niðurstöður könnunarinnar komu ekki mikið á óvart en nemendur eru almennt ánægðir með námið þó ýmislegt megi bæta og komu þar fram margar góðar tillögur. Ljóst er að nú stefnir í miklar breytingar á læknanáminu en þar sem ekki hefur náðst samstaða um útfærslu hefur deildin ákveðið að fara rólega í breytingarnar. Í haust verður byrjað á að breyta fyrstu vikum fyrsta árs þannig að ólífræn efnafræði verður tekin út og í staðinn sett inn námskeiðið „Að verða/vera læknir“ og langþráð Bjargráðsvika. Auk þess verður prufukeyrð hjartablokk á þriðja ári. Stefnt er að því að endurskoðuninni ljúki næsta vetur og munum við í KF, ásamt stjórn FL, áfram tryggja að sjónarmið nemenda komi skýrt fram í þeirri vinnu. Hitt meginhlutverk KF er að halda fræðslu­ og kennsluviðburði fyrir lækna nema. Fyrsti viðburðurinn var sérnáms fundur fyrir klínísku árin en þar kynntu fjórir sér­ fræðingar, sem voru tiltölulega nýfluttir heim, sérnám sitt í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Hollandi/Bretlandi. Þátttaka í holsjárkeppninni var mjög góð í ár eða 19 lið. Þrautin fólst í að tveir unnu saman að því að koma fjórum hringjum á fjóra pinna og setja tvo hluti í poka á sem stystum tíma. Davíð Orri Guðmundsson og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir á öðru ári sigruðu á tímanum 1:21 og hlutu hinn eftirsótta farandbikar. Í öðru sæti voru Ingvar Ásbjörnsson og Jón Bjarnason á fjórða ári á tímanum 1:36. Þriðja sætið hrepptu svo Halldór Arnar Guðmundsson og Hrafn Hlíðdal á þriðja ári á tímanum 2:16. Meðaltími keppenda var 3:32. Stórslysaæfing læknanema var haldin laugar­ daginn 18. mars en hún er haldin annað hvert ár. Björgunarsveitin Ársæll veitti ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd æfingarinnar sem tókst einstaklega vel. Fyrr í vikunni heimsóttu preklínískir nemar Ársæl og fengu þar almenna fræðslu um stórslys og verklegar æfingar í flutningum og endurlífgun. Klínísku árin undirbjuggu sig með æfingu í bráðaflokkun og áverkamati undir leiðsögn lækna og hjúkrunarfræðinga Bráðadeildar Landspítala. Á æfingunni fóru fyrsta árs nemar á kostum með leikrænum tilburðum sem sjúklingar. Eldri árin stóðu sig einnig vel í flutningi, mati og meðferð sjúklinga og sýndu miklar framfarir milli rennsla. Í ár varð sú nýjung að Bjargráður aðstoðaði við skipulagningu og verður spennandi að sjá hvernig það samstarf þróast. Hjartahlustunarfundurinn tókst mjög vel í ár þar sem Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, hélt góða kynningu að vanda. Í byrjun apríl héldu þrír kandídatar og deildarlæknir frábæra kynningu um USMLE prófin og umsóknarferlið inn í sérnám í Bandaríkjunum. Mætingin fimmfaldaðist frá því í fyrra og spurning hvort það megi rekja til vaxandi Ameríkuáhuga eða pítsuveitinga. Að lokum stefnir loksins í að hugarfóstur Elíasar, fyrrverandi formanns KF, sem hefur verið lengi í fæðingu komi í heiminn á næstunni. Það verður aðgengilegt á heimasíðu læknanema (www.laeknanemar.is) og hefur fengið nafnið Tenglabanki Ella. Bankinn er á ansi hráu formi eins og er en hann mun vonandi þroskast vel á næstunni og auðvelda læknanemum að finna gagnlegt kennsluefni á netinu. Kennslu- og fræðslumála- nefnd Hallfríður Kristinsdóttir formaður KF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.