Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 10
9
Áv
ör
p
og
an
ná
lar
9
Kennslu og fræðslumála
nefnd (KF) hefur haft
í nógu að snúast í ár og ber
þar helst að nefna vinnu
við endurskoðun Lækna
deildar. Í vetur hafa fulltrúar
KF mætt á hefðbundna
kennsluráðs, deildarráðs
og deildarfundi auk sérstakra funda um endur
skipulagningu Læknadeildar með forsvars
mönnum deild arinnar og kennurum þar sem
fulltrúar nem enda hafa tekið virkan þátt.
Markmið endurskoðunarinnar er að fjölga
nemum auk þess að endurskoða námskrána
og skipulag, til dæmis með líffærablokkakerfi
á fyrstu árunum.
Haustið 2016 gáfu stjórn FL og KF út skýrslu
um kennslukönnun FL sem dreift var til allra
kennara og nemenda með því markmiði að
viðhorf sem flestra nema lægju fyrir í þessari
umfangsmiklu endurskoðun. Niðurstöður
könnunarinnar komu ekki mikið á óvart en
nemendur eru almennt ánægðir með námið þó
ýmislegt megi bæta og komu þar fram margar
góðar tillögur.
Ljóst er að nú stefnir í miklar breytingar
á læknanáminu en þar sem ekki hefur náðst
samstaða um útfærslu hefur deildin ákveðið
að fara rólega í breytingarnar. Í haust verður
byrjað á að breyta fyrstu vikum fyrsta árs
þannig að ólífræn efnafræði verður tekin út og
í staðinn sett inn námskeiðið „Að verða/vera
læknir“ og langþráð Bjargráðsvika. Auk þess
verður prufukeyrð hjartablokk á þriðja ári.
Stefnt er að því að endurskoðuninni ljúki
næsta vetur og munum við í KF, ásamt stjórn
FL, áfram tryggja að sjónarmið nemenda komi
skýrt fram í þeirri vinnu.
Hitt meginhlutverk KF er að halda fræðslu
og kennsluviðburði fyrir lækna nema.
Fyrsti viðburðurinn var sérnáms fundur
fyrir klínísku árin en þar kynntu fjórir sér
fræðingar, sem voru tiltölulega nýfluttir heim,
sérnám sitt í Svíþjóð, Bandaríkjunum og
Hollandi/Bretlandi.
Þátttaka í holsjárkeppninni var mjög góð í ár
eða 19 lið. Þrautin fólst í að tveir unnu saman
að því að koma fjórum hringjum á fjóra pinna
og setja tvo hluti í poka á sem stystum tíma.
Davíð Orri Guðmundsson og Þórdís Ylfa
Viðarsdóttir á öðru ári sigruðu á tímanum 1:21
og hlutu hinn eftirsótta farandbikar. Í öðru sæti
voru Ingvar Ásbjörnsson og Jón Bjarnason á
fjórða ári á tímanum 1:36. Þriðja sætið hrepptu
svo Halldór Arnar Guðmundsson og Hrafn
Hlíðdal á þriðja ári á tímanum 2:16. Meðaltími
keppenda var 3:32.
Stórslysaæfing læknanema var haldin laugar
daginn 18. mars en hún er haldin annað hvert
ár. Björgunarsveitin Ársæll veitti ómetanlega
aðstoð við undirbúning og framkvæmd
æfingarinnar sem tókst einstaklega vel. Fyrr í
vikunni heimsóttu preklínískir nemar Ársæl
og fengu þar almenna fræðslu um stórslys og
verklegar æfingar í flutningum og endurlífgun.
Klínísku árin undirbjuggu sig með æfingu
í bráðaflokkun og áverkamati undir leiðsögn
lækna og hjúkrunarfræðinga Bráðadeildar
Landspítala. Á æfingunni fóru fyrsta árs
nemar á kostum með leikrænum tilburðum
sem sjúklingar. Eldri árin stóðu sig einnig
vel í flutningi, mati og meðferð sjúklinga og
sýndu miklar framfarir milli rennsla. Í ár
varð sú nýjung að Bjargráður aðstoðaði við
skipulagningu og verður spennandi að sjá
hvernig það samstarf þróast.
Hjartahlustunarfundurinn tókst mjög vel
í ár þar sem Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir,
hélt góða kynningu að vanda. Í byrjun apríl
héldu þrír kandídatar og deildarlæknir
frábæra kynningu um USMLE prófin og
umsóknarferlið inn í sérnám í Bandaríkjunum.
Mætingin fimmfaldaðist frá því í fyrra og
spurning hvort það megi rekja til vaxandi
Ameríkuáhuga eða pítsuveitinga.
Að lokum stefnir loksins í að hugarfóstur
Elíasar, fyrrverandi formanns KF, sem
hefur verið lengi í fæðingu komi í heiminn
á næstunni. Það verður aðgengilegt á heimasíðu
læknanema (www.laeknanemar.is) og hefur
fengið nafnið Tenglabanki Ella. Bankinn er
á ansi hráu formi eins og er en hann mun
vonandi þroskast vel á næstunni og auðvelda
læknanemum að finna gagnlegt kennsluefni
á netinu.
Kennslu- og
fræðslumála-
nefnd
Hallfríður Kristinsdóttir
formaður KF