Læknaneminn - 01.01.2017, Side 15

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 15
Ri trý nt ef ni 1414 Inngangur Þunglyndi er geðsjúkdómur sem getur lagst á alla óháð aldri og kyni. Embætti Landlæknis áætlar að á Íslandi þjáist um 12­15 þúsund manns af þung­ lyndi á hverjum tíma1. Árið 2010 var þunglyndi í öðru sæti yfir helstu orsakir færniskerðingar einstaklinga2 og samfélagslegur kostnaður vegna þunglyndis er hár3,4. Það getur verið erfitt að greina þunglyndi frá eðlilegum viðbrögðum við áföllum og erfiðleikum. Fyrstu kvartanir við lækni eru oft á tíðum óljósar, svo sem þreyta, slen eða verkir. Það er því mikilvægt að spyrja um an dlega líðan, álag og áhyggjur. Ógreint þunglyndi leiðir til óþarfa þján ingar og hömlunar þar sem til eru gagnreyndar og árangurs ríkar með ferðir. Í þessari yfirlitsgrein verður megin áhersla lögð á þunglyndi hjá fullorðnum. Faraldsfræði Í Bandaríkjunum hefur algengi þunglyndis aukist á 20 ára tímabili og stundaralgengi (e. point prevalence) tvöfaldast5. Í töflu I má sjá yfirlit yfir faraldsfræði þunglyndis. Í rannsókn Tómasar Helgasonar á Íslendingum frá árinu 1964 var áætlað að lífsalgengi lyndisraskana (e. mood disorders) væri um 15% hjá konum og 10% hjá körlum6. Í nýlegri evrópskri heilsufarsrannsókn var Ísland í fjórða sæti yfir fjölda einstaklinga með þunglyndiseinkenni7. Meirihluti veikist af þunglyndi snemma á ævinni á aldrinum 12­24 ára og minnihluti eftir 65 ára aldur8. Fram kemur í rannsókn Hallgríms Magnússonar frá árinu 1989 að algengi þunglyndis var á á bilinu 8­9% hjá einstaklingum 80­87 ára á Íslandi9. Orsakir Margvíslegar orsakir geta legið að baki þunglyndi en yfirleitt er um að ræða samspil erfða og umhverfisþátta. Zubin og Spring settu fram árið 1977 svokallað viðkvæmni­streitu líkan (e. stress-vulnerability model)16. Það líkan hefur verið notað til að útskýra orsakir geðsjúkdóma. Kenningin byggir á þeirri hugmynd að fólk sé misnæmt og hafi mismikið álagsþol. Þannig komi geðröskun fram vegna meðfæddrar erfðatilhneigingar og streituvaldandi aðstæðna. Góð skilyrði geta verndað fólk fyrir undirliggjandi erfðatilhneigingu og eins geta slæm skilyrði ýtt undir að geðröskun komi fram. Einnig má nefna hið lífsálfélagslega líkan (e. biopsychosocial model) þar sem gert er ráð fyrir að orsök sjúkdóma stafi af samspili líffræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta. Sullivan og félagar benda á að vissulega er sterkur erfðaþáttur í þunglyndi17 en mismunandi lífsreynsla á einnig þátt18. Erfðir Lyndisraskanir liggja í ættum17. Áhætta á að fá þunglyndi tvö­ til þre­ faldast ef fyrstu gráðu ættingi er með þunglyndi19­23. Tvíbura rannsóknir sýna 40% til 50% samræmi hjá eineggja tvíburum17,24­29. Erfða tilhneiging fyrir þunglyndi og geðhvarfasjúkdómi (e. bipolar disorder) virðist skarast, þannig að ættingjar einstaklinga með geðhvörf eru í aukinni hættu bæði á þunglyndi og geðhvarfasjúkdómi23. Ef annað foreldri er með lyndisröskun eru 10­25% líkur á að barn veikist og séu báðir foreldrar veikir nær tvöfaldast líkurnar30. Ættleiðingarrannsóknir hafa ekki verið margar en heilt á litið styðja þær þátt erfða í þunglyndi31­33. Hafi líffræðilegir foreldrar þunglyndi veikjast börn þeirra frekar af þunglyndi þó fósturforeldrar þeirra séu ekki með sjúkdóminn. Óljóst er með hvaða hætti sjúkdómurinn erfist13,34,35. Líklega er um samspil margra gena að ræða frekar en eitt ákveðið gen36. Helst hafa genarannsóknir beinst að fjölbreytileika í geni sem skráir fyrir serótónín flutningsprótíni. Það virðist tengjast viðkvæmni einstaklinga fyrir þróun þunglyndis 37. Tvö afbrigði af stýriröð (e. promoter region) gensins eru til, annars vegar stutt (S) og hins vegar löng (L). Lendi einstaklingar með S afbrigði gensins í þremur eða fleiri áföllum þrefaldast áhætta þeirra fyrir þunglyndi, á meðan það hefur ekki áhættuaukningu í för með sér meðal þeirra sem hafa L afbrigði gensins38. Félagslegar aðstæður og umhverfi Áföll og erfiðleikar í æsku geta verið áhættuþættir fyrir þróun þung­ lyndis síðar meir39,40. Má nefna sem dæmi mikla neikvæða gagnrýni í uppeldi, að missa foreldri sitt ungur36, kynferðisofbeldi og vanrækslu41,42. Slík lífsreynsla hefur áhrif á sjálfstraust og sjálfsmat einstaklinga. Einnig hefur mikil kvíðahneigð (e. neuroticism) sterkt forspárgildi fyrir þróun þunglyndis42,43. Þunglyndi Guðrún Birna Jakobsdóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Ísafold Helgadóttir, sérfræðingur í geðlækningum Tafla I. Faraldsfræði þunglyndis. Karlar:konur10­13 1:2 Lífsalgengi14 12,8% (8,9% hjá körlum og 16,5% hjá konum) 12 mánaða algengi14 3,9% (2,6% hjá körlum og 5,0% hjá konum) Tvíburahlutfall (eineggja:tvíeggja)15 44%:20% Yfirlitsgrein
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.