Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 16
Ri
trý
nt
ef
ni
15
Hjá fullorðnum eru ýmsir þættir sem geta aukið áhættu á þunglyndi,
svo sem atvinnuleysi, léleg félags eða efnahagsleg staða og félagsleg
einangrun36,44.
Líffræðilegar orsakir
Ýmsir líkamlegir sjúkdómar geta verið þess valdandi að fólk veikist af
þunglyndi45. Til dæmis getur kalkvakaóhóf (e. hyperparathyroidism),
heila og mænusigg (e. multiple sclerosis), Parkinson sjúkdómur, heila
blóðfall, vanvirkur skjaldkirtill og Cushing heilkenni beint valdið þung
lyndi36. Þungaðar konur og nýbakaðar mæður geta fengið þunglyndi
og er þá talað um fæðingarþunglyndi. Langvarandi líkamlegur sársauki
getur ýtt undir þunglyndi og aukið á sjálfsvígshættu36. Sum lyf geta ýtt
undir þunglyndi, eins og sykursterar, ísótretínóíð, getnaðarvarnarpillan,
blóðþrýstings og kólesteróllækkandi lyf46. Rannsóknir hafa einnig sýnt
tengsl á milli Dvítamínskorts og þunglyndis47.
Taugalífeðlisfræðilegar orsakir
Þunglyndi má að hluta til rekja til truflunar í taugalíffræðilegum
kerfum. Í mónóamín kenningu Schildkraut frá árinu 1965 er þunglyndi
talið stafa af skorti á mónóamín taugaboðefnum, það er noradrenalíni,
serótóníni og dópamíni. Rökin fyrir því voru meðal annars að reserpín
sem er gamalt blóðþrýstingslyf tæmir katekólamínbirgðir tauga og
veldur þunglyndi48 ásamt því að flest þunglyndislyf auka á magn
serótóníns og noradrenalíns49. Jafnframt má sýna fram á minnkað
magn amínósýrunnar trýptófans (forveraefni serótóníns) í blóðvökva
þunglyndra og minna magn umbrotsefnis dópamíns í heila og
mænuvökva þunglyndra. Einnig mælist minna magn umbrotsefnis
serótóníns í heila og mænuvökva þeirra sem framið hafa sjálfvíg36.
Síðar hefur komið í ljós að önnur og fleiri boðefni koma við sögu
í meingerð þunglyndis, svo sem glútamat, gammaamínósmjörsýra
(GABA)50 og asetýlkólín51.
Rannsóknir hafa einnig beinst að starfsemi heiladingulsundirstúku
nýrnahettu öxulsins (e. hypothalamic-pituitary-adrenal, HPA axis).
Virkjun HPAöxuls er eðlislægt viðbragð við streitu og álagi. Hjá
þunglyndum getur verið um að ræða ofvirkjun á þessu kerfi með
ofseytingu streituhormónsins kortisóls5257.
Einkenni og teikn
Þunglyndi er afar misleitur sjúkdómur og einkenni margvísleg.
Minnisregluna DIE SPASS SIC má nota til að auðvelda sér að muna
einkenni þunglyndis út frá greiningarskilmerkjum ICD1058 (tafla II).
Kjarnaeinkenni
Lækkað geðslag, áhuga- og gleðileysi og þreyta eða orkuleysi eru svo
kölluð kjarnaeinkenni þunglyndis og önnur einkenni viðbótareinkenni.
Geðslagið breytist lítið í grunninn frá degi til dags þó vissulega geti
verið einhver dægursveifla í líðan þunglyndra59. Sumir sjúklingar geta
lýst tómleika eða dapurleika en aðrir reiði eða pirringi59,60. Með áhuga
og gleðileysi er átt við að viðkomandi njóti ekki lengur þess sem áður
vakti honum gleði og ánægju61. Þreyta eða orkuleysi getur verið fyrsta
einkenni þunglyndis62.
Huglæg einkenni
Lækkað sjálfsmat er algengt hjá þunglyndum samhliða verkkvíða og
framtaksleysi59. Þunglyndir lýsa gjarnan vonleysi um lífið og tilveruna
og upplifa sjálfa sig sem byrði. Þunglyndir eiga það til að einangra sig
og draga úr félagslegu samneyti við annað fólk. Það er mikilvægt að
spyrja alltaf út í sjálfsvígshugsanir og hugsanir um dauðann hjá þung
lyndum59. Auk þess geta einbeitingartruflanir eða athyglisbrestur gert
vart við sig. Hugsun getur orðið hægari sem kemur fram í hægara tali og
bið í tilsvörum. Mikil sektarkennd getur gegnsýrt hugsun fólks. Oft sér
fólk misgjörðir sínar mun verr en þær eru í raun. Sektarkenndin getur
orðið svo yfirdrifin að hún verði að fastmótaðri ranghugmynd59.
Líkamleg einkenni
Líkamleg einkenni geta fylgt þunglyndi, svo sem breytt matarlyst.
Annað hvort lýsir fólk minnkaðri matarlyst eða sem er sjaldgæfara
aukinni matarlyst. Kynhvöt getur minnkað. Hægðatregða og
munnþurrkur geta verið einkenni sem fólk kvartar yfir59. Þunglyndi getur
haft áhrif á svefn fólks, þá er oftast um að ræða árvöku. Með árvöku
er átt við að viðkomandi vaknar snemma á morgnana og nær ekki að
sofna aftur59. Ef um svefntruflun ræðir er mikilvægt að greina af hvaða
toga hún er, hvort um ræði erfiðleika við að festa svefn, rofinn svefn,
árvöku eða óendurnærandi svefn. Tregða (e. psychomotor retardation) eða
hægagangur getur verið einkenni þunglyndis en einnig getur óróleiki
eða eirðarleysi (e. agitation) fylgt þunglyndi. Þegar þunglyndi er orðið
alvarlegt þá getur fólk orðið stjarft (e. stuporous state)59.
Geðrofseinkenni
Við mat á geðrofseinkennum er mikilvægt að hafa í huga menningar
legan bakgrunn viðkomandi62. Um fimmtungur þunglyndra fá geðrofs
einkenni en þau geta auk ranghugmynda verið á formi ofskynjana og
hugsanatruflana. Auk sektarranghugmynda geta ranghugmyndir snúið
að vanheilsu, fátækt eða gereyðingarblekkingu (e. nihilism). Nihilist ískar
ranghugmyndir lýsa sér til dæmis þannig að fólk upplifi að það vanti
á það útlim, að meltingarvegurinn eða líkaminn allur sé að eyðast upp.
Líkamlegar ranghugmyndir væru til dæmis að viðkomandi teldi sig
vera eyðnismitaðan. Ef um ofheyrnir er að ræða eru raddirnar yfirleitt
í 2. persónu59. Yfirleitt eru geðrofseinkenni í samræmi við geðslag
sjúklings (e. mood congruent)59.
Uppvinnsla og greining
Við mat á þunglyndi sem og öðrum geðröskunum er mikilvægt að
byrja á því að taka góða sögu. Sagan fæst yfirleitt hjá sjúklingi sjálfum
en þunglyndi getur verið það alvarlegt að sjúklingurinn á erfitt með
að tjá sig. Þarf þá að fá sögu frá einhverjum nákomnum. Í sögutöku
Tafla II. Einkenni þunglyndis sett upp í minnisregluna DIE SPASS SIC.
DIE SPASS SIC Þýðing
Depressed mood Lækkað geðslag
lack of Interest Áhuga og gleðileysi
lack of Energy Þreyta, orkuleysi
Selfesteem Lækkað sjálfsmat
Pessimism/hopelessness Vonleysi
Appetite Breytt matarlyst
Sleep disturbance Svefntruflanir
Suicidal thoughts Sjálfsvígshugsanir
Social interactions Minnkuð félagstengsl, einangrun
Ideas of guilt Sektarkennd
reduced Concentration Einbeitingartruflun