Læknaneminn - 01.01.2017, Side 18

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 18
Ri trý nt ef ni 17 Meðferð Þegar búið er að meta og greina sjúklinginn skiptir miklu máli að hann fái fræðslu um vandann, horfur og meðferð. Gott er að veita aðstandendum fræðslu og tryggja stuðning frá nærumhverfi. Ráðleggingar varðandi svefn, reglulegt mataræði og hreyfingu eru mikilvægar og meðhöndlun svefntruflana séu þær til staðar. Mikilvægt er að athuga hvort þörf sé á félagslegum úrræðum til að styrkja stöðu sjúklingsins. Við vægri til meðaldjúpri geðlægð er mælt með HAM (hugrænni atferlismeðferð) eða samskiptameðferð (e. interpersonal psychotherapy, IPT) sem fyrstu meðferð þó í einhverjum tilfellum sé lyfjameðferð hafin. Í vægari tilfellum getur þunglyndi lagast af sjálfu sér og er því oft valið að bíða með meðferð og sjá til36. Ef um ræðir alvarlegt þunglyndi og/eða sjálfsvígshættu þarf að setja í forgang að tryggja öryggi sjúklings áður en meðferð er hafin. Ef um ræðir neyslu áfengis eða annarra vímuefna samhliða þarf fyrst að stöðva neysluna og veita meðferð ef um fíkn er að ræða. Rannsóknir hafa sýnt árangur bæði með lyfja­ og viðtalsmeðferð75. Þegar fléttuð er saman lyfja­ og viðtalsmeðferð er útkoman betri en af hvorum meðferðar valkostnum fyrir sig76­79. Raflækningar eru gagn reyndur meðferðarkostur og sýna góðan árangur við alvarlegu, meðferðarþráu þunglyndi og þunglyndi með geðrofseinkennum80. Einnig hafa rannsóknir sýnt að raflækningar eru líklega áhrifaríkari en lyfjameðferð81. Lyfjameðferð Áður en lyfjameðferð er hafin þarf að liggja fyrir rétt greining á sjúk lingnum, hvort um einhverflyndi (e. unipolar depression) eða tvíhverflyndi (e. bipolar depression) er að ræða, hvort geðrofseinkenni eru til staðar og hvaða einkenni lita helst klínísku myndina. Önnur atriði sem hafa áhrif á val læknis á meðferð eru til dæmis fyrri reynsla af þunglyndislyfjameðferð, næringarástand sjúklings og líkamlegir sjúkdómar. Í töflu V má sjá yfirlit yfir helstu lyfjaflokka sem notaðir eru við þunglyndi, einstök lyf úr hverjum flokki og algengar aukaverkanir lyfjanna. Áður en lyfi er ávísað þarf að ræða aðra valmöguleika, hugsanlega töf á meðferðarsvörun, aukaverkanir, fráhvarfseinkenni og athuga milliverkanir við önnur lyf63. Almennt auka þunglyndislyf magn mónóamína við taugamót með aukinni endurupptöku eða minna niðurbroti36. SSRI lyf er yfirleitt fyrsta val í lyfjameðferð83 vegna vægra aukaverkana og lítillar hættu á ofskömmtun. Algengar aukaverkanir SSRI lyfja í byrjun meðferðar eru ógleði, niðurgangur og höfuðverkur. Einnig hefur það sýnt sig að hugsanlega getur þunglyndi og kvíði versnað, sjálfsvíghætta aukist í byrjun meðferðar (yfirleitt í kringum tvær vikur) og því er mikilvægt að fræða sjúkling um þann möguleika84. Aukaverkanir til lengri tíma geta verið þyngdaraukning og aukaverkanir tengdar kynlífi, svo sem minnkaður áhugi á kynlífi, minnkuð kynhvöt og fleira82. Búprópíon, sem virkar á noradrenalín og dópamín en ekki serótónínkerfið85, veldur síður slíkum aukaverkunum86. SSRI lyf tengjast aukinni hættu á magablæðingu87 og hættu á blóðnatríumlækkun, einkum hjá eldra fólki69. Ráðlagt er að ávísa cítalóprami eða sertralíni þar sem þau hafa minni milliverkanir við önnur lyf fyrir þá sjúklinga sem glíma við langvarandi líkamleg veikindi63. Fráhvarfseinkenni eru líklegri við notkun þeirra lyfja sem hafa stuttan helmingunartíma63, svo sem paroxetín og venlafaxín, einkum þegar meðferð er stöðvuð skyndilega. Slík fráhvarfseinkenni geta lýst sér meðal annars með flensulíkum einkennum, rafstuðstilfinningu, höfuðverk og svima36. Almennt ætti að halda áfram sömu meðferð í sex mánuði frá því að sjúklingur lýsir bót á einkennum sínum. Í langvarandi þunglyndi ætti að halda áfram meðferð til lengri tíma (að minnsta kosti tvö ár)36. Almennt eru SNRI lyf annarrar línu meðferð þó þau geti verið fyrsta val í ákveðnum tilfellum69. Venlafaxín getur haft í för með sér hækkaðan blóðþrýsting og blóðnatríumlækkun69. Dúloxetín hefur jákvæð áhrif á taugaverki88. Mirtazapín veldur frekar þyngdaraukningu69 sem getur þó verið æskileg aukaverkun hjá vissum sjúklingum. TCA lyf eru minna notuð í dag vegna aukaverkana og eitrunarhættu á hjarta við ofskammt89. Aukaverkanir af völdum TCA lyfja geta verið andkólínvirkar (sjóntruflanir, munnþurrkur, þvagteppa, hægðatregða, hraður hjartsláttur) og adrenvirkar (stöðubundinn lágþrýstingur, svimi). Einnig geta TCA lyf haft anddópamín áhrif (hæghreyfingar, skjálfti) og andhistamín áhrif (sljóleiki). MAO hemlar voru fyrstu þunglyndislyfin sem komu á markað. Þeir eru lítið notaðir í dag nema við alvarlegu, meðferðarþráu þunglyndi. Þeir hafa í för með sér töluverðar aukaverkanir og milliverkanir við önnur lyf. Auk þess sem sjúklingar þurfa að fylgja sérstöku mataræði (hætta neyslu týramínríkra fæðutegunda)69. Annars er hætta á svokölluðu serótónínheilkenni sem stafar af oförvun serótónín viðtaka og getur verið lífshættulegt. Ef um ræðir þunglyndi með geðrofseinkennum ætti að veita fulla geðrofslyfjameðferð69. Tafla IV. Helstu mismunagreiningar þunglyndis36. Líkamlegur vandi Til dæmis höfuðáverki, vanvirkur skjaldkirtill, krabbamein og aukaverkanir ýmissa lyfja Aðlögunarröskun Óþægileg en mild einkenni í kjölfar erfiðleika sem uppfylla ekki skilmerki geðlægðar Sorg Eðlileg viðbrögð við missi ástvinar eða önnur áföll sem valdið geta sorgarviðbrögðum Leiði Fólk getur átt slæma daga Geðhvörf/geðhvarfaklofi/geðklofi Ef fram kemur í fyrri sögu tímabil örlyndis eða geðrofs Kvíðaraskanir Þunglyndi getur skarast við kvíðaraskanir Misnotkun efna, neysla Áfengi og eiturlyf geta leikið þátt í þunglyndi Heilabilun Áhrif á minni geta verið svo mikil að sjúklingur virðist með byrjandi heilabilun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.