Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 19
Ri trý nt ef ni 1818 Í þeim tilfellum þar sem engin eða lítil svörun fæst af þunglyndislyfi eftir 4­6 vikur má hækka skammtinn eða skipta yfir í annað lyf. Þegar engin batamerki sjást eftir 4­6 vikur ætti að fara yfir hvort einhverjir viðhaldandi þættir séu til staðar sem taka þyrfti á. Einnig ætti að kanna hvort sjúklingur sé meðferðarheldinn og fari eftir gefnum ráðum um töku lyfs. Hjá öldruðum skal ekki hætta eða breyta meðferð fyrr en eftir 8­12 vikur. Ef ákveðið er að skipta um þunglyndislyf er yfirleitt annað SSRI­lyf valið eða nýrri kynslóð þunglyndislyfja eins og SNRI63. Það ber að hafa í huga að sum þunglyndislyf geta haft samverkandi áhrif og valdið fyrrnefndu serótónínheilkenni. Í meðferðarþráu þunglyndi má reyna að styrkja lyfjameðferð með litíum, thyroxín36, mirtazapíni eða geðrofslyfi (quetiapín, aripiprazol eða olanzapín)90. Önnur lyf Í yfirlitsgrein Barek og Holroyd91 er Jóhannesarjurt (lat. Hypericum perforatum) betri en lyfleysa sem meðferð við vægu og meðalalvarlegu þunglyndi. Garðabrúða (e. Valeriana) og kava kava eru önnur náttúruefni sem notuð hafa verið við vægu þunglyndi92 en hafa ekki ábendingu fyrir meðferð þunglyndis í klínískum leiðbeiningum. Viðtalsmeðferð Þær viðtalsmeðferðir sem mest hafa verið rannsakaðar eru HAM, samskiptameðferð og athafnameðferð (e. behavioral activation). HAM er sú sálfræðimeðferð sem flestar rannsóknaheimildir liggja að baki í meðferð lyndis­ og kvíðaraskana hjá fullorðnum93. Í HAM er kortlagt hvernig hegðun sjúklings og hugsanir hafa áhrif á líðan og líkamlegt ástand hans. Þá eru hugsanaskekkjur endurmetnar og hegðuninni hnikað til betri vegar með skipulögðum hætti94. Þannig nær sjúklingur að tileinka sér nýjar aðferðir til að glíma við vanlíðan sem hægt er að nýta sér áfram93. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að bera saman árangur HAM meðferðar og lyfja. Í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu 2011 var gagnsemi HAM við lyndis­ og kvíðaröskunum hjá fullorðnum tekin fyrir93. Borinn var saman árangur HAM og lyfjameðferðar við þunglyndi. Ályktun greinarhöfunda var sú að ekki væri munur milli meðferða við þunglyndi, óháð alvarleika þess. Ennfremur að hlutfall hrösunar 12 mánuðum eftir lok meðferðar var minna hjá HAM hóp miðað við þunglyndislyfjahóp. Það ber þó að hafa í huga að í sumum tilfellum geta sjúklingar verið það veikir að þeir geta ekki nýtt sér viðtalsmeðferð. Einnig álykta greinarhöfundar að árangur HAM, samskiptameðferðar og athafnameðferðar sé svipaður. Algengt er að HAM sé veitt sem hópmeðferð en einnig er boðið upp á einstaklingsmeðferð. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort lyfjanotkun samhliða HAM dragi úr áhuga sjúklings að tileinka sér HAM hugsunarhátt. Í grein Eriks Brynjars Erikssonar og félaga95 sem birtist í Læknablaðinu 2013 er ályktað að HAM í heilsugæslu dragi marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis­ og róandi lyfja og/eða svefnlyfja. Slík lyfjanotkun sé því ekki frábending fyrir HAM meðferð. Í athafnameðferð er áhersla lögð á að auka virkni sjúklings94. Í IPT er unnið að greiningu og lausnum á samskiptavanda, unnið með erfiðar og bældar tilfinningar og stutt við uppbyggilega tjáningu þeirra96. Raflækningar Í þeim tilfellum þar sem þörf er á skjótri svörun, þegar þunglyndið er það alvarlegt að sjúklingurinn er í geðrofi, nærist eða drekkur illa, er stjarfur eða í mikilli sjálfsvígshættu, er oft gripið til raflækninga. Þá er rafmagn notað til að framkalla krampa eða flog. Yfirleitt þurfa Tafla V. Helstu lyfjaflokkar við þunglyndi, dæmi um einstök lyf og nokkrar algengar aukaverkanir36,82. Lyfjaflokkur Enskt heiti Dæmi um lyf Algengar aukaverkanir Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar Selective serotonin reuptake inhibitors, SSRI Cítalópram, escítalópram, flúoxetín, paroxetín, sertralín Ógleði, uppköst, niðurgangur, breyting á matarlyst, sjóntruflanir, kvíði, eirðarleysi, svefnleysi, höfuðverkur, svitaköst, kynlífstengdar aukaverkanir Serótónín og noradrenalín endurupptöku hemlar Serotonin­norepinephrine reuptake inhibitors, SNRI Dúloxetín, venlafaxín Sama og SSRI auk hægðatregðu, háþrýstings, blóðfituhækkunar Þrí­ og fjórhringlaga lyf Tri­ and tetracyclic antidepressants, TCA Amitriptylín, clómipramín og nortriptylín (þríhringlaga), maprotilín (fjórhringlaga) Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur, munnþurrkur, sjóntruflanir, hægða­ og þvagtregða, stöðubundinn lágþrýstingur, slæving, ógleði, þyngdaraukning Mónóamín oxídasa hemlar Monoamine oxidase inhibitors, MAO Ísókarboxasíð (ósértækur, óafturkræfur) móklóbemíð (sértækur, afturkræfur) Háþrýstingskrísa, svimi, stöðubundinn lágþrýstingur, höfuðverkur, sjóntruflanir, hægðatregða, ógleði og uppköst Noradrenalín endurupptöku hemlar Norepinephrine reuptake inhibitors, NRI Reboxetín Munnþurrkur, hægðatregða, svitaköst, þvagvandamál, svefnleysi, hraður hjartsláttur Noradrenalín­dópamín endurupptöku hemlar Norepinephrine­dopamine reuptake inhibitors, NDRI Búprópíon Svefntruflanir, höfuðverkur, munnþurrkur, ógleði, uppköst Noradrenvirk og sérhæfð serótónínvirk lyf Noradrenergic and specific serotonergic antidepressants, NaSSA Mirtazapín Slæving, aukin matarlyst, bjúgur Lyf með hömlun á serótónín flutning Vortioxetín Ógleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.