Læknaneminn - 01.01.2017, Page 25

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 25
Ri trý nt ef ni 2424 beina því til heilbrigðisstarfsmanna að forðast umgengni við sjúklinga á meðan sýking gengur yfir. Að lokum má nefna slímhimnubólgu af völdum flökkuveiru (e. epi- demic keratoconjunctivitis) sem er afar bráð sýking sem gengur yfir í faröldrum í þjóðfélögum og herjar á bæði augu sjúklings. Sýking af völdum flökkuveiru er yfirleitt orsökuð af adenóveirum 8, 19 eða 37 en umfang sýkingarinnar virðist ráðast af ónæmiskerfi sjúklings9. Í upphafi sýkingar verður sjúklingur var við slímhimnuroða, særindi í auga og táraflóð sem orsakast einkum af augnþurrki en eftir 1­2 vikur kemur ljósfælni og hornhimnubólga fram, ólíkt því sem þekkist í hefðbundnum slímhimnubólgum á grunni annarra veirusýkinga. Þessi tegund slímhimnubólgu varir yfirleitt í 3­4 vikur og er verulega smitandi líkt og aðrar adenóveirusýkingar. Meðferð er yfirleitt eingöngu til verkjastillingar en við grun um hornhimnubólgu ætti að senda sjúkling til augnlæknis. Í þeim tilvikum þar sem sjúklingar eru mjög illa haldnir og mikil bólga er til staðar má nota stera en slík meðferð þarf þó að vera undir eftirliti augnlæknis. Sérstaklega skal varað við notkun á dropum eins og HTP (Hydrocortison með Terramycin og Polymyxin­B) í augu, þar sem eingöngu læknir sem greinir sjúkdóm með raufarlampa má nota lyf sem inniheldur stera. Herpessýkingar í augum geta líkt eftir einkennum veiruslímhimnubólgu með hornhimnubólgu og geta þær sýkingar tvíeflst og valdið miklum og jafnvel varanlegum augnskaða og sjónmissi ef slík augu eru meðhöndluð með sterum. Slímhimnubólga af völdum baktería Slímhimnubólgur af völdum baktería eru mun sjaldgæfari en af völdum veirusýkinga. Þær einkennast af graftrar­ og/eða slímgraftrar­ kenndri útferð. Þessar sýkingar eru smitandi, líkt og veirusýkingar, en talið er að helsta smit leiðin sé bein snerting augna við fingur sem komist hafa í snertingu við bakteríur í um hverfinu10. Við slímhimnu bólgu af völdum baktería má stundum finna litla rauða nabba á innan verðum augnlokum en ólíkt slím­ himnu bólgu af völdum veiru sýkinga finnast stækk aðir eitlar nær aldrei. Nánari flokkun á bakteríu slímhimnu bólgu er nokkuð mis­ munandi en er þó oftast annað hvort byggð á gangi og varan leika sjúkdómsins eða á útliti útferðarinnar. Hér verður stuðst við fyrra flokkunar kerfið og tegundir slímhimnu­ bólgu flokk aðar nánar niður í snarbráðar (e. hyperacute), bráðar (e. acute) og langvinnar (e. chronic) en sú flokkun ræðst fyrst og fremst af undirliggjandi meinvaldi8,11. Snarbráðar slímhimnubólgur af völdum baktería eru oft tengdar við sýkingar af völdum N. gonorrhoea í kynferðislega virkum einstaklingum og hjá nýburum í kjölfar sýkingar úr fæðingarvegi móður. Aðrar bakteríur sem valdið geta svipaðri sjúkdómsmynd eru mónókokkar, H. influenzae, streptókokkar og Corynebacterium diphtheria. Þessar sýkingar einkennast af bráðum sjúkdómsgangi og hraðri versnun einkenna sem geta valdið alvarlegri slímhimnubólgu, oft í báðum augum. Því skiptir skjót greining sköpum en töluverðar líkur eru á rofi á hornhimnu (e. perforation) ef ekkert er aðhafst innan 24­48 klukkustunda12. Rof á hornhimnunni getur valdið því að sýkingin berst inn í augað sjálft og þar getur hún valdið innri augnknattarbólgu (e. endophthalmitis), sérstaklega í ónæmisbældum einstaklingum13. Helstu einkenni snarbráðrar slímhimnubólgu eru roði í auga, mikil graftrarkennd útferð, bjúgsöfnun í slímhimnu og sársauki samhliða vaxandi sjóntapi8,11. Greining felst í sögutöku, skoðun og jafnframt ætti að staðfesta sýkinguna með ræktun. Í ljósi alvarleika snarbráðrar slímhimnubólgu ætti að hefja meðferð með kerfisbundnum sýklalyfjum en staðbundin sýklalyf geta virkað ágætlega sem viðbótarmeðferð. Í þeim tilfellum sem líkur eru taldar vera á gónókokkasýkingu eða ef einkenni sjúklings samræmast því sem lýst er hér að ofan ætti að hefja meðferð með kerfisbundnum sýklalyfjum, svo sem ceftríaxón (Rocephalin®) samhliða staðbundinni meðferð þrátt fyrir að niðurstöður úr ræktun liggi ekki fyrir14. Almennt ætti að hafa lágan þröskuld fyrir innlögn hjá þeim sjúklingum sem eru taldir líklegir til að fá rof á hornhimnu og hjá börnum. Tíðni N. gonorrhoea (lekandasýkinga) hefur almennt verið lág hérlendis en hefur þó heldur verið að færast í aukana undanfarin ár. Jafnframt valda meningókokkar enn usla þrátt fyrir bólusetningar. Því er afar mikilvægt að muna eftir þessum sýkingum og hafa lágan þröskuld fyrir tilvísun á augnlækni. Bráð slímhimnubólga er algengasta gerðin af slímhimnubólgu af völdum baktería (mynd 3). Algengustu meinvaldarnir í þessum sýkingum eru S. aureus hjá fullorðnum en hjá börnum ætti að leiða hugann að S. pneumoniae og H. influenzae. Þó geta fleiri meinvaldar komið hér við sögu líkt og S. epidermidis, S. pyogenes og M. lacunata. Almennt einkennast þessar sýkingar af skjótum bata en þær vara sjaldnast lengur en 3­4 vikur. Langvinnar slímhimnubólgur einkennast hins vegar af hægum gangi með tíðum endurkomum og vara þær í meira en 3­4 vikur10. Sjúklingum með langvinna slímhimnubólgu (>fjórar vikur) ætti að vísa til augnlæknis til frekari uppvinnslu. Algengast er að S. aureus sé einnig að verki í þessum sýkingum þrátt fyrir að ýmsir aðrir meinvaldar geti tekið þátt líkt og S. epidermidis, P. acnes og gersveppurinn Pityrosporon. Greining felst í sögutöku og skoðun. Í ákveðnum undantekningar tilvikum getur verið réttlætanlegt að taka sýni til ræktunar og næmisrannsókna en almennt er það talið óþarfi við einfaldar sýkingar. Sýnatöku ætti einkum að hugleiða hjá sjúklingum sem eru ónæmisbældir, hjá sjúklingum sem nota snertilinsur, hjá nýburum og þegar illa hefur gengið að meðhöndla sýkingu8. Jafnframt mætti telja réttlætanlegt að senda sýni til ræktunar ef vafi er um orsök slímhimnu bólgunnar eða ef bólguviðbragðið er svæsið og sýkingin hefur ekki svarað hefðbundinni meðferð. Í gegnum tíðina hefur tíðkast að læknar skrifi út staðbundin sýklalyf við Mynd 2. Slímhimnubólga á grunni adenóveiru- sýkingar. Roði í auga, bjúgmyndun, útferð og bruna- og/eða aðskotahlutstilfinningi. Mynd 3. Bráð slímhimnubólga af völdum bakteríu. Áberandi blóðríki ásamt slímgraftrarkenndri útferðii. Mynd 4. Örmyndun eftir augnyrjuiii.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.