Læknaneminn - 01.01.2017, Side 27
Ri
trý
nt
ef
ni
2626
einkenni eru enn til staðar þrátt fyrir þrjár vikur af lyfjameðferð.
Meðferð við langvinnu formi af ofnæmistengdri slímhimnubólgu getur
reynst erfið og eru fáir góðir meðferðarmöguleikar í boði. Í ákveðnum
tilvikum getur augnlæknir reynt staðbundna barksterameðferð en
vitað er að slíkar meðferðir auka líkurnar á gláku og skýmyndun á
augasteini (e. cataracts). Því er stöðugt verið að leita að nýjum leiðum
til að meðhöndla þessar tegundir af slímhimnubólgum3,29.Jafnframt
er mikilvægt að almennir læknar vísi sjúklingum áfram til augnlæknis
þegar upphafleg meðferð hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
Augnþurrkur
Augnþurrkur (e. keratoconjunctivitis sicca) er algengt vandamál sem
orsakast af minnkaðri fram leiðslu á tárum og/eða galla í uppbyggingu
táranna sem veldur því meðal annars að þau gufa of fljótt upp.
Megnið af tárum líkamans eru framleidd í tárakirtlunum sem eru
staðsettir í augnlokum og slím himnum augna. Þaðan renna tárin niður
framhluta augans og út um lítil útflæðisop sem kölluð eru táragangaop
(lat. punctum lacrimale) en þau eru staðsett í miðlægum augnkrókum, eitt
op í efra augnloki og eitt í því neðra. Tárin flæða síðan niður táragöng
(lat. lacrimal canaliculus) og inn í nefið í hæð við neðri nefskel (e. inferior
turbinate). Þessi líffræðilega uppbygging útskýrir af hverju við fáum
nefrennsli þegar við grátum. Til að einstaklingur sé með eðlilega sjón er
mikilvægt að táraframleiðsla sé eðlileg, samsetning táranna sé rétt og að
augnlokin lokist eðlilega. Þessir þættir gegna lykilhlutverki í að viðhalda
réttu jafnvægi tárafilmunnar og heilbrigðri sjón31.
Nákvæm tíðni á augnþurrki er ekki þekkt einkum vegna margvíslegra
aðferða við að skilgreina sjúkdóminn og skorts á nægilega nákvæmum
og magngreinandi greiningarprófum. Auk þess eru faraldsfræðilegar
rannsóknir sem hafa skoðað tíðni á augnþurrki nokkuð sjaldgæfar. Þó er
talið að augnþurrkur hrjái um eða yfir 20% einstaklinga einhvern tímann
á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að tíðni augnþurrks eykst
með aldri og er augnþurrkur mun algengari hjá konum en körlum,
hugsanlega vegna táraframleiðsluhvetjandi áhrifa testósteróns. Ýmsir
aðrir undirliggjandi þættir geta valdið því að einstaklingar kljást
við augnþurrk. Þar má nefna inntöku á ákveðnum lyfjum (til dæmis
Tafla I. Helstu mismunagreiningar slímhimnubólgu.
Einkenni/tengsl Baktería Veira Ofnæmi
Kláði Minniháttar Minniháttar Meiriháttar
Útsett auga Annað/bæði augu Annað/bæði augu Bæði augu
Útferð Þykk graftrar og/eða
slímgraftrarkennd
Mikil vatnskennd Tær eða hvít slímkennd
Tengsl við aðra
sjúkdóma
Efri öndunarfærasýkingar,
eyrnabólgur
Efri öndunarfærasýkingar, almenn
flensa
Aðrir undirliggjandi ofnæmissjúkdómar,
til dæmis exem og astmi
Faraldsfræði Algengasta sýkingin hjá börnum Algengasta sýkingin hjá
fullorðnum, talið valda um eða yfir
helmingi allra tilfella
Algengt í sjúklingum með
undirliggjandi ofnæmi
Aldur Sést helst hjá nýburum, börnum
yngri en 5 ára og öldruðum
Börn á skólaaldri og fullorðnir Getur komið fyrir á hvaða aldri sem er,
sérstaklega algengt hjá börnum á skólaaldri
Árstíðir Árið um kring Árið um kring Vor og haust
Eitlastækkanir Sjaldgæft Algengt Sjaldgæft
Mynd 5. Áberandi dreifður augnþurrkur eftir litun með lissamine grænuiv. Mynd 6. Sjúklingur með hvarmabólgu og vanstarfsemi
í fitukirtlum hvarmac.