Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 28

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 28
Ri trý nt ef ni 27 andkólínvirk lyf, magalyf, verkjalyf, ofnæmislyf, ýmis blóðþrýstingslyf og krabbameinslyf ), undirliggjandi kerfissjúkdómar (til dæmis Sjögrens, sykursýki og iktsýki), langvarandi notkun á snertilinsum, þurrkur eftir sjónlagsaðgerðir (til dæmis LASIK) og ytri aðstæður í umhverfi einstaklingsins, svo sem þurrkur í umhverfi. Augnþurrkur er til dæmis algengt vandamál flugfarþega og áhafna vegna lágs rakastigs um borð í flugvélum. Langvarandi augnþurrkur getur haft töluverð áhrif á daglegt líf. Þannig getur langvarandi augnþurrkur valdið versnun á sjónskerpu, afar miklum óþægindum, ljósfælni, táraflóði (e. epiphora) og haft þar með áhrif á bæði leik og starf32. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með augnþurrk meta lífsgæði sín álíka mikið skert og sjúklingar sem kljást við meðal til mikla hjartaöng og sjúklingar sem þurfa á reglulegri blóðskilun að halda33,34. Einkenni sjúklinga með augnþurrk stafa af virkjun á skyntaugum á yfirborði augans. Helstu umkvartanir sjúklinga með augnþurrk eru þurrkur, rauð augu, pirringur, kláði, hitatilfinning, þreyta í augum og aukin táramyndun. Jafnframt geta sjúklingar kvartað undan óskýrri sjón. Ástæðan fyrir því að hluti sjúklinga upplifir sjónskerðingu er sú að tárafilman er fyrsta lagið í ljósbroti ljósgeislans á leið sinni um augað. Óregluleg tárafilma og þurrkblettir í hornhimnu geta valdið skerðingu á gæðum ljósgeisla sem berast aftur í sjónhimnu augans og veldur það óskýrri mynd. Sjónskerðingin sem sést við augnþurrk er oftast einungis tímabundin og lagast við rétta meðhöndlun35,36. Þó getur í undantekningartilvikum langvarandi vanmeðhöndlaður augn­ þurrkur leitt til örmyndunar á hornhimnu og varanlegrar sjónskerðingar (mynd 5). Greining á augnþurrki getur reynst erfið en líkt og áður kom fram er ekkert eitt greiningarpróf til. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á mikinn breytileika milli sjúklinga á einkennum þeirra og teiknum við klíníska skoðun. Almennt séð ættu læknar að geta greint augnþurrk út frá ítarlegri sögutöku og skoðun. Við skoðun ætti að horfa eftir breytingum á slímhimnu, aukinni táramyndun, hvarmabólgu og breytingum á augnlokum á borð við inn­ og útbrá. Jafnframt má beita Snellen sjónprófi þar sem sjúklingur er beðinn að lesa stafina fyrir og eftir að hann blikkar nokkrum sinnum, ef sjónskerpan eykst við blikk styrkir það grun um augnþurrk þar sem augnlokið hefur smurt tárafilmunni betur út. Meðferð við augnþurrki felst í fyrsta lagi í því að forðast aðstæður sem auka óþægindi, til dæmis dragsúg, þurrt loft, mikinn hita og staði þar sem ertandi efni finnast í lofti. Jafnframt getur langvarandi seta við tölvuskjá aukið á vandann. Í fyrstu skal prófa tilbúin gervitár sem fást án lyfseðils. Þessi gervitár smyrja augun og slá oft töluvert á ofangreind einkenni. Hægt er að fá þau á formi augndropa, gels eða sem hálffljótandi blöndu. Varast skal að nota augndropa sem innihalda rotvarnarefni samhliða linsunotkun og í reynd ætti að mæla gegn notkun á snertilinsum hjá sjúklingum með augnþurrk. Oft á tíðum er þörf á endurtekinni dreypingu gervitára yfir daginn og gervitárahlaup getur hjálpað til við að minnka uppgufun táranna yfir nóttina. Jafnframt er ekki úr vegi að ráðleggja sjúklingum að auka rakastig í herbergjum þar sem þeir eyða megninu úr deginum. Í þeim tilvikum þar sem mikið sjóntap fylgir slímhimnubólgu eða óeðlilega mikill sársauki, ljósfælni eða hægur bati er til staðar ætti að vísa sjúklingi til augnlæknis þar sem ýmislegt fleira er hægt að gera til að bæta þurr augu, svo sem sílíkontappaísetning í táragangaop og cíklósporín dropameðferð í augu. Stundum eru þurr augu tímabundið vandamál en oftar en ekki eru þau komin til að vera og þarf því að meðhöndla yfir langan tíma með dropum eða fá úrlausn mála líkt og komið hefur verið inn á hér að framan3. Hvarmabólga Hvarmabólga (e. blepharitis) er ástand þar sem jaðrar augnlokanna bólgna upp, ýmist í köstum eða yfir langan tíma. Þetta er algengur sjúkdómur og má í reynd telja að hvarmabólga sé einn algengasti augnsjúkdómur í heimi37. Hvarmabólga er yfirleitt góðkynja sjúkdómur en í undan tekningartilfellum getur sjúkdómurinn valdið augnskaða og varanlegu sjóntapi38. Áhugavert er að skoða faraldsfræði hvarmabólgu en þá kemur í ljós að sjúkdómurinn er algengur meðal norrænna manna, hjá fólki sem er ljóst yfirlitum og hjá rauðhærðum og rauðbirknum einstaklingum. Hvarmabólga er oft á tíðum langvinnur sjúkdómur sem getur reynst erfitt að meðhöndla. Um orsakir sjúkdómsins er lítið vitað en talið er að hugsanlega sé um að ræða ofnæmi fyrir bakteríum sem finnast á hvörmum. Ofnæmissvar líkamans valdi síðan bólgu, roða og þrota sem truflar starfsemi fitukirtla (e. meibomian glands) sem staðsettir eru við hvarmana. Þessir fitukirtlar gegna lykilhlutverki í réttri samsetningu táranna og mynda fitubrák með tárunum sem koma í veg fyrir að þau gufi upp auk þess að örva rennsli þeirra niður augun. Ef þessi starfsemi fitukirtlanna raskast veldur það aukinni uppgufun af tárum sem aftur leiðir til augnþurrks. Langvarandi hvarmabólga getur síðan með tímanum valdið augnloksþrymli (e. chalazion) hjá fullorðnum en kemur oft fram í börnum sem vogrís (e. stye)39. Helstu einkenni hvarmabólgu eru sviði, pirringur í hvörmum, bólga, bjúgur og roði (mynd 6). Samhliða þessu getur farið að bera á óskýrri sjón og einkenni augnþurrks geta jafnframt komið fram. Þannig getur oft reynst erfitt að greina á milli hvarmabólgu og augnþurrks en ef grunur leikur á hvarmabólgu þarf oftar en ekki að meðhöndla hvort tveggja. Þó má segja að sviði sé meira áberandi í hvarmabólgu en aðskotahlutstilfinning í augum meira áberandi við augnþurrk39. Greining á hvarmabólgu er klínísk. Mikilvægt er að skoða sjúklinga með hvarmabólgu einnig með tilliti til flögnunar í hársverði og/eða andliti (flösuexem, e. seborrhoic dermatitis) og roða í andliti, bólgu og bjúgmyndunar (rósroði, e. rosacea) vegna tengsla við þessa sjúdóma, en hvarmabólga er algengur fylgikvilli ýmissa húðsjúkdóma. Jafnframt geta ákveðin lyf stuðlað að hvarmabólgu6,39. Meðferð við hvarmabólgu felst fyrst og fremst í góðu hreinlæti á og í kringum augnlok. Þannig snýst meðferðin að miklu leyti um að rjúfa vítahringinn og reyna að koma í veg fyrir að gróðrarstía fyrir bakteríur myndist sem aftur veldur húðbólgu og skemmdum á fitukirtlum. Lengi var helsta meðferð við hvarmabólgu þvottapokameðferð sem fól í sér að meðhöndla augun með heitum bökstrum, þvo hvarma með þynntu barnasjampói og nudda hvarmana létt. Á undanförnum árum hafa komið út ýmis hreinsiefni sem miða sérstaklega að því að drepa bakteríur og mítla á hvörmum í formi gels, froðu og blautklúta sem eiga að hjálpa til við að halda bólgunni niðri. Jafnframt hefur gefist vel að skipta út þvottapoka fyrir maska sem settir eru í örbylgjuofn og lagðir sem heitir bakstrar á augu sjúklinga í eina til tvær mínútur á hverjum degi. Þegar grunur er um bakteríusýkingu má prófa meðferð með steradropum (Opnol® eða Maxidex®) til að draga úr bólgu á yfirborði augans og hvörmum auk sýklalyfja á borð við fúsidínsýru (Fucithalmic®) eftir þörfum. Þetta má þó eingöngu gera ef sjúklingur hefur verið skoðaður í raufarlampa. Í langvarandi og erfiðum tilvikum hefur kerfisbundin inntaka á sýkla­ lyfjum (doxycyclín, tetracyclín) sýnt fram á virkni38,39. Í þeim tilvikum þar sem hvarmabólga lætur ekki undan hefðbundinni meðferð ætti að leiða hugann að þætti Demodex mítilsins í hvarma bólgu. Demodex mítillinn er oft á tíðum vangreindur en nokkuð algeng ástæða hvarmabólgu. Vitað er að tvær tegundir af Demodex mítlinum valdi hvarmabólgu. Demodex folliculorum getur valdið fremri hvarmabólgu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.