Læknaneminn - 01.01.2017, Page 29

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 29
Ri trý nt ef ni 2828 í tengslum við röskun í hársekkjum augnhára og Demodex brevis hefur verið tengdur við aftari hvarmabólgu, vanstarfsemi í fitu kirtlum hvarmanna og hornhimnu­ og slímhimnubólgu. Meðferð með olíu (e. tea tree oil) hefur sýnt fram á góðan árangur við Demodex hvarmabólgu með því að draga úr fjölda mítla, hafa neikvæð áhrif á bakteríur og sveppi auk þess að búa yfir bólgueyðandi áhrifum40. Hornhimnufleiður Hornhimnufleiður (e. corneal abrasion) eru afar algeng og eitt algengasta viðfangsefni augnlækna á bráðamóttökum. Hornhimnufleiður koma einkum fram við slys og geta leitt til mynd unar hornhimnusárs (e. corneal ulcer) sem getur sýkst. Hornhimnu fleiður eru greind út frá klínískri birtingarmynd og augnskoðun (mynd 7). Hornhimnan inniheldur fleiri taugaenda en nokkuð annað svæði í líkamanum. Þannig getur lítil rispa valdið miklum verk og ekki er óalgengt að sjúklingar kvarti undan ljósfælni og tilfinningu um að það sé sandkorn undir augnlokinu. Í ákveðnum tilvikum getur því verið nauðsynlegt að styðjast við skammvirka staðdeyfingu til að geta framkvæmt augnskoðun. Jafnframt ætti alltaf við minnsta grun um hornhimnusár að skoða viðkomandi sjúkling með flúresín (e. fluorescein) litun undir kóbalt blárri síu. Mikilvægt er að hafa í huga að greinótt mynstur bendir til herpessýkingar og sjáist slíkt ætti viðkomandi aðili að sjá augnlækni sem fyrst. Í öðrum sjúklingum með hornhimnufleiður ætti ávallt að leita eftir aðskotahlut og ekki má gleyma að skoða undir augnlokin til að útiloka aðskotahlut þar (láta sjúkling horfa niður og snúa við augnlokum). Meðferð við hornhimnusárum þegar búið er að útiloka undirliggjandi sýkingar felst fyrst og fremst í stuðningsmeðferð. Efsta lag hornhimnu grær oftast á einum til tveimur dögum. Oft á tíðum eru einnig gefnir staðbundnir sýklalyfjadropar á borð við levofloxacín til að koma í veg fyrir sýkingu. Þó hefur ekki verið sýnt fram á þörf sýklalyfjagjafar við einföld hornhimnufleiður41,42. Jafnframt ber að nefna að við hornhimnufleiðri ætti aldrei að gefa steradropa, það gæti hæglega gert ástandið verra þar sem sterar hægja á vexti þekjufrumna. Enn fremur má aldrei meðhöndla hornhimnufleiður með deyfidropum þar sem droparnir eru eitraðir fyrir hornhimnu auk þess að hægja á vexti þekjufrumna. Lýst hefur verið gatmyndun (e. perforation) á hornhimnu í kjölfar slíkrar meðferðar43. Í þeim tilvikum sem bakteríusýking kemst í hornhimnufleiður getur hornhimnusár myndast. Einstaklinga með hornhimnusár ætti þegar í stað að senda til augnlæknis þar sem meðhöndla þarf slíkt með tíðum sýklalyfjadreypingum þar til sárið hefur lokast. Í þeim efnum er gott að hafa í huga að sjúklingar sem nota snertilinsur eru líklegri til að sýkjast af Pseudomonas aeruginosa og því þarf lyfið að verka á þá bakteríu, svo sem levofloxacín. Hornhimnufleiður sem orsakast af óhreinum hlutum í umhverfi, til dæmis eftir trjágrein eða fingurnögl, ætti að meðhöndla með breiðvirkum sýklalyfjum. Blæðing undir slímhimnu augans Væg blæðing undir slímhimnu augans (e. subconjunctival hemorrhage) er algeng þar sem rof verður á smáum, viðkvæmum æðum undir slímhimnunni. Slímhimnan inniheldur fjölmargar slíkar æðar sem rofna auðveldlega og getur blætt úr þeim í kjölfarið. Þegar blæðir undir slímhimnnu lekur blóð inn í svæðið á milli slímhimnu augans og hvítunnar (e. sclera). Slímhimnan frásogar blóð hægt og rautt auga kemur fram. Blæðing undir slímhimnu er ein helsta ástæðan fyrir skyndilegu rauðu auga. Greining byggist á því að fylgjast með einkennum blæðingarinnar. Yfirleitt er blæðingin eingöngu staðsett á öðru auganu, afmörkuð og undirliggjandi hvíta sést ekki. Jafnframt er aðlæg slímhimna bólgufrí og ekki eru nein merki um útferð úr útsettu auga (mynd 8). Sjúklingar með blæðingu undir slímhimnu kvarta sjaldnast um sársauka og sjónin helst óskert. Þannig er blæðing úr smáæðum undir slímhimnu augans venjulega áhættulítið ástand þrátt fyrir að útlitið geti bent til annars. Ýmsar ástæður geta legið að baki blæðingu undir slímhúð augans, allt frá léttum hnerra yfir í beinan skaða á augað sjálft. Í rannsókn sem skoðaði ástæðu komu 8726 sjúklinga á augnlæknastofur í Bandaríkjunum kom í ljós að 225 einstaklingar (2,9%) komu vegna blæðingar undir slímhimnu augans. Algengustu ástæðurnar fyrir blæðingu undir slímhimnu auga í þýðinu reyndust vera minniháttar áverkar á auga, kerfisbundinn háþrýstingur og bráð slímhimnubólga. Auk þess kom í ljós að blæðingar undir slímhimnu auga í kjölfar minniháttar áverka voru algengari á sumrin og blæðingar undir slímhimnu augans í kjölfarið af kerfisbundnum háþrýstingi jukust með aldri. Því ætti alltaf Mynd 7. Áberandi hornhimnufleiður eftir flúresín litunvi. Mynd 8. Blæðing undir slímhimnu augans. Blæðingin hefur ekki áhrif á sjón og hverfur nær undantekningarlaust án inngripavii. Mynd 9. Staðbundin utanhvítubólgaviii.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.