Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 30
Ri trý nt ef ni 29 að mæla blóðþrýsting í sjúklingum með blæðingu undir slímhimnu, sérstaklega hjá eldri einstaklingum sem eru ekki með sögu um nýlega áverka á auga44. Aðrar algengar ástæður fyrir blæðingu undir slímhimnu eru þungar lyftingar, uppköst, notkun á snertilinsum, slæmur hósti, nudd á augu og sem minniháttar fylgikvillar eftir sjónlagsaðgerðir. Yfirleitt er ekki þörf á inngripum við blæðingu undir slímhimnu augans svo lengi sem sýking er ekki til staðar. Fyrst eftir blæðinguna getur augað litið illa út með töluverðu magni af uppsöfnuðu blóði. Á nokkrum dögum dreifist yfirleitt úr blóðinu og verður það gulgrænleitt líkt og hefðbundnir marblettir. Almennt er blæðing undir slímhimnu augans horfin eftir tvær vikur. Hægt er að mæla með notkun á gervitárum. Að lokum má nefna að í þeim tilvikum þar sem blæðingar undir slímhimnu auga hafa komið síendurtekið fram ætti að huga að uppvinnslu sjúklings með tilliti til undirliggjandi kerfissjúkdóma. Hvítuhýðisbólga Hvítuhýðisbólga (e. episcleritis) einkennist af staðbundinni bólgu í ysta lagi hvítunnar en hún er uppbyggð úr lausum, trefjaríkum, elastískum vef. Hvítuhýðisbólga er yfirleitt ástand sem gengur yfir án inngripa á nokkrum vikum og er greind klínískt. Við endurteknar hvítuhýðisbólgur er þörf á frekari uppvinnslu með tilliti til undirliggjandi kerfissjúkdóma á borð við iktsýki, rósroða og rauða úlfa (e. lupus). Þannig er talið að meinmyndun hvítuhýðisbólgu felist í sjálfsofnæmismiðlaðri bólgu í æðum ysta lags hvítunnar. Klínísk einkenni hvítuhýðisbólgu eru helst bráð koma á rauðu auga, seyðingsverkur og eymsli við létta þreifingu en sjón helst óskert. Jafnframt sést yfirleitt staðbundið svæði með roða og útvíkkaðar æðar í hvítunni (mynd 9). Oft er meðfylgjandi hvarmabólga þar sem bólga í augnloki veldur ertingu á nærliggjandi slímhimnu augans. Meðferð við hvítuhýðisbólgu byggir á stuðningsmeðferð og gervi tárum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni bólgueyðandi gigtarlyfja fram yfir lyfleysu við meðferð á hvítuhýðisbólgu45. Í alvarlegum hvítuhýðis­ bólgum geta staðbundnir sterar gert gagn en rétt er að augnlæknar ávísi slíkri meðferð. Lokaorð Í þessari yfirferð á nokkrum algengum ástæðum rauðs auga var reynt að takmarka umfjöllunina að mestu við ástand þar sem ekki er þörf á tafar­ lausu inngripi augnlækna. Algengt er að sjúklingar leiti til almennra lækna með rautt auga hvort sem er á heilsugæslum eða sjúkra húsum. Birtingarmyndir rauðs auga eru afar mismunandi og huga þarf að fjölmörgum mismunagreiningum í hverju tilviki fyrir sig. Í þeim tilvikum þar sem sjúklingur leitar aðstoðar með rautt auga en sjónin er óskert, ljósop svara áreiti eðlilega og ljósfælni eða aðskotahlutstilfinning er ekki til staðar ætti almennum lækni að vera óhætt að frumgreina vandamálið og hefja meðferð. Í því samhengi má nefna að þegar fyrsta meðferð hins almenna læknis hefur ekki borið árangur ætti að vísa sjúklingi til augnlæknis. Árétta má að í þeim tilvikum þar sem sjúklingur leitar aðstoðar með rautt auga samhliða sjóntapi, ljósfælni, hvítum blettum á hornhimnu, ógleði, uppköstum, blæðingu og/eða miklum verkjum er ágæt vinnuregla að vísa honum tafarlaust til augnlæknis (tafla II). Ýmsir alvarlegir augnsjúkdómar geta valdið rauðu auga þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt og rétt við8. Það er von höfundar að ofangreind lesning hafi aukið þekkingu lesenda á algengustu orsökum, greiningu og meðferð rauðs auga en ekki síður veitt þekkingu til að vísa sjúklingi áfram til augnlæknis þegar það á við. Tafla II. Rauð flögg hjá sjúklingum með rautt auga. Hér gildir að hafa lágan þröskuld fyrir tilvísun til augnlæknis. Við sögutöku Við skoðun Miðlungs til mikill verkur Sjóntap Ljósfælni Sár á hornhimnu Áberandi verkur eða sjóntap í tengslum við notkun á snertilinsum Ljósop óeðlileg eða svara ekki ljósáreiti eðlilega Slys eða nýleg saga um slys á auga Blæðing í framhólfi augans (e. hyphema) Efnaskaði eða grunur um efnaskaða Gröftur í framhólfi augans (e. hypopyon) Nýleg saga um aðgerð á auga/­um Hækkaður augnþrýstingur (e. intraocular pressure) Ógleði og/eða uppköst Grár/hvítur blettur á hornhimnu Fyrri saga um erfið augnvandamál Roði á mótum hornhimnu og hvítu (e. perilimbal) i. Graff, Jordan M. (2008). Adenoviral conjunctivitis. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye.ophth.uiowa. edu/eyeforum/atlas/pages/Adenoviral­ conjunctivitis.html ii. Sr Caccamise, William Charles. (2008). Acute mucopurulent bacterial conjunctivitis. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye.ophth.uiowa.edu/eyeforum/ atlas/pages/acute­mucopurulent­bacterial­ conjunctivitis.html iii. Critser, D. Brice. (2012). Chlamydia. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http:// webeye.ophth.uiowa.edu/eyeforum/atlas/ pages/Chlamydia­trachomatis­infection.htm iv. Critser, Brice. (2016). Lissamine green staining in keratoconjunctivitis sicca. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye.ophth. uiowa.edu/eyeforum/atlas/pages/LG­staining/ index.htm v. Doan, Andrews. (2008). Blepharitis and meibomian gland dysfunction. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye.ophth. uiowa.edu/eyeforum/atlas/pages/blepharitis­ and­meibomian­gland­dysfunction.html vi. Chan, Carol. (2015) Corneal abrasion. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http:// webeye.ophth.uiowa.edu/eyeforum/atlas/ pages/corneal­abrasion/index.htm vii. Dinn, Robert B., Graff, Jordan M, (2008). Subconjunctival Hemorrhage. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye. ophth.uiowa.edu/eyeforum/atlas/pages/ Subconjunctival­Hemorrhage.html viii. Beaver, Hilary A., Graff, Jordan M, (2008). Episcleritis, sectoral. EyeRounds, University of Iowa. [Mynd af interneti]. Sótt 7. maí 2017 af vefslóð: http://webeye.ophth.uiowa.edu/ eyeforum/atlas/pages/Episcleritis­sectoral.html Allar myndir teknar af heimasíðu EyeRounds, University of Iowa undir Creative Commons Attribution­NonCommercial­NoDerivs 3.0 Unported skilmálum. Myndaskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.