Læknaneminn - 01.01.2017, Side 33

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 33
Ri trý nt ef ni 3232 Inngangur Starfræn einkenni (e. functional symptoms) eru einkenni sem ekki finnst vefræn (e. organic) eða almenn læknisfræðileg skýring á með líkamsskoðun og þeim rannsóknaraðferðum sem nútímalæknisfræði býður upp á. Slík einkenni sjást í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar1,2 en það er reynsla höfunda að fyrstu kynni læknanema af þeim verði gjarnan í taugalækningum. Þar eru starfrænar truflanir tiltölulega algengar og oft á tíðum sýnilegri en í öðrum sérgreinum. Hugbrigðaröskun (e. conversion disorder) er einn af undirflokkum starfrænna truflana og tekur til starfrænna einkenna frá taugakerfi. Röskunin felur í sér einkenni sem við fyrstu sýn virðast tengjast skemmd eða truflun í taugakerfinu, svo sem máttminnkun, lömun, flog, skjálfti eða skyntruflun. Eftir sögutöku, skoðun og rannsóknir er hins vegar ekki hægt að rekja einkenni sjúklings til vefræns taugasjúkdóms. Því má segja að um útilokunargreiningu sé að ræða en þó er vert að hafa hugfast að einkennin hafa stundum á sér sérstakan blæ og útlit sem heimila jákvæða klíníska greiningu. Fjallað verður nánar um þessi einkenni hér á eftir. Til að setja starfræn einkenni í samhengi fyrir tölvuvæddar kynslóðir samtímans „má líkja þeim við hugbúnaðartruflun fremur en vélbúnaðartruflun“ ( Jon Stone, taugalæknir). Sagan Starfræn einkenni frá taugakerfi eru ekki ný af nálinni í læknisfræði. Áður fyrr var talað um móðursýki eða sefasýki (e. hysteria, komið af gríska orðinu hystera sem merkir leg) en líkt og orðsifjar hugtaksins gefa til kynna var þetta upphaflega talinn sjúkdómur kvenna eingöngu. Þessi hugtök tilheyra fortíðinni enda merking þeirra bæði neikvæð og gildishlaðin. Starfrænar truflanir eru í raun samtvinnaðar upphafi sögu taugalæknisfræðinnar á seinni hluta 19. aldarinnar. Í þessu samhengi er rétt að minnast á tvo sögufræga lækna, annars vegar franska taugalækninn Jean­Martin Charcot (1825­1893) og hins vegar lærisvein hans, Þjóðverjann Sigmund Freud (1856­1939). Charcot hafði mikinn áhuga á hugbrigðaröskun og taldi sig geta framkallað og læknað einkennin með dáleiðslu. Freud taldi hugbrigðaröskun orsakast af umbreytingu sálrænnar togstreitu í líkamleg einkenni. Hugmyndir þessara tveggja lækna hafa lengi verið ráðandi í skilningi okkar á sjúkdómnum og eimir enn af þeim í dag3. Skilgreiningar Líta má á starfrænar truflanir frá taugakerfi sem hluta af rófi raskana. Í fimmtu og nýjustu útgáfu bandaríska greiningarkerfisins DSM (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) heyrir hugbrigðaröskun (tafla I) undir sjúkdómaflokk er kallast líkamleg einkennaröskun og skyldar raskanir (e. somatic symptom and related disorders). Í þessum flokki eru einnig: • Somatic symptom disorder Einstaklingur með ýmis óútskýrð líkamleg einkenni þar sem áhyggjur og kvíði beinist aðallega að einkennunum sjálfum fremur en ákveðnum sjúkdómi. • Illness anxiety disorder Heilsukvíði sem einkennist af áhyggjum og þrálátum kvíða um að fá alvarlegan sjúkdóm eða vera haldinn alvarlegum sjúkdómi. • Psychological factors affecting other medical conditions Tilvist klínískt mikilvægra hegðunarmynstra eða sálfræðilegra þátta sem hafa neikvæð áhrif á undirliggjandi sjúkdóm með því að auka hættu á þjáningu, fötlun eða dauða. • Factitious disorder (Munchausen heilkenni) Einstaklingur gerir sér eða öðrum upp veikindi án þess að augljós ávinningur eða umbun hljótist af því. Þessu skal ekki rugla saman við veikindauppgerð (e. malingering) þar sem einstaklingur gerir sér upp veikindi vegna ávinnings sem af því hlýst4. Starfræn einkenni frá taugakerfi Olga Sigurðardóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Valgerður Bjarnadóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Finnbogi Jakobsson, sérfræðingur og dr. med. í taugalækningum við Landspítala Haukur Hjaltason, sérfræðingur og dr. med. í taugalækningum við Landspítala og Læknadeild HÍ Yfirlitsgrein
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.