Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 34
Ri trý nt ef ni 33 Hugtakanotkun og orðfæri í tengslum við starfræn einkenni frá taugakerfi hafa verið á reiki og í sífelldri endurskoðun. Í DSM­5 hefur hugbrigðaröskun fengið undirtitilinn starfræn einkennatruflun frá taugakerfi (e. functional neurological symptom disorder) og er hin síðarnefnda af mörgum talin betri nafngift. Hugbrigðaröskun vísar til umbreytingar sálrænna kvilla í líkamlega kvilla en í dag hefur að miklu leyti verið horfið frá þeim „freudísku“ kenningum um tilurð röskunarinnar. Hugbrigðaröskun þykir því ekki lýsandi hugtak og jafnvel villandi5. Auk þess er hugtakið óþjált og lítt þekkt í íslensku máli. Rétt er að taka fram að árið 2009 birtist í Læknablaðinu yfirlitsgrein yfir starfræn einkenni frá taugakerfi en þar var hugtakið hugbrigðaröskun notað sem meginþýðing6. Í þessari grein verður hins vegar notast við starfræn einkenni frá taugakerfi (SET). Faraldsfræði og áhættuþættir Vegna eðlis sjúkdómsins og mismunandi skilgreininga og nafngifta eru faraldsfræðilegum rannsóknum skorður settar. Flestar rannsóknir benda til þess að nýgengi SET sé á bilinu 4­12/100.000 á ári og algengi um 50/100.000 manns7. Talið er að um þriðjungur allra sjúklinga sem leita til taugalækna á göngudeildum hafi einkenni sem skýrast illa eða alls ekki af vefrænum sjúkdómi8–10 og af inniliggjandi sjúklingum á taugadeildum er talið að 1­10% hafi SET sem aðalvandamál2. Því er óhætt að fullyrða að SET eru algeng. SET koma fram hjá báðum kynjum og í öllum aldurshópum. Einkennin virðast þó algengari meðal kvenna og hjá yngri einstaklingum1,8,10. Fyrri saga um starfræn einkenni og að hafa vefrænan taugasjúkdóm eru einnig áhættuþættir4. Þannig eru starfræn flog vel þekkt hjá flogaveikum. Lengi vel hafa SET verið tengd við ýmsa sálfræðilega þætti á borð við áföll, streitu og langvarandi álag. Í ákveðnum tilvikum spila þessir þættir hlutverk í sjúkdómnum og saga um misnotkun og/ eða vanrækslu í æsku og önnur eða nýlegri áföll getur verið til staðar4,11. Á hinn bóginn er í stórum hluta tilvika engin saga um slíka sálarlega álagsþætti hjá sjúklingum12. Að sama skapi hafa rannsóknir sýnt að tiltölulega hátt hlutfall sjúklinga með SET hafa samhliða geðröskun, sér í lagi þunglyndi, kvíðaröskun og persónuleikaröskun, en þetta hlutfall er þó mjög misjafnt á milli rannsókna9,13–15. Tengsl SET við sálarlífið og geðræna kvilla eru óhjákvæmileg en ekki einhlít og endurspeglast í fjölbreyttum og margslungnum sjúklingahópi. Margt er á huldu hvað varðar orsakir og meingerð SET. Ljóst er að margir áhættuþættir eru þekktir og leiða má að því líkur að meinmyndunin felist í flóknu samspili þeirra á milli ásamt fleiri undirliggjandi þáttum. Þetta er flókið umfjöllunarefni sem telst utan efnis þessarar yfirlitsgreinar og verður því ekki fjallað nánar um hér. Nálgun starfrænna einkenna Saga Sögutaka hjá sjúklingum með SET getur verið vandasöm og mikilvægt er að byggja upp traust meðferðarsamband við sjúkling. Oft geta endurtekin viðtöl og upplýsingar frá aðstandendum verið nauðsynleg til að átta sig á eðli vandans. Gott er að fá fram öll einkenni sjúklings í byrjun til að átta sig á umfangi vandans og fylla síðan inn í heildarmyndina með frekari spurningum. Almennt gildir að því fleiri líkamleg einkenni sem sjúklingur ber á borð læknis, því ólíklegra er að vefræn orsök finnist16. Gagnlegt getur verið að spyrja út í áhættuþætti starfrænna einkenna (samanber hér að framan) og þá sérstaklega að kortleggja álagsþætti í lífi sjúklings. Talið er að andleg veikindi, óhófleg streita og fyrri áföll geti verið bæði orsakandi og viðhaldandi þættir í SET12. Mikilvægt er þó að spyrja af varfærni um þessa þætti og helst í lok samtals þegar farið hefur verið vel í gegnum aðalkvörtun sjúklings, annars er hætta á að honum finnist ekki tekið mark á sér16. Skoðun Við mat á SET er gagnlegt að kanna hvort samræmi sé á milli einkennalýsingar sjúklings og skoðunar og hvort stöðugleiki eða breytileiki sé á einkennum við skoðun. Breytileiki í einkennum getur bent til SET en útilokar þó ekki vefræna orsök fyrir einkennunum. Yfirleitt er erfiðara að meta einkenni sem tengjast skyni en til dæmis hreyfitruflunum eða flogum þar sem mat á skyni byggist að miklu leyti á svörum sjúklings. Við mat einkenna skal líta til þess sem kalla má innra og ytra samræmi. Innra samræmi lýsir því hvort skoðun sé í samræmi við einkennalýsingar sjúklings og hvort teikn séu stöðug gegnum alla skoðunina í mismunandi prófum. Ytra samræmi lýsir því hvort einkenni samrýmist einkennum þekktra taugasjúkdóma. Því hefur verið lýst að hægt sé að framkalla SET með sefjun (e. suggestion) þar sem rannsakandi kallar fram einkenni sjúklings með ýmsum leiðum. Hægt er að beita sefjun með orðum, til dæmis með því að segja við sjúkling að gott væri ef hann fengi einkennin í viðtalinu eða á meðan hann undirgengst rannsókn. Þá hefur sefjun í formi lyfleysu einnig verið notuð til að framkalla eða minnka einkenni17–19. Oft hefur því verið lýst að einstaklingar með SET hafi sérstakt yfirbragð sem kallað hefur verið „la belle indifference“, það er að láta veikindin lítið á sig fá. Þó bendir flest til að slíkt viðmót sjúklinga hafi takmarkað greiningargildi16,22 og rannsóknir benda jafnvel til að sjúklingar með SET hafi meiri líkamleg einkenni en sambærilegur sjúklingahópur með vefræn taugaeinkenni. Þeir finna fyrir meiri verkjum og virðast glíma við meiri hömlun (e. disability) og streitu (e. distress) í daglegu lífi. Hugsanlega geta fylgiraskanir á borð við kvíða og þunglyndi útskýrt þennan mun að einhverju leyti9. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að sjúklingar með þekkta taugasjúkdóma hafa sumir einkenni af starfrænum toga. Í þessum efnum útilokar eitt ekki annað. Helstu einkenni og birtingarmyndir Brottfallseinkenni frá hreyfikerfum líkamans, kraftminnkun eða lömun, eru meðal algengustu birtingarmynda SET. Þó eru önnur einkenni líkt og óeðlilegar hreyfingar, skyntap, flog, raddleysi, blinda og heyrnarleysi vel þekkt11. Hér verður fjallað nánar um tvö algeng viðfangsefni taugalækna, starfrænar hreyfitruflanir og flog. Tafla I. Greiningarskilmerki hugbrigðaröskunar samkvæmt DSM-54. a. Eitt eða fleiri einkenni er tengjast breyttum viljastýrðum hreyfingum eða breyttri skynjun. b. Klínískar niðurstöður gefa grun um ósamrýmanleika á milli einkenna og þekktra taugasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. c. Ekki er hægt að skýra einkennin betur með öðrum líkamlegum eða geðrænum sjúkdómi. d. Einkennin leiða af sér töluverða skerðingu fyrir sjúklinginn félagslega, í starfsgetu eða á öðrum mikilvægum sviðum lífs hans eða þarfnast læknisfræðilegs mats.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.