Læknaneminn - 01.01.2017, Side 35

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 35
Ri trý nt ef ni 3434 Hreyfitruflanir Talið er að starfrænar hreyfitruflanir séu um 3­4% allra hreyfitruflana23,24. Við mat á hreyfitruflunum skal leita að misræmi, eins og almennt við mat á starfrænum einkennum. Það er til dæmis grunsamlegt fyrir starfræn einkenni ef einstaklingur gengur eðlilega inn til læknis en í skoðuninni kemur fram máttminnkun eða afbrigðilegt göngulag. Auk þess eru nokkur próf og teikn sem eru notuð við greiningu. Hoovers próf er eitt þessara prófa og getur komið að gagni þegar um er að ræða máttminnkun eða lömun í öðrum ganglimnum (mynd 1 og 2). Það hefur meðalgott næmi (63%) en mjög gott sértæki (100%)25. Einnig er hægt að gera prófið á öfugan máta miðað við mynd 1 og 2. Sjúklingur er þá beðinn um að beygja um mjaðmarlið lamaða ganglimsins. Samhliða þessu fylgist skoðandi með krafti í heilbrigða ganglimnum með því að hafa hendi undir hæl sjúklings þeim megin. Merki um starfræna lömun er ef hællinn þrýstist ekki niður í bekkinn. Það er að segja þetta bendir til þess að boð berist ekki um að reyna að lyfta lamaða ganglimnum og þar með þrýstist ekki heilbrigði ganglimurinn niður á móti. Hoovers líkt próf má einnig gera með sjúkling í sitjandi stöðu. Hafa þarf í huga að þættir eins og sársauki og gaumstol geta gefið jákvætt Hoovers próf og því ber að taka niðurstöðum prófsins með fyrirvara25,26. Ranghverfirek próf (e. pronator drift test) er gagnlegt til mats á máttminnkun í efri útlimum. Sjúklingur er beðinn um að halda handleggjum útréttum fyrir framan sig, láta lófa vísa upp og loka augunum. Í vefrænni máttminnkun ranghverfist (e. pronation) mátt­ minni handleggurinn en í starfrænni máttminnkun missir einstak­ lingurinn máttminni handlegginn niður án þess að ranghverfa honum. Næmi og sértæki þessa prófs er mjög gott27. Máttminnkun í höfuðvendivöðva (e. sternocleidomastoid muscle) virðist frekar benda til starfrænnar helftarlömunar en vefrænnar. Slík máttminnkun er til staðar í flestum tilfellum starfrænnar helftarlömunar en er sjaldgæf í helftarlömun eftir blóðþurrðarslag í heila. Skýrist þetta af því að vöðvinn hefur tvíhliða (e. bilateral) ítaugun28. Ýmis önnur próf hafa verið notuð og má þar nefna próf þar sem máttminni handleggur er látinn falla úr hæð og metið hvort hann falli niður á fullum hraða eða hvort einhvers konar vöðvavirkni vinni á móti þyngdaraflinu. Þá hefur því einnig verið lýst að einstaklingar með starfræna máttminnkun í handlegg geti haldið téðum handlegg útréttum en geti ekki fært hann niður með þyngdaraflinu. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á gildi þessara prófa28. Starfrænar göngulagstruflanir eru oft sérkennilegar og ólíkar þeim sem finnast við þekkta taugasjúkdóma. Sjúklingar með starfræna máttminnkun í ganglimum hreyfa sig hægar, draga fótinn á eftir sér og finnst jafnvel fóturinn ekki vera hluti af líkama sínum. Beygja um hné er talin nokkuð einkennandi fyrir starfrænar göngulagstruflanir og lýsir sér þannig að sjúklingurinn á erfitt með að halda stöðugum krafti um hnéð, þess í stað er eins og hann missi kraftinn skyndilega og stundum endurtekið (svokallað „let go“ mynstur). Einnig virðist Mynd 1. Liggjandi sjúklingur á bekk er beðinn um að rétta um mjaðmarlið og þrýsta niður hæl lamaða ganglimsins (hægri). Líklegt er að það gangi illa hvort sem um er að ræða starfræna eða vefræna lömun. Mynd 2. Sjúklingur er beðinn um að beygja um mjaðmarlið heilbrigða ganglimsins (vinstri) og lyfta honum beinum upp frá bekknum (með eða án mótstöðu). Samhliða þessu fylgist skoðandi með krafti í lamaða ganglimnum með því að hafa hendi undir hæl sjúklings þeim megin. Merki um starfræna lömun er ef hællinn þrýstist niður í bekkinn. Með öðrum orðum, þessi sami hæll þrýstist ekki niður þegar sjúklingur er beðinn um það beint en þrýstist ósjálfrátt niður þegar sjúklingur lyftir hinum ganglimnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.