Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 35
Ri
trý
nt
ef
ni
3434
Hreyfitruflanir
Talið er að starfrænar hreyfitruflanir séu um 34% allra hreyfitruflana23,24.
Við mat á hreyfitruflunum skal leita að misræmi, eins og almennt við
mat á starfrænum einkennum. Það er til dæmis grunsamlegt fyrir
starfræn einkenni ef einstaklingur gengur eðlilega inn til læknis en í
skoðuninni kemur fram máttminnkun eða afbrigðilegt göngulag. Auk
þess eru nokkur próf og teikn sem eru notuð við greiningu.
Hoovers próf er eitt þessara prófa og getur komið að gagni þegar um er
að ræða máttminnkun eða lömun í öðrum ganglimnum (mynd 1 og 2).
Það hefur meðalgott næmi (63%) en mjög gott sértæki (100%)25.
Einnig er hægt að gera prófið á öfugan máta miðað við mynd 1 og 2.
Sjúklingur er þá beðinn um að beygja um mjaðmarlið lamaða
ganglimsins. Samhliða þessu fylgist skoðandi með krafti í heilbrigða
ganglimnum með því að hafa hendi undir hæl sjúklings þeim megin.
Merki um starfræna lömun er ef hællinn þrýstist ekki niður í bekkinn.
Það er að segja þetta bendir til þess að boð berist ekki um að reyna að lyfta
lamaða ganglimnum og þar með þrýstist ekki heilbrigði ganglimurinn
niður á móti. Hoovers líkt próf má einnig gera með sjúkling í sitjandi
stöðu. Hafa þarf í huga að þættir eins og sársauki og gaumstol geta gefið
jákvætt Hoovers próf og því ber að taka niðurstöðum prófsins með
fyrirvara25,26.
Ranghverfirek próf (e. pronator drift test) er gagnlegt til mats
á máttminnkun í efri útlimum. Sjúklingur er beðinn um að halda
handleggjum útréttum fyrir framan sig, láta lófa vísa upp og loka
augunum. Í vefrænni máttminnkun ranghverfist (e. pronation) mátt
minni handleggurinn en í starfrænni máttminnkun missir einstak
lingurinn máttminni handlegginn niður án þess að ranghverfa honum.
Næmi og sértæki þessa prófs er mjög gott27.
Máttminnkun í höfuðvendivöðva (e. sternocleidomastoid muscle)
virðist frekar benda til starfrænnar helftarlömunar en vefrænnar. Slík
máttminnkun er til staðar í flestum tilfellum starfrænnar helftarlömunar
en er sjaldgæf í helftarlömun eftir blóðþurrðarslag í heila. Skýrist þetta
af því að vöðvinn hefur tvíhliða (e. bilateral) ítaugun28. Ýmis önnur próf
hafa verið notuð og má þar nefna próf þar sem máttminni handleggur
er látinn falla úr hæð og metið hvort hann falli niður á fullum hraða
eða hvort einhvers konar vöðvavirkni vinni á móti þyngdaraflinu.
Þá hefur því einnig verið lýst að einstaklingar með starfræna
máttminnkun í handlegg geti haldið téðum handlegg útréttum en geti
ekki fært hann niður með þyngdaraflinu. Ekki hefur þó tekist að sýna
fram á gildi þessara prófa28.
Starfrænar göngulagstruflanir eru oft sérkennilegar og ólíkar þeim
sem finnast við þekkta taugasjúkdóma. Sjúklingar með starfræna
máttminnkun í ganglimum hreyfa sig hægar, draga fótinn á eftir sér
og finnst jafnvel fóturinn ekki vera hluti af líkama sínum. Beygja um
hné er talin nokkuð einkennandi fyrir starfrænar göngulagstruflanir
og lýsir sér þannig að sjúklingurinn á erfitt með að halda stöðugum
krafti um hnéð, þess í stað er eins og hann missi kraftinn skyndilega
og stundum endurtekið (svokallað „let go“ mynstur). Einnig virðist
Mynd 1. Liggjandi sjúklingur á bekk er beðinn um að rétta um mjaðmarlið og þrýsta
niður hæl lamaða ganglimsins (hægri). Líklegt er að það gangi illa hvort sem um er
að ræða starfræna eða vefræna lömun.
Mynd 2. Sjúklingur er beðinn um að beygja um mjaðmarlið heilbrigða ganglimsins
(vinstri) og lyfta honum beinum upp frá bekknum (með eða án mótstöðu). Samhliða
þessu fylgist skoðandi með krafti í lamaða ganglimnum með því að hafa hendi undir
hæl sjúklings þeim megin. Merki um starfræna lömun er ef hællinn þrýstist niður
í bekkinn. Með öðrum orðum, þessi sami hæll þrýstist ekki niður þegar sjúklingur
er beðinn um það beint en þrýstist ósjálfrátt niður þegar sjúklingur lyftir hinum
ganglimnum.