Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 36
Ri trý nt ef ni 35 svokallað óstæði og/eða gangstol (e. astasia-abasia) vera nokkuð algengt og lýsir sér annars vegar sem vangeta til að standa þrátt fyrir fullan kraft, samhæfingu og skyn í ganglimum og hins vegar vangetu til að ganga. Sjúklingar virðast oft nálægt því að detta við gang en gera það ekki17,29,30. Ein leið sem er gagnleg og sjúkraþjálfarar nota er að leiða huga sjúklings að annarri virkni en að ganga. Til dæmis má biðja sjúkling um að rekja bolta eða sparka. Þegar þetta upptekur hug hans má stundum sjá að göngulag og jafnvægi er í góðu lagi31. Flog Starfræn flog koma fram sem hviðukennd breyting á hegðun, hreyfingum, skyni, tilfinningum og/eða vitrænni getu og líkjast mismikið eiginlegum flogum. Í starfrænum flogum er hins vegar ekki til staðar hin óeðlilega taugavirkni í heilaberki sem orsakar eiginleg flog. Talið er að um 4­20% sjúklinga sem leita sér aðstoðar vegna floga hafi flog af starfrænum toga og samkvæmt íslenskri rannsókn hafði allt að helmingur sjúklinga með starfræn flog einnig flogaveiki32,33. Starfræn flog vara gjarnan lengur en eiginleg flog. Í nýlegri rannsókn var meðaltímalengd starfrænna floga um það bil 150 sekúndur miðað við tæpar 50 sekúndur í eiginlegum flogum. Yfirgnæfandi líkur eru á að flog sem varir í fimm mínútur eða lengur sé af starfrænum toga33,34. Sjúklingar með starfræn flog virðast oftar fá flog að öðrum viðstöddum og í læknisheimsókn samanborið við einstaklinga sem hafa eiginlega flogaveiki35. Alvarlegir áverkar eru fátíðir í starfrænum flogum og brunaáverkar sjást vart. Lítill munur er á algengi tungubita samkvæmt frásögn sjúklinga en metið á myndbandsupptöku virðast tungubit þó vera töluvert sjaldgæfari í starfrænum flogum. Áverkar útiloka þannig ekki starfræn flog en geta gagnast til að greina á milli, sérstaklega ef um alvarlega áverka er að ræða. Því hefur verið haldið fram að algengara sé að missa þvag í eiginlegum flogum en í starfrænum flogum en samkvæmt frásögn sjúklinga er um helmingur beggja sjúklingahópa sem missa þvag í flogi. Þvagmissir er því ekki áreiðanlegt einkenni til aðgreiningar33. Eftirflogseinkenni (e. post-ictal symptoms) eru töluvert fátíðari eftir starfræn flog en eiginleg flog, sér í lagi höfuðverkur og þreyta36. Augu eru oftast lokuð í starfrænum flogum en sjaldnast í eiginlegum flogum. Hreyfingar í starfrænum flogum eru síður samhæfðar og samhverfar. Algengara er að höfuðið hreyfist til beggja hliða fremur en til annarrar hliðar og vöðvaspenna er minni samanborið við krampaflog (e. generalized tonic clonic seizure eða grand mal). Nokkuð algengt er að einstaklingar í flogi gefi frá sér hljóð. Í krampaflogum er hið dæmigerða flogahróp (e. epileptic cry) einkennandi en í starfrænu flogi geta hljóðin verið mismunandi. Þar er öskur, grátur og það að segja setningar og/eða svara spurningum einna algengast og mest einkennandi. Þá er algengara í starfrænum flogum að einkennin séu slitrótt innan kasts, versni og batni yfir tímabil33. Stundum duga ofantalin jákvæð einkenni og teikn til að greina starfræn flog. Þó er almennt notast við heilarit (e. electroencephalogram), bæði til að staðfesta greininguna og útiloka að vefrænn sjúkdómur sé til staðar samfara starfrænum einkennum. Ef sjúklingur fær flog en engar breytingar sjást í heilariti sem tekið er meðan á floginu stendur bendir það sterklega til starfræns flogs. Þótt mjög gagnlegt sé dugar þetta ekki eitt og sér í öllum tilvikum til að útiloka vefræna orsök þar sem sum vefræn flog valda ekki breytingum í heilariti, til dæmis einföld staðflog (e. simple partial seizures) og flog í miðlægu ennisblaði (e. mesial frontal lobe). Þá geta einkenni þess síðarnefnda minnt á starfræn flog og getur það valdið enn frekari vandræðum. Því er mikilvægt að nýta upplýsingar úr sögu og skoðun auk heilasírita og myndbandsupptöku af dæmigerðu kasti við matið33,37. Greining Vakni grunur um að einkenni séu af starfrænum toga er sá grunur yfirleitt á jákvæðum grunni, það er blær og ásýnd einkenna gefa það til kynna. Læknir þarf að meta hverju sinni hvort ástæða sé til frekari rannsókna, þá í því skyni að styrkja greininguna og útiloka aðrar orsakir. Stundum er sagan stutt og um augljós áföll, álag eða geðrænan sjúkdóm að ræða. Rétt er að hafa í huga að starfrænn blær getur verið á vefrænum sjúkdómum. Um leið og vissar grunnrannsóknir styðja starfræna greiningu geta þær létt af sjúklingi vissri byrði og auðveldað meðferð. Gæti óöryggis við greiningu kann að vera ástæða til að fylgja sjúklingi eftir og jafnvel að fá álit annarra lækna sem reynslu hafa af mati þeirra einkenna sem um ræðir37. Meðferð Meðferð SET byggist á þverfaglegum grunni með aðkomu margra heilbrigðisstétta. Samskipti fagaðila innbyrðis og hvers og eins þeirra við sjúkling eru þar mikilvægur þáttur. Samræmi í áliti og stefnu meðferðar þarf að liggja fyrir38. Hér á landi hefur safnast upp nokkur reynsla og þekking á SET á tauga­ og endurhæfingardeild Landspítala meðal fagstétta. Á Reykjalundi gildir það sama og þar er boðið upp á sérhæfða endurhæfingu sjúklinga með starfræn einkenni, sér í lagi ef um hreyfitruflanir er að ræða. Umræða um að engin orsök finnist getur verið viðkvæm eins og sú skýring að segja við sjúkling að um sálrænan vanda sé að ræða. Þá er mikilvægt að sýna sjúklingum skilning og viðurkenna hamlandi áhrif einkenna þeirra. Best er að leggja upp með að meðferðaraðilar þekki og hafi reynslu af viðeigandi einkennum16. Hérlendis hefur verið notast við hugtakið starfræn truflun síðastliðin ár og hefur það að mati greinarhöfunda gefið góða raun. Miklu máli skiptir hvernig sjúklingi er færð vitneskja um greiningu og hvaða fræðslu hann fær í framhaldinu. Sjúklingar sem taka hina starfrænu greiningu í sátt virðast hafa betri horfur en þeir sem ekki gera það. Reiði sjúklings yfir greiningunni fylgja verri horfur39,40. Áhersla er lögð á að greiningin sé útskýrð fyrir sjúklingi með því að sýna eða segja frá jákvæðum teiknum sem hann hefur, til dæmis Hoovers teikn. Þessi aðferð er frekar til þess fallin að auka trú sjúklingsins á greiningunni en að lista upp alla þá sjúkdóma sem hafa verið útilokaðir. Þannig er lögð áhersla á að um jákvæða greiningu sé að ræða frekar en útilokunargreiningu. Áhersla er lögð á að einkenni geta gengið til baka þar sem um starfstruflun er að ræða en ekki óafturkræfa skemmd í taugakerfinu37,41. Sjúkraþjálfun er mikilvægur hluti meðferðar42,43. Samkvæmt meðmælum reynds hóps sjúkraþjálfara, taugalíffræðinga og geðlækna er markmið slíkrar þjálfunar að sýna sjúklingi að hann getur meira en hann heldur, minnka óeðlilega athygli sjúklings á einkennum sínum, oft með einhvers konar truflun (e. distraction), og leiðrétta óeðlileg lærð hreyfingarmynstur41 Í meðferð SET er mikilvægt að huga að hugsanlegum tengslum einkennanna við geðsjúkdóma, streitu og áföll. Meðhöndlun andlegra álagsþátta og geðraskana hefur fylgni við góðar horfur og bæði viðtals­ og geðlyfjameðferð getur gagnast sjúklingum með SET39. Rannsóknir sýna að hugræn atferlismeðferð fækkar tíðni starfrænna floga og bætir andlega líðan sjúklinga og félagslega virkni44,45. Vísbendingar eru um að þunglyndislyfjameðferð með sértækum serótónín upptökuhemlum (e. selective serotonin reuptake inhibitors, SSRI) eða serótónín og noradrenalín upptökuhemlum (e. serotonin-norepinephrine reuptake inhibitors, SNRI) geti gagnast sjúklingum með SET, sérstaklega ef samfara er kvíði og/ eða þunglyndi46.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.