Læknaneminn - 01.01.2017, Side 40

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 40
Ri trý nt ef ni 39 súrefnisgjafar og hitastig 36,5°C. Grannholda kona, greinilega með­ tekin en skýr og fulláttuð. Var talmóð og hás með soghljóð við inn­ öndun (e. stridor). Eitlastækkanir þreifanlegar beggja vegna á hálsi. Hjartahlustun án athugasemda. Við lungnahlustun heyrðust öng hljóð (e. ronchi) beggja vegna. Kviður mjúkur og eymslalaus og ekki bjúgur á útlimum. Uppvinnsla á bráðamóttöku Teknar voru blóðprufur (tafla I), hjartalínurit og framkvæmdar myndgreiningar rannsóknir (tafla II). Hennar veikindi voru talin vera vegna sjúkdóms í lungum, var lögð inn á skammverudeild bráðamóttöku og ráðgert álit lungnalækna. Á skammveru var sjúklingur með hvæsandi öndun (e. stridorous) og súrefnismettun féll niður í 84% en hækkaði við súrefnisgjöf. Fékk friðarpípu endurtekið yfir nóttina. Tekin voru blóðgös sem sýndu langvinna öndunarsýringu (e. compensated respiratory acidosis), pH=7,36; pCO2=69; pO2=77 og bíkarbónat=34 mmól/L með 2 L af súrefni í nös. Fengið var álit lungnalækna daginn eftir sem mátu hana klínískt með efri loftvegateppu. Í kjölfarið var fengið álit HNE lækna. Við sveigjanlega barkakýlisspeglun sást stór fyrirferð á raddböndum með afar lítinn loftveg sem var nánast ekki sjáanlegur. Fengin var tölvusneiðmynd af hálsi (mynd 1). Meðferð Vegna mikilla einkenna og versnandi ástands var ákveðið að framkvæma barkaraufun (e. tracheostomy) í staðdeyfingu með sjúklinginn vakandi vegna fyrirséðra mikilla vandræða við barkaþræðingu vegna æxlis­ vaxtarins. Eftir að öndunarvegurinn var tryggður á þann hátt var sjúklingurinn svæfður, gerð bein barkakýlisspeglun og tekið vefjasýni frá fyrirferð. Vefjasýnin úr aðgerðinni sýndu illa þroskað flöguþekjukrabbamein (mynd 2b). Ómstýrð fínnálarsýni úr eitlum á hálsi sýndu meinvarp hægra megin. Tölvusneiðmyndir af brjóstholi og efri hluta kviðar hols sýndu ekki merki um meinvörp. Því var klínísk stigun T4a (æxlisvöxtur í gegnum skjaldbrjóskið), N2c (gagnstætt eitlameinvarp á hálsi) og M0 (engin meinvörp) fyrir sjúklinginn. Hefðbundin meðferð við því er barkakýlisbrottnám (e. laryngectomy) ásamt eitlabrottnámi á hálsi (e. neck dissection) auk geislaeftirmeðferðar. Sjúklingur var svo tekinn til aðgerðar þar sem barkakýli ásamt eitlastöðvum II­IV báðum megin á hálsi var fjarlægt (mynd 3) auk þess sem talventill var settur. Skoðun á vefjasýninu leiddi í ljós útbreitt miðlungs til vel þroskað flöguþekjukrabbamein sem gekk niður að barkaspeldisbrjóski, út fyrir barkakýlisbrjósk og æxlisvöxtur nam við en fór ekki í ytri skurðbrún. Tveir af fimmtán og einn af sautján eitlum voru með meinvörpum hægra og vinstra megin á hálsi (mynd 2c). Meinafræðileg stigun: T4aN2c. Eftir aðgerð fékk sjúklingur vessaæðaleka á aðgerðarsvæði sem gekk til baka og sjúklingur útskrifaðist eftir 35 daga legu. Í framhaldinu ráðgerð geislameðferð, bæði á primer æxlissvæðið, 2 Gy á dag í 33 skipti, og á eitlastöðvar báðum megin á hálsi 1,6 Gy á dag í 33 skipti. Fræðileg umræða Uppvinnsla á bráðri mæði Við uppvinnslu á sjúklingum með bráða mæði er mikilvægt að taka ítarlega sjúkrasögu og framkvæma nákvæma skoðun. Slíkt getur gefið til kynna orsök mæðinnar og verið leiðbeinandi fyrir næstu skref í greiningu og meðferð. Einnig getur hjarta­ og lungnaómun við rúm­ stokk verið gagnleg til að meta til dæmis starfssemi vinstri slegils eða íferðir (e. consolidation) í lungna vef1,2. Helstu undirliggjandi sjúkdómar sem geta valdið bráðri mæði eru hjartasjúkdómar svo sem hjartadrep og bráð hjarta bilun; lungnasjúkdómar svo sem lungnabólga, loftbrjóst, versnun á langvinnri lungnateppu, blóðsegarek til lungna og astmi auk annarra sjúkdóma svo sem ofnæmislost og röskun á sýrustigi blóðs2. Það er mikilvægt að gleyma ekki þrengslum í efri öndunarvegi sem geta til að mynda orsakast af aðskotahlutum, sýkingum eða æxlum. Krabbamein í barkakýli er þar mikilvæg mismunagreining. Líffærafræði barkakýlis og flokkun eitla á hálsi Barkakýlið (e. larynx) tengir efri hluta barkans við munn­ og nefhol. Það gegnir lykilatriði við öndun, raddmyndun og kyngingu. Mynd 1. Tölvusneiðmyndir af hálsi í axial, coronal og sagittal plani. Minnsta þvermál öndunarvegar er 3 mm. Þar sést óreglulegur hnútur á raddbandasvæði beggja vegna með útvexti í gegnum skjaldbrjóskið. Heildarstærð æxlis tormetin en stækkaðir eitlar beggja vegna á hálsi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.