Læknaneminn - 01.01.2017, Page 42

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 42
Ri trý nt ef ni 41 kyngingartruflunum og andnauð. Samfara þessu getur verið soghljóð og svo þyngdartap eins og í þessu tilfelli. Séu æxlin stór eru meinvörp í hálseitlum algeng4. Krabbamein í barkakýli sem getur lokað loftvegi krefst skjótra viðbragða. Greiningin er fyrst og fremst klínísk með barka kýlisspeglun en einnig er tölvusneiðmynd af hálsi gagnleg sé nægur tími til staðar. Erfitt getur reynst að barkaþræða sjúkling með mjög aðþrengdan loftveg og óeðlilega líffæra fræði í hálsi. Misheppnuð barkaþræðing getur gert ástandið enn verra. Einn af valmöguleikunum er að gera barka raufun í staðdeyfingu eða hlutabrottnám æxlismassans (e. cancer debulking)5. Þegar loftvegur hefur verið tryggður með slíkum að gerðum er hægt að fara að íhuga næstu skref. Lykilskref í greiningu allra hnúta á höfuð og hálssvæði er sýnataka. Yfirleitt er ekki hægt að taka góð sýni á raddböndum ef sjúklingar eru vakandi og því er barkaspeglun oftast gerð í svæfingu. Einnig þarf að kortleggja staðbundna íferð og meinvörp í nærliggjandi eitla með tölvusneiðmynd og ómun með eða án fínnálarástungu og leita að fjarmeinvörpum sem er yfirleitt gert með tölvusneiðmyndum af brjóstholi og efri hluta kviðarhols. Þegar þetta liggur fyrir er hægt að stiga sjúklinginn klínískt. Stigun og meðferð Flest æxli eru stiguð með TNM stigunarkerfi sem tekur til stærðar og ífarandi vaxtar æxlisins (T), dreifingar í nærliggjandi eitlastöðvar (N) og fjarmeinvarpa (M). Við meðferðarval hefur æxlisútbreiðsla, stigun og staðsetning auk sjúklingstengdra þátta svo sem aldurs og annarra sjúkdóma lykiláhrif. Kjörmeðferð skal vera læknandi en hafa sem minnst varanleg áhrif á rödd, öndun og kyngingu6. Mynd 3. Ljósmynd úr aðgerð eftir að barkakýlið hefur verið fjarlægt. Ekki úr aðgerð sjúklings þessa sjúkratilfellis. Plastslanga liggur niður í barka. Mynd 4a. Skýringarmynd af barkakýli séð aftan frá. Mynd 4b. Hálsinum er skipt upp í 6 svæði með tilliti til eitlakeðja: I) Neðanhöku- (A) og neðankjálkasvæðið (B) (e. submental and submandibular), II-IV) hóstarsvæðið (e. jugular) sem skipt er í þrjá hluta, V) aftari hálsþríhyrning og VI) miðlínu svæðið. Tungubein Speldi Skjaldbrjósk Hringbrjósk Skjaldkirtill Andarfellin Raddfelling Barki IIB IIA IB IA VA III VB IV VI VII
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.