Læknaneminn - 01.01.2017, Side 43

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 43
Ri trý nt ef ni 4242 Meðferð barkakýlisæxla fer eftir staðsetningu, stærð og óskum sjúklings. Æxli á raddböndum (e. glottis) á stigi T1a eru að jafnaði meðhöndluð með leysigeislaaðgerð7 en ef þau eru á stigi T1b­T3 þá eru þau að jafnaði meðhöndluð með geislameðferð með eða án lyfjameðferðar þó undantekningar séu á því. Æxli ofan (e. supraglottic) eða neðan (e. subglottic) raddbanda sem eru á stigi T3 eða minna eru að jafnaði meðhöndluð með geislameðferð. Einnig þarf að huga að meðhöndlun eitla á hálsi8. Meðferð krabbameina án fjarmeinvarpa fer eftir því hvort æxli er vaxið út fyrir barkakýlið (T4a) eða ekki (<T3). T4a æxli eru að staðaldri meðhöndluð með barkakýlisbrottnámi og geislaeftirmeðferð, með eða án samhliða lyfjameðferðar. Mikilvægt er að fræða sjúklinga um að eftir geislameðferðir er möguleiki á vanstarfsemi barkakýlis og vélinda þegar frá líður9. Barkakýlisbrottnám (e. laryngectomy) eins og var gert í ofannefndu tilfelli er yfirleitt fyrsta meðferðarval hjá sjúklingum með T4a sjúkdóm eða með verulega truflun á barkakýlisvirkni (öndun, kyngingu og rödd)10,11. Verði endurkoma krabbameinsins eftir fyrri barkakýlissparandi meðferð er oftast gripið til barkakýlisbrottnáms sem björgunaraðgerð (e. salvage)4. Raddendurhæfing er afar mikilvæg fyrir þá sjúklinga sem fara í barkakýlisbrottnám og krefst náinnar teymisvinnu lækna og talmeinafræðinga. Talventill milli barka og vélinda (e. tracheo- esophageal prosthesis) er talinn bestur, þá getur sjúklingur andað úr barka upp í vélinda með einstefnuloka sem skapar titring og málróm, en aðrir möguleikar eru vélindatal (e. esophageal speech) og rafmagnsbarki (e. electrolarynx)12. Meinvörp Krabbamein í barkakýli ofan og neðan raddbanda auk stærri æxla á raddböndunum sjálfum hafa tiltölulega háa tíðni meinvarpa í hálseitla og séu komin meinvörp í eitla á hálsi er mikilvægt að veita sértæka meðferð við því13. Róttækt (e. radical) hálseitlabrottnám var lengi staðalaðgerð, þar sem allir samhliða eitlar á svæðum I­V auk hóstarbláæðar (e. internal jugular vein), elleftu heilataugar (e. accessory nerve) og höfuðvendivöðva (e. sternocleidomastoid muscle) voru fjarlægð. Í dag er algengara að framkvæma aðlagað (e. modified) hálseitlabrottnám sem er yfirgripsminna eða sértækt (e. selective) hálseitlabrottnám þar sem eitlar sem eru líklegastir til að innihalda krabbamein í N0 tilfellum eru fjarlægðir. Slíkir eitlar geta inni haldið smásæ meinvörp (e. micrometastasis) þrátt fyrir að það sjáist ekki á myndgreiningu4,13. Geislameðferð eftir eitlabrottnám á hálsi dregur úr líkum á staðbundinni endurkomu meinsins og bætir lifun14. Samþáttuð lyfja­ og geislameðferð er gefin þegar æxlis vöxtur nær í skurðbrún eða æxlisvöxtur nær út um eitlaslíður8. Þegar krabba­ mein í barkakýli hafa fjarmeinvörp við greiningu þarf að meta tilgang læknandi staðbundinnar meðferðar. Oft er öndunarvegur tryggður og síðan gefin lyfjameðferð í líknandi tilgangi. Þar eru bæði notuð hefðbundin frumudrepandi lyf og líftæknilyfið cetúxímab12. Horfur og eftirfylgd Rannsókn á einu rannsóknarsetri í Bandaríkjunum sýndi að fimm og tíu ára heildarlifun hjá sjúklingum með T4 flöguþekjukrabbamein í barkakýli var 52% og 29% en sjúkdómsfrí lifun 57% og 48%15. Þeir sjúklingar sem voru meðhöndlaðir með barkakýlisbrottnámi auk geislameðferðar eftir aðgerð voru með lægri tíðni staðbundinnar endurkomu í samanburði við sjúklinga sem fengu barkakýlissparandi meðferð. Þó reyndist ekki munur á heildarlifun þessara tveggja hópa15. Ekki reyndist vera munur á heildarlifun eða krabbameinssértækri lifun hjá sjúklingum sem voru komnir með öndunarvegaþrengsl vegna sjúkdóms síns miðað við þá sem höfðu þau ekki16. Mikilvægt er að fylgja sjúklingum með barkakýliskrabbamein eftir, bæði til að fylgjast með mögulegri endurkomu sjúkdómsins og annarra æxla í efri öndunarvegi og meta síðkomna fylgikvilla meðferðar. Mælt er með eftirliti háls­, nef­ og eyrnalæknis á 2­4 mánaða fresti fyrstu tvö árin og síðan á 4­6 mánaða fresti næstu þrjú ár. Þegar liðin eru fimm ár frá greiningu er sennilega nægilegt að fylgjast með þessum sjúklingum á árs fresti4. Samantekt og lærdómspunktar Miðaldra kona með langa sögu um hæsi og raddbreytingar auk mik­ illa reykinga kemur inn með nokkurra daga sögu um vaxandi and nauð og innöndunar soghljóð auk eitlastækkana á hálsi. Hún reynist vera með barkakýliskrabbamein af flöguþekjugerð sem lokar loftvegi að mestu og fær því bráða barkaraufun. Stigast klínískt T4aN2cM0 og fer í barkakýlisbrottnám og fyrirhuguð geislaeftirmeðferð. 1. Bráð andþyngsli hjá sjúklingi með sögu um raddbreytingar ætti að vekja grun um efri loftvegateppu vegna krabbameins. 2. Kyngingarörðugleikar, hæsi og þyngdartap ættu að vekja grun um krabbamein í barkakýli hjá sjúklingum með áhættuþætti. 3. Barkakýliskrabbamein getur lokað öndunarvegi sjúklings og þá getur verið rétt að framkvæma bráða barkaraufun í staðdeyfingu. 4. T1 æxli eru yfirleitt meðhöndluð með staðbundinni skurðaðgerð með leysigeisla, T2 og T3 með geislameðferð með eða án lyfjameðferðar og T4 æxli með barkakýlisbrottnámi með geislaeftirmeðferð með eða án samhliða lyfjameðferðar. 5. Vinna þarf upp meinvörp í eitlum á hálsi hjá sjúklingum með barkakýlisæxli og veita sértæka meðferð við því. „ÉG HVET ALLA TIL AÐ VERA MEГ Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins Það er einfalt að skrá sig á blodskimun.is – með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Blóðskimun til bjargar Þjóðarátak gegn mergæxlum Öllum einstaklingum, fæddum 1976 og fyrr, búsettum á Íslandi, býðst að taka þátt í rannsókn á kostum þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Íslykill eða rafræn skilríki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.