Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 45
Ri trý nt ef ni 4444 Hjartastopp og skyndilegur hjarta- dauði hjá ungum einstaklingum Tilfelli af hjartadeild Haukur Einarsson, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Hjörtur Oddsson, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum Saga og skoðun 36 ára gamall karlmaður með sögu um sára ristilbólgu (e. ulcerative colitis) en að öðru leyti heilsuhraustur var fluttur á Hjartagátt vegna hjartastopps. Maðurinn hafði verið að þreyta próf þegar hann fann fyrir skyndilegum svima og hneig niður meðvitundarlaus. Vitni að atburðinum þreifuðu ekki púls hjá honum og var umsvifalaust hringt á sjúkrabíl og hafin endurlífgun með hjartahnoði. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn reyndist maðurinn vera með sleglatif (e. ventricular fibrillation) og var hann stuðaður í tvígang og fór þá í sínustakt. Við komu á Hjartagátt var maðurinn vel vakandi og skýr, púls var reglulegur og mældist 92 slög/mín, blóðþrýstingur var 111/75 mmHg. Hjartalínurit sýndi sínustakt án breytinga á ST­bili og T bylgju, leiðrétt QT bil mældist 476 msek. Hann kvartaði um brjóstverk sem þó var ekki dæmigerður fyrir kransæðasjúkdóm og var talið að um hnoðverk væri að ræða. Við hjartahlustun heyrðust báðir hjartatónar og hvorki auka­ né óhljóð. Enginn bjúgur var á fótum og ekki aukinn bláæðaþrýstingur á hálsi. Lungnahlustun og kviðskoðun voru án athugasemda og taugaskoðun var eðlileg. Þau lyf sem maðurinn tók að staðaldri voru mesalazín (Asacol®) og azatíóprín (Imurel®) vegna sáraristilbólgu. Hann reykti ekki en notaði munntóbak, ekki var saga um sykursýki, blóðfituröskun eða háþrýsting og hann var ekki í ofþyngd. Við sögutöku kom í ljós að afi hans hafði látist skyndilega, 62 ára að aldri, eftir að hafa verið með brjóstverk í nokkra daga. Rannsóknir og frekari uppvinnsla við komu Hjartaómskoðun við rúmstokk sýndi mjög óverulega samdráttar skerðingu á framvegg vinstri slegils, veggþykkt slegla var eðli leg, ósæðar loka og míturloka virtust eðlilegar og útstreymisbrot reiknaðist 50­60%. Maðurinn fékk hleðslu skammt af magnýli og fór í kjöl farið í hjarta­ þræðingu sem sýndi eðli legar krans æðar án þreng inga. Niður stöður úr blóð rannsóknum sem teknar voru við komu má sjá í töflu I. Tafla I. Niðurstöður úr blóðrannsóknum sjúklings við komu. Rannsókn Eining Mælt gildi Viðm. gildi Hvít blóðkorn x109/L 9,0 4,0­10,5 Hemóglóbín g/L 144 134­171 Blóðflögur x109/L 282 150­400 Natríum mmól/L 144 137­145 Kalíum mmól/L 3,6 3,5­4,8 Kreatínín µmól/L 75 60­100 ALP U/L 41 35­105 Gamma GT U/L 35 <80 ASAT U/L 275 <45 ALAT U/L 256 <70 LD U/L 373 105­205 Trópónín T ng/L 103 <15 Bilírúbín µmól/L 14 5­25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.