Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 46

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 46
Ri trý nt ef ni 45 Gangur í legu Að lokinni uppvinnslu á Hjartagátt var maðurinn fluttur á Hjarta deild og hafin var meðferð með beta­blokkum. Á fyrsta hálfa sólarhringnum á Hjartadeild fékk maðurinn endurtekin köst af fjöl leitum sleglahraðtakti (e. polymorphic ventricular tachycardia), nánar tiltekið torsades de pointes (TdP), og þróuðust þau í öll skiptin yfir í slegla tif. Hann var stuðaður í hverju kasti, samtals 9 sinnum, og fékk samfara því meðferð með magnesíumsúlfatdreypi, metóprólól og mídazólam og var loks fluttur á Gjörgæsludeild. Þar fékk hann þrjú samskonar köst en eftir að hafin var meðferð með lídókaíndreypi bar ekki á fleiri köstum og var maðurinn fluttur aftur á Hjartadeild daginn eftir. Í legunni var framkvæmd nákvæmari hjartaómskoðun og sýndi hún vægt víkkaðan hægri slegil frá sumum sjónarhornum en að öðru leyti eðlilegt hjarta. Segulómskoðun af hjarta sýndi ekki bólgubreytingar eða örbreytingar. Endurtekin hjartalínurit í legunni sýndu fram á lengt QT­bil og mældist leiðrétt QT­bil lengst 483 msek. Sýni voru send í erfða greiningu vegna gruns um heilkenni lengds QT­bils en maðurinn reyndist þó ekki vera með neina af þeim þremur stökkbreytingum sem leitað var eftir. Þrátt fyrir þetta var talið líklegast að hann væri með umrætt heilkenni. Græddur var bjargráður í manninn, hann settur á fasta meðferð með metóprólól og útskrifaðist í kjölfarið heim við góða líðan. Umræða Skyndilegur hjartadauði (e. sudden cardiac death) er yfirleitt skil greindur sem bráður dauði, oft innan einnar klukkustundar frá upphafi einkenna, sem rekja má til meinsemdar í hjarta einstaklings sem ekki er haldinn áður þekktum lífshættulegum sjúkdómi1. Skyndi legur hjartadauði er venjulega afleiðing af hjartastoppi (e. cardiac arrest), en þá er orsökin lífshættuleg takttruflun í hjarta. Skyndilegur hjartadauði er ekki algengur hjá ungum einstaklingum en er þó vel þekktur. Rannsókn frá árinu 2009 sýndi að nýgengi skyndi­ legs hjartadauða hjá einstaklingum undir 40 ára aldri var 1,62 tilvik á 100.000 mannár og reyndist nýgengið rúmlega tvöfalt hærra hjá körlum en konum2. Ýmsar orsakir geta legið að baki skyndilegum hjartadauða. Þegar um er að ræða einstak linga 35 ára og eldri er meiri hluti tilvika orsakaður af kransæða sjúkdómi3,4. Hjá yngri einstak lingum kemur kransæða­ sjúkdómur aftur á móti sjaldnar við sögu og aðrar orsakir vega þyngra3,5. Hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir fimm mikil vægum ors ökum skyndi legs hjarta dauða hjá yngri einstak lingum, öðrum en kransæða­ sjúkdómi. Að lokum verður ítarlegri umfjöllun um heilkenni lengds QT­bils. Meðfæddir kransæðagallar Meðfæddir kransæðagallar (e. con genital coronary artery anomalies) eru fjölbreyttur hópur frávika frá hefð bundinni líffærafræði krans æðanna. Ný gengi með fæddra krans æða galla er um 0,3­1,6%6. Í meiri hluta tilvika eru þessir gallar einkenna lausir. Þeir geta þó valdið ein kennum eins og mæði, brjóstverk, yfirliði og skyndi legum hjarta dauða7,8. Nokkrum mis­ munandi með fæddum göllum hefur verið lýst í tengslum við skyndi­ legan hjarta dauða. Má þar til dæmis nefna afbrigði leg upptök vinstri meginkransæðar frá hægri ósæðarskúta (e. anomalous origin of the left main coronary artery from the right aortic sinus) og afbrigðileg upptök hægri meginkransæðar frá vinstri ósæðarskúta (e. anomalous origin of the right main coronary artery from the left aortic sinus)9. Nöfn þessara galla skýra sig að mestu leyti sjálf en í báðum tilvikum á önnur af meginkransæðunum upptök sín á röngum stað á ósæðinni og getur lega þeirrar kransæðar í kjölfarið verið óeðlileg. Vel þekkt er að báðir fyrrnefndir gallar geta valdið því að kransæð liggur ranglega milli ósæðar og lungnaslagæðastofns og getur hún klemmst þar á milli9. Gullstaðall greiningar á meðfæddum kransæðagöllum er kransæðaþræðing6. Hjartavöðvabólga Hjartavöðvabólga (e. myocarditis) getur lýst sér sem svæsinn (e. fulminant), bráður eða langvinnur sjúkdómur og getur bólgan náð til hluta eða alls hjartavöðvans. Sjúkdómurinn getur verið einkennalaus en hann getur einnig valdið fjölbreyttum einkennum, svo sem þreytu, skertu úthaldi, hjartsláttartruflunum og brjóstverk, auk þess sem hjartavöðvabólga er þekktur orsakavaldur útvíkkunarhjartavöðvakvilla (e. dilated cardiomyopathy), losts og skyndilegs hjartadauða10,11. Allt að 20% af skyndilegum hjartadauða hjá yngri einstaklingum orsakast af hjartavöðvabólgu5. Í mörgum tilvikum er talið að hjartavöðvabólga orsakist af veirusýkingu, sérstaklega vegna enteróveira, adenóveira og parvóveiru B19, þó hún geti einnig orsakast af ákveðnum bakteríusýkingum, sníkjudýrum, eiturefnum og fleiru12. Risafrumuhjartavöðvabólga (e. giant-cell myocarditis) er sjaldgæf en mjög alvarleg tegund af hjartavöðvabólgu sem oft er banvæn. Einkenni hennar eru venjulega hjartabilun og hjartsláttartruflanir en hún getur einnig valdið skyndilegum hjartadauða10,13. Nú til dags er segulómun af hjarta notuð í vaxandi mæli til að greina hjartavöðvabólgu en gullstaðall greiningar er þó vefjasýnataka10,12. Ofþykktar hjartavöðvakvilli Ofþykktarhjartavöðvakvilli (e. hypertrophic cardiomyopathy) er arfgengur sjúkdómur og vel þekktur orsakavaldur skyndilegs hjartadauða. Algengi sjúkdómsins er um 1:500 meðal fullorðinna og erfist hann yfirleitt með ríkjandi sjálflitnings erfðum (e. autosomal dominant in heritance) en nokkur mis mun andi mein gen eru þekkt14. Eitt helsta sér kenni sjúk dómsins er mikil fjöl breytni hvað varðar birtingar mynd, svip gerð og horfur. Skil greiningin á sjúk dóm num felur í sér þykk nun á vinstri slegli án út víkkunar á slegl inum og án annars sjúkdóms í hjarta eða öðrum líffæra kerfum sem skýrir þykknun ina15. Tölu verður breytileiki getur verið í gerð og stað setningu þykknunar innar í vinstri slegli15. Margir ein stak lingar með ofþykktar hjartavöðva kvilla finna ekki fyrir ein kennum og grein ast fyrir til viljun eða greinast jafnvel aldrei16. Sjúkdóm urinn getur hins vegar valdið ýmsum einkennum og má þar nefna sérstaklega fjórar birtingarmyndir. Í fyrsta lagi þróar hluti sjúklinga með sér gáttatif með tímanum, í öðru lagi fær hluti sjúklinga hjartaöng vegna blóðþurrðar, í þriðja lagi getur sjúkdómurinn leitt til hjartabilunar eftir því sem starfsgetu hjartans hrakar og í fjórða lagi deyr hluti sjúklinga skyndilegum hjartadauða, oft án þess að hafa nokkra sögu um fyrri einkenni14. Áætla má að um 1% af einstaklingum með ofþykktarhjartavöðvakvilla deyi árlega17. Nokkrir þættir eru taldir auka töluvert líkurnar á skyndilegum hjartadauða, til dæmis fjölskyldusaga um skyndidauða og fyrri saga um óútskýrt yfirlið15. Skyndilegur hjartadauði einstaklinga með ofþykktarhjartavöðvakvilla er algengastur undir 30­35 ára aldri, yfirleitt á hann sér stað í hvíld eða við létta áreynslu en þó er vel þekkt að kröftug áreynsla getur verið undanfari dauða18. Arrhythmogenic Right Ventricular Cardiomyopathy (ARVC) ARVC er sjaldgæfur, arfgengur sjúk dómur sem einkennist af íferð fitu og bandvefs í hjartavöðvann, sérstaklega hægri slegil, og tapi á vöðvavef. Algengi sjúkdómsins er talið vera um 1:5000 og erfist hann oftast með ríkjandi sjálflitningserfðum19. Í meirihluta tilvika gerir sjúkdómurinn vart við sig fyrir 40 ára aldur og eru helstu einkenni yfirlið, hjartsláttartruflanir og hjartabilun19. Skyndilegur hjartadauði getur verið fyrsta einkenni sjúkdómsins og talið er að dánarlíkur einstaklinga með sjúkdóminn séu um 0,08­3,6% á ári20. Venjulega eiga hjartsláttartruflanirnar upptök sín í hægri slegli og eru snemmkomin aukaslög frá sleglum og sleglahraðtaktur (e. ventricular tachycardia), oft með vinstri greinrofsmynd, vel þekkt21. Dæmigert er að hjartsláttartruflanirnar komi fram fljótlega eftir líkamlega áreynslu en íþróttaiðkun eykur líkurnar á skyndilegum hjartadauða hjá ungum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.