Læknaneminn - 01.01.2017, Side 48

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 48
Ri trý nt ef ni 47 sodium voltage-gated channel alpha subunit 5 (SCN5A) geninu sem skráir fyrir natríumgöngum í hjartavöðvafrumum. Stökkreytingar í þessu sama geni eru einnig algeng orsök Brugada heilkennis sem áður var nefnt. Oft eiga takttruflanir hjá einstaklingum með LQT3 sér stað í svefni26,27. LQT1 og LQT2 leiða til seinkunar á endurskautun slegla og LQT3 leiðir til langdreginnar afskautunar á sleglum. Allt veldur þetta lengingu á QT­bili á hjartalínuriti en langt QT­bil er vel þekktur áhættuþáttur TdP25,28. Oftast kemur TdP eingöngu fram í stutta stund og getur þá valdið svima og yfirliði en þessi takttruflun getur einnig þróast yfir í sleglatif og í kjölfarið valdið skyndilegum hjarta dauða29. Mynd 2 er af hjartalínuriti sem sýnir hvernig sínustaktur þróast yfir í TdP hjá einstaklingi með lengt QT­bil. Heilkenni lengds QT­bils er líklegast til að hafa alvarleg áhrif á yngri einsta klinga, sjaldgæft er að yfirlið eða skyndilegur hjarta dauði verði fyrst eftir 40 ára aldur26. Lengd QT­bilsins er sá þáttur sem er sterkast tengdur horfum. Í rannsókn Priori et al. frá 2003 var nýgengi yfirliðs eða skyndilegs hjartadauða fyrir 40 ára aldur minna en 20% hjá þeim einstaklingum sem voru með QTc­bil <446 msek en yfir 70% hjá þeim sem voru með QTc­bil >498 msek30. Greining sjúkdómsins er fyrst og fremst gerð á grunni klínískra einkenna og útlits hjartalínurits. Ýmsir þættir geta valdið lengingu á QT­bili hjá einstaklingum sem ekki eru með umrætt heilkenni og því þarf að útiloka þá. Má þar til dæmis nefna hjartadrep, hjartavöðva­ kvilla, blóðkalíumlækkun, blóðmagnesíumlækkun og ýmis lyf25. Til eru greiningar skilmerki fyrir heilkenni lengds QT­bils sem kennd eru við Schwartz og eru þau útlistuð í töflu III. Erfða rannsóknir eru ekki forsenda fyrir greiningu en þær geta komið að gagni25,26. Meðferð við heilkenni lengds QT­bils gengur fyrst og fremst út á gjöf beta­blokka og ígræðslu bjargráðs25­27. Beta­blokkar eru sérstaklega gagnlegir fyrir einstaklinga með LQT1 þar sem adrenvirk boðefni leika stórt hlutverk í myndun takttruflana hjá þeim en minna gagnlegir fyrir þá sem eru með LQT2 og síst fyrir þá sem eru með LQT3. Natríumgangalokinn mexiletín kemur til greina sem viðbótarmeðferð fyrir suma einstaklinga með LQT3 auk þess sem þeir geta haft gagn af því að fá ígræddan gangráð26,27,31. Samantekt Hjartastopp og skyndilegur hjartadauði er sem betur fer ekki algengt meðal yngri einstaklinga. Ýmsir hjartasjúkdómar eru þó þekktir fyrir að geta valdið slíkum afleiðingum og hefur hér verið gerð stuttlega grein fyrir sex slíkum auk þess sem farið var yfir sjúkra tilfelli. Þrátt fyrir að margir þessara sjúkdóma séu sjaldgæfir er nauðsynlegt að hafa þá í huga, sérstaklega við uppvinnslu á óútskýrðu yfirliði. Skilmerki Stig Hjartalínurita Leiðrétt QT­bil, msek ≥480 3 460­470 2 450 (karlkyn) 1 Torsades de pointesb 1 T bylgju breytileiki (e. T-wave alternans) 1 Toppótt (e. notched) T bylgja í þremur leiðslum 1 Lág hjartsláttartíðni fyrir aldurc 0,5 Skilmerki Stig Fyrri saga Yfirliðb Við álag 2 Í hvíld 1 Meðfætt heyrnarleysi 0,5 Fjölskyldusagad Fjölskyldumeðlimur með staðfest heilkenni lengds QT­bils 1 Óútskýrður skyndilegur hjartadauði hjá nákomnum fjölskyldumeðlimi <30 ára 0,5 Tafla III. Greiningarskilmerki fyrir heilkenni lengds QT-bils. Taflan er endurgerð á töflu í grein Goldenberg et al25. Stigun: ≤1 stig, litlar líkur á heilkenni lengds QT-bils (LQTS); 2-3 stig, meðallíkur á LQTS; ≥4 stig, miklar líkur á LQTS. aSkilmerkin miða við að ekki sé til staðar undirliggjandi ástand eða lyf sem vitað er að hefur áhrif á þessi atriði á hjartalínuriti. Leiðrétt QT-bil er reiknað með formúlu Bazett. bAtriðin geta ekki bæði átt við. cHjartsláttartíðni í hvíld í neðstu tveimur hundraðshlutum fyrir aldur. dEkki sami fjölskyldumeðlimur í báðum atriðum. Heimildir 1. Myerburg R, Castellanos A. Heart Disease: A Textbook of Cardiovascular Medicine. Philadelphia, Pa: WB Saunders; 1997. 2. Vaartjes I, Hendrix A, Hertogh EM, Grobbee DE, Doevendans PA, Mosterd A, et al. Sudden death in persons younger than 40 years of age: incidence and causes. European journal of cardiovascular prevention and rehabilitation : official journal of the European Society of Cardiology, Working Groups on Epidemiology & Prevention and Cardiac Rehabilitation and Exercise Physiology 2009;16:592­6. 3. Eckart RE, Shry EA, Burke AP, McNear JA, Appel DA, Castillo­Rojas LM, et al. Sudden death in young adults: an autopsy­based series of a population undergoing active surveillance. Journal of the American College of Cardiology 2011;58:1254­61. 4. Zheng ZJ, Croft JB, Giles WH, Mensah GA. Sudden cardiac death in the United States, 1989 to 1998. Circulation 2001;104:2158­63. 5. Eckart RE, Scoville SL, Campbell CL, Shry EA, Stajduhar KC, Potter RN, et al. Sudden death in young adults: a 25­year review of autopsies in military recruits. Annals of internal medicine 2004;141:829­34. 6. Hauser M. Congenital anomalies of the coronary arteries. Heart 2005;91:1240­5. 7. Angelini P. Coronary artery anomalies: an entity in search of an identity. Circulation 2007;115:1296­305. 8. Yildiz A, Okcun B, Peker T, Arslan C, Olcay A, Bulent Vatan M. Prevalence of coronary artery anomalies in 12,457 adult patients who underwent coronary angiography. Clinical cardiology 2010;33:E60­4. 9. Taylor AJ, Rogan KM, Virmani R. Sudden cardiac death associated with isolated congenital coronary artery anomalies. Journal of the American College of Cardiology 1992;20:640­7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.