Læknaneminn - 01.01.2017, Page 51

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 51
Ri trý nt ef ni 5050 Tekin var röntgenmynd af lungum sem sýndi loftbrjóst hægra megin og loft í miðmæti (mynd 1). Því var settur brjóstholskeri hægra megin í brjósthol. Drengurinn var fyrst settur á hefðbundna öndunarvél en þar sem hann þurfti töluvert háan innöndunarþrýsting var skipt yfir í hátíðniöndunarvél (e. oscillator). Súrefnisþörfin fór vaxandi og þegar lýst var í brjóstkassa drengsins með þar til gerðum ljósgjafa (e. transilluminator) lýsti hann upp vinstra megin sem gaf til kynna að hann væri kominn með loftbrjóst þeim megin (mynd 2). Ný röntgenmynd sýndi hins vegar mikið loft í miðmæti sem teygði sig yfir til vinstri (mynd 3). Drengurinn var því lagður í vinstri hliðarlegu til að flýta fyrir því að loftið í mið mætinu hyrfi. Gerð var ómskoðun af hjarta sem sýndi merki um háþrýsting í lungna slagæðum og skertan samdrátt beggja slegla sem talið var skýra versnandi ástand hans. Því var hafin meðferð með niturildi (e. nitric oxide, NO) og dóbútamíni. Við það batnaði ástand hans og súrefnis þörf fór á skömmum tíma úr 100% niður fyrir 30%. Blóð þrýstingur var hins vegar lágur og svaraði ekki vökvagjöf og því var blóðþrýstings hækkandi meðferð breytt í dópamín með góðum árangri. Sjúkdómsgangur Öndunarfæri Við tveggja sólarhringa aldur var drengurinn ekki lengur með loftleka og því var brjóstholskerinn fjarlægður og morfíndreypi sem hafði verið notað til verkjastillingar stöðvað. Hann var þá kominn á tiltölulega lítinn stuðning á hátíðniöndunarvélinni og því skipt aftur yfir á hefðbundna öndunarvél. Áfram var klínískur gangur góður og við fjögurra sólarhringa aldur var drengurinn tekinn úr öndunarvél og settur á síþrýsting með 21% súrefni. Við rúmlega tveggja vikna aldur, það er 30 vikna meðgöngualdur (e. postmenstrual age), fór súrefnisþörf drengsins smám saman vaxandi og við tæplega þriggja vikna aldur (31 viku meðgöngualdur) var hafin meðferð með innúðasterum. Eftir að hafa verið á síþrýstingi í um mánuð var reynt að skipta öndunarstuðningi yfir í háflæði (e. high flow) súrefnisgjöf en þar sem það gekk ekki sem skyldi var ákveðið að gefa stutta meðferð með þvagræsilyfjum til viðbótar við innúðasterana. Drengurinn komst að lokum alfarið af síþrýstingi yfir á háflæði súrefnisgjöf við 36 vikna Mynd 2. Þar sem ástand drengsins versnaði nokkuð skyndilega var þar til gerður ljósgjafi (e. transilluminator) notaður til að lýsa í brjóstkassa drengsins og lýsti hann upp vinstri brjóstholshelming. Því vaknaði grunur um að drengurinn væri einnig kominn með loftbrjóst þeim megin. Mynd 3. Röntgenmynd af lungum tekin eftir að settur hafði verið keri í brjóstholið hægra megin og var loftbrjóstið þá ekki lengur til staðar. Grunur um loftbrjóst vinstra megin reyndist vera loft í miðmæti (e. pneumomediastinum).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.