Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 52

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 52
Ri trý nt ef ni 51 meðgöngualdur og skipt var yfir í lágflæði súrefnisgjöf við rétt rúmlega 40 vikna meðgöngualdur. Á þessum tíma sýndi röntgenmynd merki um langvinnan lungna sjúkdóm nýbura (e. bronchopulmonary dysplasia, BPD) (mynd 4). Þá var einnig hafin meðferð með ranitidín vegna gruns um bakflæði. Drengurinn útskrifaðist heim við tæplega þriggja vikna leiðréttan aldur og þurfti þá enn á súrefnismeðferð að halda. Hjarta og æðakerfi Við sólarhrings aldur var hjartaómun endurtekin sem sýndi betri samdrátt slegla og útfall hjarta og var í kjölfarið byrjað að draga úr NO og dópamínmeðferð. Meðferð var hafin með koffíni þegar drengurinn var tekinn úr öndunarvél til þess að örva öndun hans en þrátt fyrir það tók hann þó í legunni stöku köst þar sem hann hætti að anda (e. apnea of prematurity) og það hægðist á hjartslætti hans. Endurtekin hjartaómun við útskrift sýndi eðlilega hjartastarfsemi og engin merki um lungnaháþrýsting og því ekki talin þörf á frekara eftirliti hjartalæknis. Blóðhagur Drengurinn þurfti að fá blóðflögur við þriggja sólarhringa aldur og í legunni fékk hann einnig rauðkornaþykkni í þrígang vegna fyrirburablóðleysis (e. anemia of prematurity). Samkvæmt venju var hafin meðferð með járni við eins mánaðar aldur. Sýking Fljótlega eftir fæðingu var hafin sýklalyfjameðferð eins og fyrr getur sem var hætt þegar drengurinn var sex sólarhringa gamall. Þá höfðu blóðrannsóknir ekki sýnt merki um sýkingu, engar bakteríur ræktast úr blóði og æðaleggir í nafla verið fjarlægðir. Næring Í byrjun var drengurinn settur á 10% glúkósadreypi í æð en til viðbótar fékk hann prótein­ og fitulausn í æð frá tæplega sólarhrings aldri. Brjóstamjólkurgjöf með magaslöngu var hafin í litlu magni við sólarhrings aldur og smám saman aukin upp í fullt fæði sem náðist við fjögurra sólarhringa aldur og var næringu í æð þá hætt. Hann var á fyrstu sólar­ hringum með væga hækkun á þéttni natríums í blóði (e. hypernatremia) sem leiðrétt var með því að auka vökvagjöf í æð. Gula Styrkur gallrauða (e. bilirubin) í blóði fór strax á fyrsta sólarhring yfir meðferðarmörk og var þá hafin ljósameðferð sem var hætt við sex sólarhringa aldur. Miðtaugakerfi Ómskoðanir af heila voru gerðar við eins og tveggja sólarhringa aldur og sýndu þær eðlilegan heila og ekki merki um blæðingu. Augu Augnskoðanir sýndu ekki merki um augnsjúkdóm fyrirbura (e. retinopathy of prematurity). Drengurinn var um tíma meðhöndlaður með klóramfeníkól augnsmyrsli vegna augnsýkingar og svaraði hann þeirri meðferð vel. Kviðslit í nára Drengurinn greindist með kviðslit í nára stuttu eftir fæðingu sem gert var við rétt fyrir útskrift og gekk sú aðgerð vel. Fyrirferð á hálsi Við fæðingu fannst fyrirferð hægra megin á hálsi. Við ómskoðun var ekki grunur um illkynja vöxt og aðeins mælt með eftirliti. Fyrirferðin fór hins vegar stækkandi og að ráði barnaskurðlækna var ákveðið að fjarlægja hana fyrir útskrift. Drengurinn fór því í aðgerð við einnar viku leiðréttan aldur og vefjaskoðun sýndi vaxtarvilluæxli (e. hamartoma) sem hafði verið fjarlægt að fullu. Gangur eftir útskrift Eftir tæplega 15 vikna veru á Vökudeildinni útskrifaðist drengurinn við tæplega þriggja vikna leiðréttan aldur. Lyf við útskrift voru sterapúst (flútikasónprópíonat), bakflæðimeðferð (ranitidínhýdróklóríð), járnmixtúra og C­vítamín. Hann var nærður með magaslöngu fyrst um sinn en fljótlega fór hann að geta drukkið allt sjálfur. Hann þurfti súrefnismeðferð til að byrja með en var laus við auka súrefni frá sex vikna leiðréttum aldri. Mynd 4. Myndin vinstra megin var tekin þegar drengurinn er þriggja daga gamall og myndin hægra megin við 40 vikna meðgöngualdur. Þegar myndirnar eru bornar saman má sjá að á seinni myndinni eru komnar miklar langvinnar (e. chronic) lungnabreytingar með óreglulegu netjumynstri þéttinga og yfirþani, sem samrýmist langvinnum lungnasjúkdómi nýbura.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.