Læknaneminn - 01.01.2017, Side 56

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 56
Ri trý nt ef ni 55 í gegnum munninn en það tókst að lokum með aðstoð netháfs. Æxlið var vel afmarkað, 7x3 cm að stærð og staðfesti vefjagreining að um góðkynja fituvefsæxli væri að ræða (myndir 3 og 4). Sjúklingur náði sér vel af aðgerð og var útskrifaður næsta dag. Við eftirlit nokkrum dögum síðar var sjúklingur mun betri af bakflæðiseinkennum sínum og bar sig vel. Umræður Góðkynja fituvefsæxli í maga er sjaldgæf orsök magaopsstíflu. Undir 1% af magaæxlum eru fituvefs æxli3. Þau eru algengust milli fimm tugs og sextugs og eru ívið algengari hjá konum. Æxlin eru oftast staðsett í slímubeði en geta einnig sést í hálu (e. serosa). Þegar æxlin liggja yfirborðs lægt við vöðvalagið valda vöðva samdrættir því að æxlið skagar út í maga holrúmið á svo kölluðum gervi stilk (e. pseudopedicle)4. Æxlin geta fundist hvar sem er í maga en í 75% tilvika eru þau staðsett í magahelli (e. antrum)4. Æxlin saman standa af vel þroskuðum fituvefs­ frumum sem eru um vafðar trefja ríkum bandvefs hjúp (e. fibrous capsule) og hafa gul­ leitt hnút ótt útlit í þverskurðar plani4. Þau eru oftast lítil og einkenna laus en stærri æxli geta valdið einkennum eins og magaops ­ stíflu, kviðverkjum, meltingarvegs blæðingum, hægða tregðu og niður gangi5­7. Magaopsstífla verður vegna þess að æxli í magahelli gengur fyrir og lokar portvarðaropinu. Oftast er stíflan ekki viðvarandi þar sem æxlið er hreyfanlegt4, það færist því til og lokar fyrir portvarðaropið við þarma hreyfingar líkt og í ofangreindu tilfelli. Stífla getur einnig orðið vegna garnar smokkunar (e. intussusception) þar sem æxlið smokk ast gegnum portvarðaropið4. Helstu ein kenni stíflu eru ógleði, uppköst, uppþemba og kvið verkir. Lang­ varandi stífla getur leitt til þyngdar taps og of þornunar. Þar sem stíflan er fyrir ofan skeifu görn eru upp köstin án galls og tapar líkaminn því fyrst og fremst miklu magni af maga­ sýru sem leiðir til efnaskipta lýtingar (e. metabolic alkalosis) með blóðkalíum lækkun og blóðklóríð lækkun8. Annar algengur fylgikvilli góðkynja fituvefsæxlis er blæðandi magasár og sést þetta einkum hjá æxlum sem eru stærri en 3 cm6. Ástæðan er sú að við stærri æxli getur bláæðastöðnun (e. venous stasis) orðið og valdið bláæðarofi. Oftast er um að ræða langvarandi duldar blæðingar og getur þetta komið fram sem járnskortsblóðleysi7. Algengustu orsakir magaopsstíflu og blæðinga frá efri meltingarvegi eru illkynja æxlisvöxtur og H. pylori sýkingar. Það er því mikilvægt að útiloka slíkt við klíníska uppvinnslu sjúklings. Í ofangreindu tilfelli var tekið sýni til að skima fyrir H. pylori og reyndist það vera neikvætt. Til greiningar á góðkynja fituvefsæxli í maga liggur tvennt til grund vallar; magaspeglun með vefjasýnatöku og tölvu­ sneiðmynd. Í ofan greindu tilfelli var sjúklingur tvívegis speglaður og vefjasýni tekið. Í bæði skiptin fannst ekkert nema eðlilegur vefur. Þessu hefur verið vel lýst og stafar af því að æxlið liggur djúpt í slímubeðnum og nægur vefur fæst því ekki til greiningar5. Tölvusneiðmynd sýndi einsleitt vel afmarkað fituríkt æxli. Rannsóknir hafa sýnt að tölvusneiðmynd er nægjanleg til greiningar á góðkynja fituvefsæxli, er þá miðað við að æxli sé einsleitt og hafi röntgenþéttni milli ­70 og ­120 Hounsfield6,9,10. Ef vafi liggur á greiningu er mælt með að allar fyrirferðir neðan þekjufrumulags yfir 1 cm að stærð séu rannsakaðar með holsjárómskoðun (e. endoscopic ultrasound)11. Nokkur atriði í magaspeglun er hægt að nýta sér til þess að greina góðkynja fituvefsæxli frá öðrum hnútum í maga. Fituvefsæxli eru almennt slétt og vel afmörkuð. Þau eru mjúk og eftirgefanleg og breyta um lögun og staðsetningu við eðlilegar þarmahreyfingar maga. Ef þrýst er á æxlið gefur það eftir og hefur dæmigerða svampkennda áferð. Auk þess er oft eftirgefanleg slímhúð fyrir ofan æxlið og hefur það verið kallað tjaldmerki (e. tenting)10. Í ofangreindu tilfelli voru staðsetning og útlit æxlis ásamt aldri sjúklings dæmigerð fyrir góðkynja fituvefsæxli. Tölvusneiðmynd sýndi dæmigert útlit fituvefsæxlis og var því hægt að staðfesta greininguna þó að vefjasýni hafi ekki Mynd 2. Mynd tekin í magaspeglun sem sýnir góðkynja fituvefsæxli sem teygir sig inn í magahelli. Við magahreyfingar smokkaðist æxlið yfir portvarðaropið og hindraði flutning fæðu niður í skeifugörn. Mynd 3. Mynd tekin eftir að æxli hafði verið fjarlægt í magaspeglunaraðgerð. Æxlið var vel afmarkað í trefjaríkum bandvefshjúp og reyndist um 7x3 cm á stærð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.