Læknaneminn - 01.01.2017, Page 57

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 57
Ri trý nt ef ni 5656 getað gefið vefjagreiningu. Sjúklingur lýsti dæmigerðum einkennum magaopsstíflu, það er kvið verkjum og uppþembu. Auk þess versnuðu undirliggjandi bakflæðis­ og astmaeinkenni sjúklings. Ástæðan fyrir því er að við magaopsstífluna jókst þrýstingur í maga og jókst þar með bakflæði magasýru upp í vélinda og munn. Magasýra og fæða bárust svo til öndunarfæra með ásvelgingu og ollu ertingu í hálsi, endurteknum berkjusýkingum og versnun á undirliggjandi astmasjúkdómi hans. Áður fyrr var mælt með því að æxli stærri en 3 cm væru fjarlægð með hefðbundinni aðgerð frekar en gegnum holsjá vegna aukinnar hættu á blæðingum og garnarofi12. Með nýrri og bættri tækni hefur hins vegar aukist að stærri æxli séu fjarlægð gegnum holsjá með góðum árangri13,14. Að auki er frekar mælt með holsjáraðgerð ef æxli er takmarkað við slímubeðinn en opinni aðgerð ef æxli liggur í eða undir vöðvalagi15. Í ofangreindu tilviki var ákveðið að fjarlægja æxlið í gegnum holsjá (e. endoscope). Kosturinn við holsjáraðgerð er sá að inngripið er mun minna og batinn því sneggri. Ofangreindur sjúklingur gat því útskrifast næsta dag og var kominn aftur til vinnu innan fjögurra daga. Ef holsjáraðgerð hefði ekki verið möguleg hefði Billroth aðgerð verið framkvæmd. Þá er neðri hluti maga fjarlægður og magasmágirnis samgötun mynduð. Ýmist er hægt að tengja magastúfinn beint við skeifugörn (Billroth I aðgerð) eða tengja maga við ásgörn og skilja eftir lausan skeifugarnarstúf (Billroth II aðgerð). Nokkrum mögulegum aðferðum hefur verið lýst til að fjarlægja góðkynja fituvefsæxli gegnum holsjá15. Ofangreind aðgerð var framkvæmd með slímubeðsflysjun gegnum holsjá, eins og lýst var að ofan. Kostur þessarar aðferðar er sá að hægt er að losa æxlið frá samliggjandi slímubeði með mikilli nákvæmni og þannig takmarka hættuna á því að æxlisleifar sitji eftir í slímubeðnum. Þessi aðferð hentar vel fyrir stærri æxli sem eru takmörkuð við slímubeðinn og skaga inn í holrými15. Hún er hins vegar tæknilega erfið og krefst mikillar reynslu af magaspeglunum. Þetta er svo vitað sé stærsta æxli sem fjarlægt hefur verið gegnum holsjá hérlendis. Samantekt 55 ára karlmaður með sögu um vélindabakflæði, vélindagapshaul af gerð B og astma leitaði til læknis vegna versnandi brjóstsviða­ og astmaeinkenna. Versnunina mátti rekja til stórs góðkynja fituvefs æxlis sem lokaði portvarðaropi í maga. Þetta leiddi til aukins þrýst ings í maga sem jók bakflæði magasýru upp í vélinda og munn og þaðan til efri öndunarvegar. Góðkynja fituvefsæxli eru sjaldgæf en mikil væg orsök magaopsstíflu sem ýmist er hægt að greina á tölvu sneiðmynd eða með magaspeglun. Í ofangreindu tilfelli var hægt að fjarlægja æxlið með holsjár aðgerð og þar með létta á einkennum sjúklings með minniháttar inngripi og snöggum bata. Fengið var upplýst, skriflegt samþykki sjúklings og birting tilkynnt Persónuvernd. Þakkir Jóhann Heiðar Jóhannsson fyrir hjálp við nýyrðasmíð. Mynd 4. Vefjagreining sýndi einsleitan fituríkan vef og staðfesti að um góðkynja fituvefsæxli væri að ræða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.