Læknaneminn - 01.01.2017, Page 61

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 61
Ri trý nt ef ni 6060 Greining og meðferð Fengið var álit brjóstholsskurðlækna vegna áhrifa æxlisins á aðlægar æðar en ekki var talin ástæða til inngripa. Ómstýrð grófnálarástunga var framkvæmd á eitli ofan viðbeins (e. supraclavicular node) og sýni sent í meinafræðirannsókn. Í ljós kom dreifð íferð stórra eitilfrumna með óreglulega kjarna, sumar frumurnar voru með tært umfrymi og talsvert var af litlum virk juðum eitil frumum í bak grunni (mynd 3). Ónæmis svipgerð (e. immuno- phenotype) frumnanna var CD20+, bcl6+/­, CD10­, CD23­, CD30­, CD45­ og CD5­ (e. cluster of differenti ation). Merki um fjölgun æxlis­ frumna með rann sókn á Ki­67 var 30­40%. Þessar niður stöður passa við stóreitilfrumu æxli af B­frumu gerð, ekki­Hodgkins sjúk dóm. Í fram­ haldinu var tekið beinmergs sýni til rann sóknar sem sýndi ekki merki um dreifingu sjúkdómsins í beinmerg. Í kjölfar greiningar var hafin lyfjameðferð með cýklófosfamíð, doxórúbisín, vinkristín, prednisón og rítúxímab (R­CHOP). Eftir fyrstu krabbameinsmeðferðina fór konan í jáeindaskanna (e. PET-scan) og kom þar ekki fram önnur útbreiðsla sjúkdóms en lýst hafði verið áður. Æxlið reyndist því vera af stigi IIB þar sem dreifing var í ofanviðbeins­ eitil og B­einkenni til staðar. Svörun við meðferð hefur verið góð og sjúklingurinn þolað hana vel. Umræður Fyrirferðir í miðmæti Miðmæti brjósthols afmarkast til hliðanna af fleiðruholi, að ofan af inntaki brjósthols (e. thoracic inlet) og að neðan af þindinni og má skipta því upp í fram­, mið­ og afturhólf. Fyrirferðir í mið mæti geta verið mjög margvíslegar, ýmist góðkynja eða illkynja og skiptir staðsetning þeirra miklu máli við greiningu. Líkur á ill kynja vexti fara aðallega eftir staðsetningu fyrirferðarinnar, aldri sjúklings og því hvort einkenni eru til staðar eða ekki1. Yfir tveir þriðju hluta fyrirferða í miðmæti eru góðkynja, en fyrirferðir í fram hólfi eru líklegri til að vera illkynja en fyrirferðir í öðrum hólfum2. Framhólf miðmætis inniheldur meðal annars hóstarkirtil, fituvef og eitla og er um helmingur fyrirferða í miðmæti staðsettur í því hólfi2. Algengustu fyrirferðirnar í framhólfi miðmætis eru góðkynja æxli í hóstarkirtli (e. thymoma) og eitilfrumu. Dæmigert er að góðkynja æxli í hóstarkirtli séu tilviljunargreining við myndrannsókn á brjóstholi og skurðmeðferð er kjörmeðferð við þeim. Dæmi um aðrar fyrirferðir í framhólfi miðmætis eru kímfrumuæxli, æxli frá skjaldkirtli og fituæxli. Annars konar fyrirferðir í öðrum hólfum miðmætis eru til dæmis ýmiss konar blöðrur og taugafrumuæxli1. Illkynja eitilfrumuæxlum er skipt upp í Hodgkins sjúkdóm og ekki­ Hodgkins sjúkdóm. Eitilfrumukrabbamein í miðmæti eru ýmist hluti af dreifðum sjúkdómi eða frumkomin í miðmæti. Hodgins sjúkdómur er mun sjaldgæfari en ekki­Hodgkins sjúkdómur, en Hodgkins sjúkdómur dreifist oftar í miðmæti1,3,4. Einangruð, frumkomin eitilfrumukrabbamein í miðmæti eru um 10% eitilfrumu­ æxla í miðmæti, en algengustu tegundir frumkominna eitilfrumu æxla í miðmæti eru æxli af Hodgkins tegund auk stóreitilfrumu æxla og blastfrumueitilfrumuæxla (e. lymphoblastic lymphoma) af ekki­Hodgkins tegund4,5. Einkennum fyrirferða í miðmæti er skipt í staðbundin einkenni, sem stafa af áhrifum fyrirferðarinnar á aðlæga vefi, og almenn einkenni. Algengustu einkenni fyrirferða í miðmæti eru hósti, brjóstverkur og mæði. Önnur staðbundin einkenni, og alvarlegri, geta verið and nauð Mynd 3. Vefjasýni úr ofanviðbeinseitli. Myndin sýnir íferð stórra eitilfrumna með óreglulega kjarna og litlar, virkjaðar eitilfrumur í bakgrunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.