Læknaneminn - 01.01.2017, Side 66

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 66
Fr óð lei ku r 65 Horfa Mikilvægt er að sjúklingur fari úr fötum svo axlir sjáist greinilega. Skoðun hefst á því að bera saman axlirnar. Hver er staða axlarinnar, er önnur öxlin neðar en hin? Er önnur öxlin framar en hin? Við venjulegar kringumstæður er hægt að sjá eftirtalin landamerki og rétt er að staðsetja þau áður en lengra er haldið: Bringubein (e. sternum), sternoclavicular liður, viðbein, krummanefsbein (e. coracoid process), acromioclavicular liður og axlarhyrna. Leita skal eftir bólgu, ósamhverfu (e. asymmetry), vöðvarýrnun, örum, marblettum og bláæða­ þenslu. Aflaganir eins og framstæðar axlir geta komið fyrir í öxlum sem hafa farið úr lið að framanverðu og eru líklegri til að vera með axlarklemmu einkenni. Herðablaðsvængir (e. scapular-winging), vegna serratus anterior eða trapezius vanvirkni, geta tengst óstöðug ­ leika í öxlinni. Við sýnilega rýrnun á supraspinatus eða infraspinatus er ástæða til frekari uppvinnslu með tilliti til rotator cuff slits, suprascapular taugaklemmu eða taugakvilla. Hlusta Hlusta skal eftir braki eða smellum og reyna að gera sér grein fyrir hvaðan þeir koma. Það getur verið vegna liðskemmda í einhverjum liðanna eða útvaxtar (e. exostosis) á undirhlið herðablaðs. Þreifa Rétt er að þreifa acromioclavicular og sterno- clavicular liði fyrir eymslum. Þreifa þarf einnig fremri glenohumeral liðinn, axlarhyrnu og herðablað fyrir eymslum. Rétt er að þreifa að framanverðu í skoru tvíhöfða (e. bicipital groove) eftir eymslum í tvíhöfðasin. Því næst er þreifað yfir vöðvafestum. Byrjað er á rotator cuff festum. Þreifað er yfir stærri beinhnjósk (e. greater tuberosity) þar sem supraspinatus, infraspinatus og teres minor vöðvarnir festast allir, í þeirri röð, byrjað framan til og farið aftur. Einnig er rétt að þreifa deltoid festu og krummahyrnu. Þreifa skal í handarkrika eftir eitlastækkunum. Muna þarf að þreifa yfir hálsliðum ef tilefni er til. Hreyfigeta Öxlin leyfir mikla hreyfingu um liðinn og er því mikilvægt að bera saman hliðar þegar kemur að því að meta hvað sé eðlilegt við skoðun hjá hverjum og einum. Skoða þarf bæði virka (e. active) hreyfigetu og óvirka hreyfigetu. Virk hreyfing er þegar sjúklingur hreyfir öxlina en óvirk hreyfing er þegar skoðandi hreyfir öxlina. Ef virk hreyfigeta er eðlileg er óvirk hreyfigeta það að sjálfsögðu einnig og óþarfi að skoða sérstaklega. Ef um tap á virkri hreyfigetu er að ræða án taps á óvirkri hreyfigetu er líklegra að ástæðuna sé að finna í taugum, vöðvum eða sinum heldur en í liðnum sjálfum. Við tap á óvirkri hreyfigetu er líklegt að ástæðuna sé að finna í liðnum sjálfum. Við fráfærslu verður hreyfing um glenohumeral liðinn og scapulothoracic liðinn. Hægt er að einangra glenohumeral liðinn með því að halda herðablaðinu kyrru. Fyrstu 20­ 30° þarfnast ekki hreyfingar um scapulothoracic liðinn. Þegar handleggur er innsnúinn (lófinn niður) er hægt að fráfæra að 120°. Ekki er hægt að komast lengra en 120° nema handleggur sé útsnúinn (lófi upp). Verkur við fráfærslu við 60­100° nefnist painful arc og er líklega uppruninn frá rotator cuff eða subacromial bursunni. Verkur við 180° er líklega vegna acromioclavicular verkja. Aðfærsla (e. adduction) er því næst prófuð. Sjúklingur ætti að geta sett handlegg þvert yfir brjóstkassa í um 45°. Því næst er sjúklingur beðinn um að lyfta höndum fram og svo yfir höfuð. Verkur við þetta getur gefið til kynna að verkurinn sé upprunninn í glenohumeral liðnum. Apley scratch test (mynd 2) er önnur aðferð við skoðun axlarhreyfinga. Sjúklingur er beðinn um að teygja sig upp aftur fyrir höfuð og klóra sér á herðablaði hinu megin. Með þessu er verið að prófa fráfærslu og útsnúning. Einnig er hægt að prófa innsnúning og aðfærslu með því að fá sjúkling til að setja hendina fyrir aftan bak og teygja hana í átt að neðri hluta herðablaðs hinu megin. Taka skal fram hversu hátt sjúklingur nær að teygja sig við þetta próf ef meta þarf árangur af meðferð seinna meir. Mat á rotator cuff Rotator cuff rifur eru líklega algengustu sinaskaðar hjá fullorðnu fólki. Þegar verið er að skoða rotator cuff er mikilvægt að bera saman hliðar. Hreyfigeta og styrkur eru ólík milli einstaklinga. Þess vegna getur reynst erfitt að greina vægar breytingar við skoðun. Mikilvægt er að taka eftir eymslum og kraftminnkun. Mynd 2. Apley scratch test. Mynd 3. Empty can test. Sjúklingur ýtir upp gegn mótstöðu. Prófar styrk supraspinatus. Mynd 4. Útsnúningur. Prófar styrk infraspinatus.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.