Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 78
Fr
óð
lei
ku
r
77
HEIMILISLÆKNINGAR
Hófst 1995. Ný marklýsing samþykkt vorið 2017.
Fjöldi ára: Allt að 5 ár, þ.e. fullt sérnám.
Fjöldi staða: Um 810 á ári, af þeim a.m.k. tveir á lands
byggðinni. Nú er 41 sérnámslæknir í prógramminu.
Alþjóðleg viðurkenning: Prógrammið hefur verið
í tengsl um við EURACT (evrópsk kennarasamtök
heimilis lækna). Al þjóðleg viður kenning eða sérstök
vottun tíðkast ekki á Norður löndunum sem við berum
okkur helst saman við.
Skipulögð kennsla: Gert er ráð fyrir þremur árum
í heilsugæslu. Þar hefur hver sérnámslæknir sinn
lærimeistara sem fylgist með framvindu sérnámsins.
Á heilsugæslu eru vikulegir nótna/tilfellafundir,
fræðslu fundir og læknafundir. Einnig er mánaðarlega
fylgst með sérnámslækni í viðtali á myndbandi. Gert er
ráð fyrir tveimur árum á sjúkrahúsi, þar af átta mánuðum
á lyflækningadeild og fjórum mánuðum á barna,
kvenna, geð og bráðadeild, þó með möguleika á
sveigjanleika og vali. Á sjúkrahúsi er sérnámslæknum
viðkomandi deilda fylgt. Fræðileg hópkennsla fer fram
tvisvar í mánuði og Balint fundir tvisvar í mánuði.
Vinnubúðir eru haldnar utan höfuðborgarinnar árlega
og annað hvert ár er farið á Balint fund í Oxford.
Mat: Lagt er fyrir svokallað „inservice“ próf, árlegt
banda rískt próf sem allir sérnámslæknar í heimilis
lækningum þar í landi taka.
Rannsóknarvinna: Gert er ráð fyrir rannsóknar
verkefni. Skipulagður er svokallaður Sólvangsdagur
árlega þar sem sérnámslæknar hittast og fara yfir
hugmyndir og framgang rannsóknarverkefna.
Hófst 2003.
Fjöldi ára: Allt að 5 ár, þ.e. fullt sérnám.
Fjöldi staða: 812 í heild.
Alþjóðleg viðurkenning: Námið er unnið út frá
alþjóðlegum viðurkenndum stöðlum án formlegrar
alþjóðlegrar viðurkenningar enn sem komið er.
Skipulögð kennsla: Tveir heilir sérnámsdagar í
mánuði með mætingarskyldu. Farið er yfir helstu þætti
geðlæknisfræðinnar og boðið upp á hóphandleiðslu í
samtalsmeðferð. Námið fer fram með fyrirlestrum,
umræðum, vettvangsferðum og hópavinnu.
Mat: Um 70% sérfræðinga á geðsviði hafa lokið
handleiðaranámskeiði hjá Royal College of Physicians.
Allir námslæknar halda úti rafrænni námsframvindubók
(e. logbook) og fara yfir hana með handleiðara minnst
mánaðarlega. Handleiðarar fylla árlega út matsblað
um klíníska vinnu og framkomu. Sérnámslæknar
GEÐLÆKNINGAR
svara árlega formlegu sjálfsmatsblaði. Árlega er lagt
fyrir bandarískt stöðupróf fyrir lækna í sérnámi
í geðlækningum, PRITE (Psychiatric Resident In
Training Examination). Það er krossapróf og notað
sem mælitæki fyrir árangur og framfarir sérnámslæknis,
auk styrkleika og veikleika prógrammsins samanborið
við námið í Bandaríkjunum. Einnig er árlegt munnlegt
stöðvapróf, OSCE (Objective Structured Clinical
Examination) þar sem lögð eru fyrir fjögur tilfelli og
spurt um greiningu, meðferð og eftirfylgd.
Rannsóknarvinna: Hvatt er til þátttöku í vísindastarfi,
einkum á seinni þremur árum sérnámsins en það er
ekki skylda. Vísindavinnu má viðurkenna til sérnáms
að hluta eða allt að eins árs í aðalgrein. Í boði er
rannsóknarvinna til meistara eða doktorsgráðu við
Læknadeild HÍ ásamt fræðslu um skipulagningu
rannsókna, safngreiningar, möguleika á rannsóknum
á þjónustu, gæðaverkefnum og ritun fræðigreina.