Læknaneminn - 01.01.2017, Page 80
Fr
óð
lei
ku
r
79
BRÁÐALÆKNINGAR
Hófst 2002.
Fjöldi ára: Allt að 3 ár, hugsanlega lengra síðar.
Fjöldi staða: 15 í heild.
Alþjóðleg viðurkenning: Stefnt er að formlegri
viður kenningu samkvæmt kröfum Royal College of
Emergency Medicine (RCEM) í Bretlandi haustið
2017. Stefnt er að því að allir sérnámslæknar í bráða
lækningum á Íslandi ljúki SKBL (samþætt kjarnanám
í bráðagreinum lækninga), sem er eina leiðin inn
í bráða lækningar í Bretlandi. Einnig hefur bráðadeild
Landspítala hlotið viðurkenningu Australasian College
of Emergency Medicine (ACEM) sem þjálfunarstaður
fyrir diplómanám í bráðalækningum.
Skipulögð kennsla: Sérnámslæknar bera öll tilfelli
undir sérfræðing sem auðveldar mjög handleiðslu,
kennslu og stuðning í starfi. Vikulega eru þrjár klukku
stundir í sérstakri kennslu þar sem farið er yfir nálgun
bráðalækninga á helstu vandamálum. Kennsla er
í formi fyrirlestra en einnig verklegra æfinga í hermisetri,
óm skoðana og sérstakrar þjálfunar í inngripum.
Á vikulegum tilfellafundi er farið yfir lærdómsrík tilfelli.
Tvisvar í viku eru endurlífgunar og slysaæfingar.
Mat: Allir nýbyrjaðir læknar fá aðlögunarvaktir og
handleiðara sem fylgir þeim eftir í sérnáminu. Fundað
er að minnsta kosti tvisvar á ári með handleiðara eða
kennslustjóra þar sem farið er yfir framgang í sérnámi
og líðan í starfi. Námslæknar fá aðgang að ePortfolio
í gegnum RCEM þar sem skrá á alla framvindu,
handleiðslu og kennslu. Standast þarf árlegt stöðumat
til að hljóta framgang upp á næsta ár í sérnámi.
Rannsóknarvinna: Ætlast er til þess að allir náms
læknar sinni annað hvort gæða eða vísindaverkefni.
BARNALÆKNINGAR
Hófst haustið 2016.
Fjöldi ára: Allt að 2 ár.
Fjöldi staða: 12 á ári.
Alþjóðleg viðurkenning: Ekki ennþá en stefnt að því,
mögulega samstarf við Royal College of Pediatrics and
Child Health (RCPCH) í Bretlandi.
Skipulögð kennsla: Fyrirlestrar eru í hádeginu tvisvar
til þrisvar sinnum í viku. Vikulega er greinakynning
í hádeginu, umræðufundur með sérfræðingum og
„grand round“ þar sem áhugaverð tilfelli af deildum
spítalans eru kynnt og rædd. Sérnámslæknir eða
kandídat kynnir áhugavert tilfelli eftir morgunfund
einu sinni í viku með fræðilegri umfjöllun og umræðum
í lokin. SOS (spurningar og svör) er einu sinni í mánuði
þar sem sérfræðingur fer yfir spurningar og svör úr völdu
efni innan barnalæknisfræðinnar. Allir sérnámslæknar
komast á tveggja daga endurlífgunarnámskeið (nýbura
og eldri barna) á námstímanum. Endurlífgunaræfingar
eru allt að þrisvar í viku. Vikulega eru fræðslufundir
sem sérfræðingar spítalans sjá um eða utanaðkomandi
fyrirlesari. Læknanemar í barnalæknisfræði kynna
grein eftir morgunfund tvisvar í viku. Reynt er að
hafa því sem næst óbreytt kennsluprógramm yfir
sumarmánuðina.
Mat: Allir sérnámslæknar hafa handleiðara úr hópi
sérfræðinga sem þeir funda með reglulega og geta
leitað til þess á milli. Auk þess er stefnt að því að hafa
skriflegt og/eða munnlegt próf árlega.
Rannsóknarvinna: Sérnámslæknar eru hvattir til að
vinna rannsóknarverkefni á sérnámstímanum og/eða
vinna klínískar leiðbeiningar með sérfræðingum
spítalans.