Læknaneminn - 01.01.2017, Page 83
Fr
óð
lei
ku
r
82
Sk
em
m
tie
fn
i o
g p
ist
lar
Löngum hefur lækna
nám á Íslandi þótt gott
og til merkis um það haft
að íslenskum læknum
hefur gengið vel að
komast í sérnám erlendis
og þeir staðið sig vel
þar. Leið nýútskrifaðra
íslenskra lækna var fyrst
á kandídatsárið, þar sem unnið
var á skyldu og valdeildum
og í heilsugæslu. Þá tóku við
deildarlæknastöður í fögum sem
unglæknirinn gat hugsað sér að
gera að framtíðarstarfsvettvangi
sínum. Menn lærðu fyrst og
fremst með starfsreynslu og mis
miklu fræðilegu ívafi á sjúkra
stofnunum og í heilsugæslu
en ekki í skipulögðu námi.
Mat á frammi stöðu fólst
í misgóðum vott orðum, fyrst
og fremst um viðveru. Svo var
farið utan til að vinna austan
hafs eða vestan og fá sérfræðileyfi þegar
tíminn samkvæmt íslensku reglugerðinni var
uppfylltur. Margir bættu við akademísku námi
og með áralangri starfsreynslu gaf það af sér
ágæta hæfni og kunnáttu sem nýttist þegar
heim var komið. Viðhorfið var „hér er nóg að
sjá og læra af“ og „það sem dugði mér vel ætti
líka að vera fullgott fyrir þig.“
Þegar til útlanda kom urðu ungir læknar
þó varir við betra skipulag sérnámsins með
skipu lagðri kennslu, skyldunámskeiðum og
jafnvel prófum. Flestir notuðu það til að
bæta þekkingargrunninn í sérgrein sinni.
Oft var þessi starfsemi á vegum öflugra
sam taka sérgreina lækna en líka háskóla,
opinberra heilbrigðis stofnana eða heilbrigðis
yfirvalda. Í enskumælandi heiminum standa
samtök sérgreinalækna (e. colleges) yfirleitt
fyrir framhaldsmenntuninni. Þau eru í reynd
stofnanir sem hafa þróað kröfur um þekkingar
grunn í við komandi fagi. Lokaútkoman,
ábyrgur og góður sérfræðilæknir með góða
faglega þekkingu, er tryggð gegnum náms
kerfin og prófin. Fræðileg þekking er þó
ekki nóg. Bæta þarf við þjálfun sem miðar
að því að læknar verði góðir fagmenn.
Það skiptir máli að hafa tileinkað sér góða
starfshætti í samskiptum við skjólstæðinga,
samstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld, að þekkja
inn á starfsumhverfið í þrengri og víðari
skilningi og að hafa öðlast getu til að koma
að framþróun og umbótum sem stöðugt
þarf í starfi lækna. Fræðilega þekkingin fæst
í kennsluprógrömmum, námskeiðum og undir
búningi fyrir þekkingarpróf (sérfræði próf ),
en líka með eigin þekkingarleit
í fræðigreinum, bókum og á
netinu. Það er svo víðast hvar
verk heilbrigðisyfirvalda (sem
veita starfsleyfin) að tryggja að
lokaútkoman (sérfræðilæknirinn)
sé hæfur starfsmaður.
Þróunin á Íslandi
Á síðustu 23 áratugum hefur
ýmislegt verið reynt á Íslandi til
að bæta leiðina inn í sérnám með
misjöfnum árangri. Kandídats árið
hefur þó að mestu verið óbreytt
og sniðið að þörfum heilbrigðiskerfisins til
að hafa nægilega mönnun á sjúkrahúsum og
í dreifbýlishéruðum. Lækna kandídatar urðu
að klára það til að fá almennt lækningaleyfi.
Kandídatsárið fólst í að uppfylla tíma en
innihald og útkoma þessarar skylduvinnu
skipti litlu máli. Heimilislæknar (Félag
íslenskra heimilislækna) settu árið 1995 fyrstir
upp skipulagt sérnám með mark miðum,
Starfsnám og
sérnám á leið
til framtíðar
Um breytingar á kandídatsárinu
og sérnámi á Íslandi
Reynir Tómas Geirsson
fyrrverandi prófessor, forstöðulæknir á Kvennadeild LSH
Reykjavík og formaður mats- og hæfisnefndar
„Á síðustu 2-3 áratugum hefur ýmislegt
verið reynt á Íslandi til að bæta leiðina
inn í sérnám með misjöfnum árangri.
Kandídatsárið hefur þó að mestu
verið óbreytt og sniðið að þörfum
heilbrigðiskerfisins til að hafa nægilega
mönnun á sjúkrahúsum og
í dreifbýlishéruðum.“