Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 84

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 84
Fr óð lei ku r 83 tíma ramma, náms framboði og kennslu­ stjórn. Um gjörðin var vönduð og námið naut skilnings stjórnvalda sem sáu að fram takið féll vel að eflingu heilsu gæslunnar. Fjár veiting fékkst til að kosta námsstöður. Heilsu gæslan á höfuðborgar svæðinu lagði til hlutastöðu kennslustjóra. Síðan hefur orðið metnaðarfull framþróun námsins þar sem þriðju endur­ skoðun er nýlokið. Á sjúkrahúsunum var fram þróun sérnáms skrykkjóttari, m.a. af því að kennslustjóra störfin voru aukastörf ofan á aðra vinnu og marklýsingar engar eða ófullkomnari en hjá heimilislæknum. Undantekning voru geðlækningar þar sem fram vinda hefur orðið síðustu 10­15 árin og fullt sérnám verið í boði. Í mörgum öðrum greinum má segja að stöðurnar hafi verið eins konar kynning á sérgreininni. Erfitt gat verið að fá þær viðurkenndar erlendis nema að hluta. Fagleg umgjörð (marklýsing og námsskipulag) og grunnstoðir (fjármunir til að kosta námið, ritarar, kennslustjórar) voru ófullnægjandi. Áhuginn einn var ekki nóg. Reglugerð um kandídatsárið og kröfur til sér­ náms (nr. 305/1997 og 1222/2012) var löngu úrelt í ljósi þróunar í nágrannalöndunum þangað sem læknar sóttu í framhalds nám. Ný lög um heilbrigðisþjónustu voru sett 2007 og lög um heilbrigðisstarfsmenn 2012. Í fram­ haldi af því var stofnuð nefnd sem færði reglugerðina að nútímanum og framtíðinni í apríl 2015. Starfsnámið Með reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi (nr. 467/2015) voru stigin grundvallarskref til að aðlaga kröfur um frekara viðurkennt nám lækna eftir kandídats próf að því sem gildir almennt í nágranna löndunum, einkum í Evrópu. Kröfur eru gerðar um inntöku, fastákveðin markmið og fullnustu náms. Námsstaði hérlendis þarf að viðurkenna. Þrjár nefndir sjá um mismunandi þætti í framkvæmd reglugerðarinnar. „Blokka­ nefndin“ sér um skipulagningu kandídats ársins og viðurkenningu þess. Mats­ og hæfisnefnd hefur ákvörðunarvald um form námsins og námsstaði. Umsagnarnefnd landlæknis veitir sérfræðileyfi að námi loknu. Í reglugerðinni er fyrst kveðið á um kandídats­ árið sem nú heitir „starfsnám til al menns lækninga leyfis.“ Það er eitt ár í 100% starfi og jafn framt klínískt nám þar sem dvöl á lyfl ækninga deild og í heilsugæslu er fjórir mánuðir á hvorum stað, tveir mánuðir þurfa að vera á skurð­ eða bráðadeild og tveir mánuðir eru dvöl að eigin vali. Námið hefst í kringum 15. júní ár hvert og blokkirnar skal auglýsa í lok ársins á undan. Heimilt er að vera í hlutastarfi að lágmarki 50% en tíminn lengist sem því nemur. Starfs námið verður að vera á viður kenndri heilbrigðisstofnun með tilvísun í mark lýsingu og með virkri hand leiðslu. Mats­ og hæfisnefnd viðurkennir námsstaði og listi yfir þá er birtur á vef Embættis Landlæknis. Námsstöður í boði eru nú allt að 103­104, þ.e.a.s. 40­41 í heilsugæslu, 49 á Landspítala, 12 á Sjúkra húsinu á Akureyri og tvær á sjúkra húsinu á Akranesi. Framkvæmda­ stjórar viðkomandi heilbrigðis stofnana bera ábyrgð á að starfs þjálfunin sé góð og í samræmi við kröfur mark lýsingarinnar. Heilbrigðis­ stofnunin og náms læknirinn eiga að hafa skrifl egan samning um náms tíma og innhald náms. „Blokkanefndin“ þarf að fá vottorð frá framkvæmda stjórunum um skil á náminu og á grund velli þess ákveður hún hvort það sé full nægjandi. Land læknir veitir almenna lækningaleyfið. Mats­ og hæfisnefnd getur dregið til baka viður kenningu á námsstað ef námið reynist ekki gott og skilyrðum um handleiðslu, náms­ skil og námsaðstöðu er ekki fullnægt, til dæmis að mati „blokkanefndarinnar.“ Marklýsingin fyrir kandídatsárið er rúmar 60 auð lesnar blaðsíður og tekur til bæði spítala­ deilda og heilsugæslu. Hún er aðlöguð að íslenskum aðstæðum úr breskri marklýsingu fyrir starfsnám sem þar er tvö ár (e. foundation years). Marklýsingin er vegvísir um hvernig læknakandídat færist frá háskólanema í fag­ mann sem bæði kann læknisfræði og er starfsmaður heilbrigðiskerfisins með ábyrgð, kunnáttu og góða starfshætti. Starfsmaður sem samfélagið, samstarfsfólk og umfram allt skjólstæðingar geta treyst. Nú er fyrsta kandídatsárið í nýrri mynd liðið. Taka þarf út í samvinnu „blokkanefndar“, framkvæmda stjóra á heilbrigðisstofnunum og mats­ og hæfis nefndar hvernig til hefur tekist. Svo virðist sem margir kandí datar hafi eftir kynningar fundi í júní 2016 ekki notað mark­ lýsinguna sem skyldi. Þá vantar líka að kennarar læknakandídatanna, sérfræðilæknar á deildum og í heilsu gæslu, kynni sér marklýsinguna. Þeirra er að veita læknakandídötunum aðhald í starfs náminu með hliðsjón af marklýsingunni. Því verður litið á liðinn vetur sem aðlögunartíma en frekari afslættir eru ekki fyrirhugaðir. Þróa þarf „spítala kúltúrinn“ þannig að fag mennska og hæfnis kröfur verði í fyrirrúmi. Það er hagur heilbrigðis yfirvalda, stofnana, deilda, starfs­ manna, skjólstæðinga og samfélagsins að vel takist við að lyfta kandídatsárinu á nýjan stall. Sérnám á Íslandi Sérnám þarf samkvæmt nýju reglugerðinni að vera að lágmarki 60 mánuðir eða fimm ár í fullu (100%) starfi í aðalgrein eins og annars staðar í Evrópu. Leyfi eða hlutastöður lengja tímann. Sérgreinarnar eru taldar upp í reglu­ gerðinni (alls 54 auk undirsérgreina) og eru sniðnar að því sem er í Evrópu með hliðsjón af lista Evrópusambands sérfræðilækna (Union Européenne des Médecins Specialistes, UEMS). Lækna félag Íslands er aðili að þeim sam tökum fyrir hönd Íslands og einnig að Evrópu samtökum heimilis lækna (Union Européenne des Médecins Omnipraticiens / Médecins de Famille, UEMO). Sérfræði­ leyfi miðast við að læknir fái leyfið í því ríki þar sem sérnámið fór fram, a.m.k. að meiri hluta og þar sem því lauk. Læknir sem til dæmis tekur tvö ár á Íslandi og bætir við þremur árum erlendis sækir um sérfræðileyfi í því landi þar sem hann lauk náminu. Það leyfi yrði viðurkennt á Íslandi í kjölfarið. Til gagnkvæmra viðurkenninga þarf alls staðar að vera opinberlega viðurkennt nám og viður­ kenndir námsstaðir. Annars er hætt við að nám á deild sem ekki hefur hlotið viðurkenningu muni ekki teljast með þegar sótt er um sérfræði leyfi. Þess vegna er brýnt að skipuleggja námið og námsstaðina hér á landi. Auðvitað nýtist þekking og reynsla af deild sem ekki hefur form lega viður kenningu en best er samt að læra á viður kenndum námsstöðum. Þannig er auðveldast að vinna að því að námstími á Íslandi nýtist til fulls, a.m.k. í Evrópu. Skilyrt er í reglugerðinni að marklýsing fyrir nám á Íslandi skuli taka mið af viðurkenndu námi í nágrannaríkjum Norðvestur­Evrópu. Staðlar fyrir námið og breidd námsins verða að vera áþekk því sem þar er. Ekki er nóg að lýsa eingöngu því sem boðið hefur verið upp á til þessa heldur á að miða við að sérnám feli í sér þekkingaröflun og leiðir til að ná hæfni. Þekking merkir breiða grunnþekkingu í sérgreininni og hvernig hún tengist öðrum þáttum læknisfræðinnar, heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Það þarf gagnsætt inntökuferli í námið, skýra áfangaskiptingu, mat á fram­ gangi frá einum áfanga til þess næsta og lokamat. Áfangaskiptingin þarf að gefa grunn sem nýtist til að ákveða hvort sérnámslæknirinn „Sérnám þarf samkvæmt nýju reglugerðinni að vera að lágmarki 60 mánuðir eða fimm ár í fullu (100%) starfi í aðalgrein eins og annars staðar í Evrópu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.