Læknaneminn - 01.01.2017, Page 85

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 85
Fr óð lei ku r 84 vill halda áfram á sömu braut eða skipta yfir í aðra sérgrein. Lengsta og um margt besta þróunarferli sérnáms í læknisfræði hefur verið í Bretlandi. Önnur lönd, svo sem Norðurlöndin og mörg Evrópusamtök sérfræðilækna, hafa tekið mið af því sem þar hefur verið gert, þó í mismiklum mæli. Tvær sérgreinar bjóða nú fullt sérnám á Íslandi; heimilislækningar og geðlækningar. Þá þarf að taka út námsstaði með tilliti til að stöðu og mann afla, kennslustjórnar og álits sérfræði­ lækna (e. trainers) og sérnámslækna (e. trainees) á staðnum. Viðmið um úttektir munu koma frá Bretlandi og Norðurlöndum. Þriðja endur­ skoðun marklýsingar heimilislækna hefur verið samþykkt og verið er að vinna að úttekt náms staðanna. Brýnt er að koma á fót einum bakgrunni fyrir alla heilsugæsluna í landinu sem hefði það markmið að halda utan um þessa starfsemi (Þróunarstofa heilsugæslunnar). Í geðlækningum er endurskoðun mark lýsingar lokið og námið hefur verið viðurkennt. Í lyf­ lækningum var viðurkennt 2­3ja ára upphafs sérnám í lok nóvember 2016 (afturvirkt fyrir allt nám sem þar hófst eftir 1. september 2016). Þetta nám er sett upp í náinni samvinnu við Royal College of Physicians (RCP) í Bretlandi. Þar með varð það fyrsta viðurkennda sérnámið á Íslandi samkvæmt reglugerð nr. 467/2015. Land spítalinn og Sjúkrahúsið á Akur eyri eru viðurkenndir náms staðir á Íslandi. RCP gerði úttekt á nám inu sumarið 2016 sem mats­ og hæfisnefnd studdist við. Mark lýsingin er hin sama og notuð er í Bret­ landi og er á ensku með for mála á íslensku. Mats­ og hæfis nefnd álítur að þó marklýsing starfs námsins (kandídatsársins) eigi að vera á íslensku þá sé í sérnámi komið inn í alþjóð­ legra umhverfi og ekkert mæli gegn því að nota annað tungumál, svo sem ensku eða sænsku. Marklýsingin verður líkt og upplýsingar um námsstaðina birt á heimasíðu spítalanna/ heilsu gæslunnar og Embættis Landlæknis. Í sam vinnu við RCP hafa nú verið haldin þrjú nám skeið til að kenna kennurum að kenna (e. train the trainers). Þau hafa verið fjölsótt af læknum úr öllum meginsérgreinum læknisfræðinnar á Íslandi enda námskeiðin opin öllum sérfræðilæknum á væntanlegum námsstöðum. Svæfinga­ og gjörgæslulækningar hafa sömu­ leiðis leitað samvinnu við viðkomandi stofnun í Bretlandi, Royal College of Anaesthetists. Þar verður notuð bresk marklýsing en einnig boðin nýstárleg bráðakjarnaleið með lyflækningum og bráðalækningum (e. acute care common stem). Bráðalækningar eru einnig að þróa sitt sér nám í samvinnu við bresku fagsamtökin. Fæðinga­ og kvensjúkdómalækningar höfðu árið 2013 fengið viður kenningu Evrópusamtaka fæðinga­ og kvensjúkdóma lækna (EBCOG) fyrir tveggja ára námsbraut eftir formlega úttekt. Það þarf nú að endurmeta en líka er verið að semja um aðild að breska námskerfinu við Royal College of Obstetricians and Gynaecologists. Skurðlækningar eru í viðræðum við Royal College of Surgeons í Bretlandi og barna lækningar stefna í svipaða átt. Í þessum tveim greinum er eins og í bráðalækningum að vænta ákvörðunar um viðurkennt nám haustið 2017. Bæklunarlækningar hafa haft nokkuð ítarlega og vel gerða námsskrá/marklýsingu að sænskri fyrirmynd. Hún hefur nú verið endurskoðuð. Barna­ og unglingageðlækningar munu miða við staðla sem Evrópusamtök þeirra hafa sett fram. Í augn lækningum er unnið að endur­ mati mark lýsingar. Í meinafræði hefur verið lögð fram nokkuð góð marklýsing sem er í endurskoðunarferli. Því má gera sér vonir um að við lok árs 2017 verði unnt að sækja um inntöku í fullt sérnám með marklýsingum og viðurkenndum náms stöðum í heimilis lækningum og geð­ lækningum, viður kennt sérnám að hluta til í lyf­ lækningum (í gildi nú þegar), barna lækningum, barna­ og unglinga geðlækningum, bráða­ lækningum, bæklunar lækn ingum, fæðinga­ og kvensjúkdóma lækn ingum, meina fræði, skurð lækningum og svæfinga­ og gjörgæslu­ lækningum. Ekki er að sinni áformað að bjóða nám í undir sérgrein á Íslandi. Undantekningin kann að verða héraðslækningar sem undirgrein heimilis lækninga, m.a. í samvinnu við bráða­ lækninga námið og fleiri stofn anir. Þá er sam kvæmt reglu gerðinni mögulegt að sækja um svo kallaða viðbótar sérgrein sem eru nú heilbrigðis stjórnun, lýðheilsufræði, öldrunar­ lækningar fyrir heimilislækna, líknar­ lækningar og verkja lækningar. Er þá unnt að bæta við tveggja ára námi og fá þessa nýju sérgrein viðurkennda til viðbótar sinni fyrri sérgrein. Þessa möguleika þarf að víkka og rætt hefur verið um fíknilækningar í þessu sambandi. Viðbótarsérgreinanám þarf einnig marklýsingar og viðurkennda námsstaði. Mikilvæg viðbót í sérnáminu verður svo rannsókna tengt nám á meistara­ og doktors­ stigi á vegum háskólanna í landinu. Læknadeild Háskóla Íslands kæmi með því að sérnáminu. Rannsóknatengdan tíma í sérnámi þarf að efla og sérnámslæknar eiga að leitast við að nýta sér þá möguleika sem best. Það lengir sérnámið en er mikils virði. Að lokum Oft er sagt að sérnám eigi ekki að stunda á Íslandi. Við séum of lítið samfélag, verðum of heimóttarleg ef við dveljum ekki einhver ár erlendis eða að sérnámið verði ekki nógu gott. Því má til svara að samfélagið hér er ekki síður fjölbreytt en víða erlendis, heilsugæslan ekki verri en erlendis og háskólasjúkrahúsið, Landspítalinn, er á stærð við meðalstórt háskólasjúkrahús á Norðurlöndum þar sem upptökusvæði eru ekki endilega stærri en hér. Við höfum burði til að mennta sérfræðilækna að miklu leyti í flestum stærri sérgreinum læknisfræðinnar og í fæstum undirsérgreinum. Ekki skal gert lítið úr því að heimdraganum sé hleypt og að menn eyði að minnsta kosti 1­2 árum við erlenda stofnun til að víkka sjóndeildarhringinn og bæta í reynslubankann. Aðstæður yngri lækna eru misjafnar og ekki er endilega eins sjálfsagt eða auðvelt og áður að fara til langdvalar erlendis. Sérnám á Íslandi kemur samfélaginu vel því áhugasamur og ötull starfskraftur er mun lengur á landinu, afföll vegna langtíma búsetu erlendis ættu að minnka og starfsemi heilbrigðisstofnana styrkist. Aðrar heilbrigðisstéttir munu fylgja og styrkja sitt sérnám. Þarna er allt að vinna og engu að tapa. Sérstaklega þarf að huga að læknum sem eftir gildistöku reglugerðarinnar í apríl 2015 hófu sérnám þar sem viðurkennd marklýsing eða viðurkenndur námsstaður var ekki til staðar. Þar kann að þurfa millibilsaðgerðir svo nám þeirra fáist a.m.k. að hluta til viðurkennt. Ekki ætti að koma á óvart að heilbrigðis­ ráðuneytið sem setti reglugerðina lagði ekki til fé í framkvæmd hennar. Landspítalanum var gert að útvega það sem til þurfti. Framkvæmda­ nefndirnar („blokkanefnd“ og mats­ og hæfis­ nefnd) njóta þó velvildar í ráðu neytinu og jafnvel fjárstuðnings. Það er ljóst að botninn mun detta úr sérnáminu ef ekki eru til staðar stöður kennslustjóra og ritara eða umsjónar­ fólks. Að fá prógrömm og aðra aðstoð frá nágrannalöndum kostar líka peninga. En allt þarf að byrja og hér hefur byrjunin verið góð. Framhaldið ætti því að verða það sömuleiðis. „Sérnám á Íslandi kemur samfélaginu vel því áhugasamur og ötull starfskraftur er mun lengur á landinu, afföll vegna langtíma búsetu erlendis ættu að minnka og starfsemi heilbrigðisstofnana styrkist.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.