Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 89

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 89
Fr óð lei ku r 88 Líknarlækningar Undirsérgrein almennra lyflækninga Arna Dögg Einarsdóttir Hvar stundaðir þú sérnám? Var í lyflækningaprógrammi Landspítalans og lauk svo samnorrænu framhaldsnámi í líknarlækningum, Nordic Specialist Course in Pallia­ tive Medicine. Hvað felur sérgreinin í sér? Ég starfa á Líknardeild Landspítala sem er staðsett í Kópavogi. Þar sinnum við inniliggjandi sjúklingum, bæði við lífslok og einnig sjúklingum sem koma tímabundið í meðferð vegna erfiðra einkenna. Þá erum við ráðgefandi fyrir Líknarráðgja fateymi Landspítala og þar af leið andi allan spítalann. Að miklu leyti eru þetta almennar lyflækningar, þó minna um uppvinnslu og greiningarvinnu en kannski flóknari einkennameðferð. Þá er mikil áhersla lögð á að sinna fjölskyldunni sem á oft í erfið­ leikum þegar ástvinir eru mikið veikir og jafnvel deyjandi. Við störfum einnig náið með báðum sérhæfðu líknar­heimaþjónustunum, Heimahlynningu Landspítala og Karitas, sem þjóna 150­170 sjúklingum í heimahúsum. Þar erum við læknarnir ráðgefandi varðandi lyfjameðferð og aðra einkennameðferð, förum í vitjanir heim eftir þörfum og höldum fjölskyldufundi. Að lokum sinnum við göngudeildarþjónustu í tengslum við einkennameðferð, bæði á líknardeildinni og á 11B Dag­ og göngudeild krabbameinslækninga. Hvers vegna valdir þú þessa sérgrein? Það er sennilega röð tilviljana eins og oft er. Ég held ég hafi verið þessi týpa sem fannst gaman á öllum deildum lyflækningasviðs en ég fann mig sérstaklega í „rotation“ á Krabbameins­ deildinni og var þar deildarlæknir um tíma. Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir Líknar­ deildarinnar hafði svo samband við mig 2010 þegar ég var heima í fæðingarorlofi og bauð mér að koma að vinna. Ég hugsaði með mér að það gæti verið góð reynsla í starfi ef ég færi í krabbameinslækningar. Mér hafði satt best að segja aldrei dottið í hug að vinna á Líknardeildinni. Síðan ég kom hef ég eiginlega ekki getað slitið mig frá deildinni. Þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að velja þá tók ég ákvörðun um að fara alla leið og ljúka framhaldsnámi í líknarlækningum. Ég sé sannarlega ekki eftir því og vona innilega að fleiri bætist í hópinn. Hvað finnst þér skemmtilegast við vinnuna þína? Mér fannst alltaf gaman og gefandi að vinna með krabbameinssjúklingum, í líknar­ lækningum fæ ég að miklu leyti að halda því áfram þó við sinnum einnig öðrum sjúklinga­ hópum. Vitanlega er maður að sinna fólki á mjög erfiðum tíma í lífi þeirra. Þetta getur verið mjög krefjandi en tilfinningin þegar maður sér árangur í bættri líðan fólks bætir það upp og heldur manni gangandi. Þá myndar maður oft sérstaklega náin tengsl við sjúklinga og fjölskyldur þeirra í þessu fagi og það er einstaklega gefandi. Endurhæfingar lækningar Stefán Yngvason Hvar stundaðir þú sérnám? Bænum Borås í Svíþjóð. Hvað felur sérgreinin í sér? Mat og meðferð á færni­ skerðingu af ýmsum toga hjá fólki sem komið er af bráðastigi á sjúkrahúsi. Hvers vegna valdir þú þessa sérgrein? Mikil fjölbreytni í verkefnum samhliða góðum möguleikum á sérhæfingu. Sérgreinin byggir á heild rænni sýn á úrlausnarefni þar sem starf í teymi er lykilatriði. Hvað finnst þér skemmtilegast við vinnuna þína? Skemmtilegast er vinna með góðu teymi. Góðir vinnufélagar og létt andrúmsloft á vinnu stað gera gott enn betra. Sérgreinar sem minna er talað um Það kannast allir læknanemar við þessa spurningu: „Og ertu svo búin(n) að ákveða í hvaða sérgrein þú ætlar?“ Flestir hafa svarið ekki á reiðum höndum og dvelja löngum stundum við að velta því fyrir sér. Fyrst þarf að ákveða hvort viðkomandi sé lyf- eða skurðmegin. Síðan fara að bætast við fleiri sérgreinar eins og röntgen, geð-, barna- og kvenlækningar, sem eykur enn frekar á valkvíðann. Það eru þó margar sérgreinar sem minna ber á í umræðunni og vert er að velta fyrir sér. Hér er kynning á nokkrum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.