Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 90
Fr
óð
lei
ku
r
89
Atvinnulækningar
Atvinnu- og
umhverfissjúkdómar
Helgi Guðbergsson
Hvar stundaðir þú sérnám?
Ég stundaði sérnám
í Finnlandi. Stofnunin
heitir Työter veys laitos eða
Institute for Occu pational
Health og er stað sett á lóð
Háskóla spítalans (HYKS)
í Helsinki en er einnig
með svæðis stöðvar í nokk rum öðrum borgum.
Upp bygging nám sins endur speglast í þeim
deild um sem starf ræktar eru: Eiturefnafræði
deild, lífeðlis fræði og vinnuvistfræði
deild, sálfræði deild, faraldsfræði deild og
loks atvinnu sjúkdóma deild sem skiptist
í almenna göngu deild atvinnu sjúkdóma,
göngudeild húð sjúkdóma, klíníska lífeðlis
fræði og legu deild. Stærsti hluti námsins fer
fram á atvinnu sjúkdóma deildinni. Kennt var
sérstak lega að meta örorku með hlutlægum
að ferðum. Námið fer að öðru leyti fram
á skipu lögðum nám skeiðum líkt og í Svíþjóð.
Ég fékk deildarlæknis störf á lyflækningadeild
Land spítala viðurkennd sem hluta af sérnámi
sem tók samtals fimm ár. Í Finnlandi þurfa
sérgreinalæknar að standast skriflegt próf
í grein inni í lok námstíma.
Hvað felur sérgreinin í sér? Viðfangsefni
greinarinnar eru víðtæk og má segja að þau
snúi fyrst og fremst að því að leita leiða til að
fyrirbyggja áhrif umhverfisins á heilsu manna
í hinu alkunna samspili erfða, hegðunar og
umhverfis sem veldur sjúkdómum. Oft er
skaðinn skeður þegar sjúklingarnir koma en
markmiðið er að fást við fyrsta stigs og annars
stigs forvarnir ekki síður en þriðja stigs forvarnir
og aðgerðir. Á starfsævinni hef ég fengist við
atvinnusjúkdómagreiningu og eftir atvikum
meðferð, ekki síst á atvinnuhúðsjúkdómum
og –öndunarfærasjúkdómum, vinnuvistfræði
(e. ergonomics), margs konar forvarnir og
hvers kyns kennslu og fræðslu. Einnig
margvísleg embættisstörf í stofnunum eins
og Embætti Landlæknis, Heilbrigðiseftirliti
ríkisins (nú Umhverfisstofnun), Borgarlæknis
embætti, Heilsugæslunni í Reykjavík og
Sjúkratryggingum Íslands. Ég hef einnig
unnið mikið við atvinnuheilsugæslu og
trúnaðarlæknisstörf. Ég starfa nú hjá Sjúkra
tryggingum Íslands og hjá Vinnuvernd ehf.
Hvað finnst þér skemmtilegast við vinnuna
þína? Það besta við þessa sérgrein er hversu
fjölbreytileg viðfangsefnin geta verið og
hve miklir möguleikar eru á að skapa
viðfangsefni og verksvið sjálfur. Ekki er
óalgengt að ferðamannaheilsuvernd sé rekin
af sérfræðingum í atvinnu og umhverfis
sjúkdómum og hef ég verið með slíka
þjónustu í yfir tuttugu ár. Án efa er það einn af
skemmtilegustu þáttunum í minni vinnu þegar
litið er yfir sviðið en markvisst tóbaksvarnastarf
í 12 ár var einnig mjög gefandi viðfangsefni.
Blóðg jafafræði
Anna Margrét Halldórsdóttir
Hvar stundaðir þú
sérnám? Ég stundaði
sérnám mitt í sex ár við
Washington University/
BarnesJewish Hospital
í St. Louis, Missouri í
Bandaríkjunum. Þar fékk ég
sérfræðiviðurkenningu (e.
board certification) í laboratory medicine (clinical
pathology) og transfusion medicine. Að loknu
námi í Bandaríkjunum hélt ég austur um haf til
Svíþjóðar þar sem ég stundaði doktorsnám við
háskólann í Uppsölum samhliða störfum sem
sérfræðilæknir við blóðbankann á Akademiska
Sjukhuset.
Hvað felur sérgreinin í sér? Blóðgjafafræði er
sú sérgrein innan læknisfræðinnar sem fjallar
um inngjöf blóðs og blóðhluta. Sérfræðingar
í blóðgjafafræði starfa yfirleitt í blóðbönkum
sem geta verið sjálfstæðar stofnanir eða deildir
innan sjúkrahúsa eins og raunin er hér á landi.
Undir blóðgjafafræði heyra ýmis undirsvið eins
og hefðbundin blóðsöfnun, sértæk blóðsöfnun
með blóðskilju, blóðhlutavinnsla, rannsóknir á
blóðflokkum og blóðflokkamótefnum, eftirlit
með blóðhag/veiruskimprófum blóðgjafa
og gæðaeftirlit á blóðhlutum. Einnig fer
fram á vegum Blóðbankans tengd starfsemi
eins og söfnun og geymsla blóðmyndandi
stofnfruma, vefjaflokkunarrannsóknir og
vísindarannsóknir. Víða sjá blóðbankar
einnig um meðhöndlun sjúklinga með
blóðskiljuvélum (plasmaskipti, rauðkornaskipti
o.s.frv.), meðhöndlun sjúklinga með ýmis
konar frumum (e. cellular therapy) og koma að
ráðgjöf vegna blóðstorkuvandamála. Læknar
sem eru sérfræðingar í blóðgjafafræði þurfa því
að búa yfir þekkingu á öllum þessum sviðum.
Þeir bera lokaábyrgð á rannsóknarniðurstöðum
og eru öðrum læknum til ráðgjafar varðandi
meðhöndlun sjúklinga með blóðhlutum.
Hvers vegna valdir þú þessa sérgrein?
Ég komst í kynni við blóðgjafafræði
á náms árum mínum í Bandaríkjunum þegar
ég lagði stund á laboratory medicine. Mér
fundust blóðgjafa fræði sameina áhuga minn
á lækninga rannsóknum og sjúkdóma fræði, þá
sérstak lega blóð sjúkdómum. Sérnáms læknar
voru þar í mjög lifandi tengslum við klínískar
deildir í gegnum meðhöndlun sjúklinga með
blóðskiljum og blóðmyndandi stofnfrumum.
Auk þess komu þeir að úrlausn margra vanda
mála á rannsókna deildinni. Það var því oftast
nóg að gera á vöktunum en jafnframt var
vinnan gefandi.
Hvað finnst þér skemmtilegast við vinnuna
þína? Mér finnst kostur að ég get skipulagt
daginn að miklu leyti eftir mínu höfði sem
væri erfiðara ef ég ynni á klínískri deild.
Það er einnig skemmti legt að við vinnum
með ýmsum ólíkum fagstéttum, svo sem
hjúkrunar fræðingum, lífeinda fræðingum,
náttúru fræðingum og auk þess öðrum læknum
bæði innan Blóð bankans og utan. Stór hluti
vinnunnar felst í því að þróa áfram starf Blóð
bankans með því að innleiða nýjar aðferðir og
betrumbæta verkferla í samstarfi við annað
starfsfólk Blóðbankans. Ætli það sé ekki
skemmtilegasti hlutinn við starfið – að kynna
sér nýjungar á sviðinu og koma að því að
innleiða þær á Íslandi.