Læknaneminn - 01.01.2017, Page 97

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 97
Sk em m tie fn i 96 Læknisfræðin þá og nú er um margt ólík og ýmislegt sem áður var talið nauðsyn er nú barn síns tíma. Þó eru til hlutir sem standast tímans tönn. Hér grípum við í hið klassíska rit „Der Mensch gesund und krank“ eftir dr. Fritz Kahn sem gefið var út í Zurich árið 1939. Eins og alvita er var bókin endurútgefin á íslensku í ritstjórn Dr. Med. Gunnlaugs Claessen undir titlinum „Bókin um manninn“ árið 1946. Ritstjóra var hug ­ leikið bókaflóðið mikla í inngangsorðum sínum: ,,Ýmsir sakna þess, hve fátt er um fræðileg rit í bókaflóðinu mikla hér á landi, á móts við allar skáldsögurnar, ævisögurnar, fornritin, ljóðmælin og þess háttar bókmenntir. Víða erlendis eru gefin út alþýðleg tímarit og bækur í flestöllum greinum vísindanna, ekki síst náttúrufræði [...] Það er trúa mín, að jafnt leikum sem lærðum sé gagnlegt að kynna sér undirstöðuatriðin í líffæra- og lífeðlisfræði mannsins.‘‘ Um er að ræða yfirgripsmikið rit þar sem kappkostað er að lýsa undrum mannslíkamans með aðgengilegum og alþýðlegum hætti svo það gagnist hinum almenna lesanda. Bók þessi tekur til tæplega 900 blaðsíðna og eru efnistökin fjölbreytt. Einkennandi er frásagnarstíllinn sem byggir ekki á þurri upptalningu heldur kvikri og lifandi umfjöllun fullri af eldmóð um spennandi grundvallaratriði læknisfræðinnar. Fjallað er um frumurnar, beinagrindina, vöðvana, hringrás blóðsins, öndunina, meltinguna, taugakerfið, húðina, skyn færin og kynferðislífið. ,,Þekkingin um mannslíkamann er ein grein náttúruvísindanna. Flestir eru hugsandi um sjálfa sig og heilsu sína. En þekkingin um gerð líkamans og athafnir er svo fátækleg hjá almenningi, að menn vita vart, hvað það er, sem ræður lögum og útliti mannslíkamans. Fræðslan um manninn hefur einkum beinzt að því að kynna mönnum eðli og orsakir sjúkdóma, en síður verið frætt um það, sem ósjúkt er og mannheilt.‘‘ Þrátt fyrir að þetta sé að mörgu leyti enn góður og gildur texti eru sum atriði sem þykja stinga í stúf í dag. Hér birtum við nokkrar teiknaðar myndir með skemmtilegum myndatextum úr bókinni. Vert er að hugsa sér hvernig horft verður til þeirra rita sem útgefin eru í dag eftir rúm 70 ár eða árið 2088. Maðurinn myndast úr þremur frumlögum, og úr hverju þeirra vaxa mörg líffæri. Úr innlaginu vaxa meltingarfærin (1), úr miðlaginu vex beinagrindin, vöðvar, æðar og blóð (2), en úr útlaginu húðin og taugakerfið (3). Mannshjarta. Efst til hægri á myndinni: Þverskurður af hjartanu. Neðst til vinstri: Smásjárstækkun á hluta af hjartavöðvanum. Hannes Halldórsson fimmta árs læknanemi 2016-2017 1946
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.