Læknaneminn - 01.01.2017, Page 123
Sk
em
m
tie
fn
i
12
2
LÆKNISFRÆÐIN
HINUMEGIN
Valtímabil á 6. ári
í Tasmaníu
Ástríður Pétursdóttir
kandídat 2016-2017
Oft er tekið svo til
orða að eitthvað sé
„hinumegin á hnett
inum“ en sjal dan er
það í bók stafl egri
merk ingu. Það mætti
segja að ef við mynd
um bora okkur niður
í gegn um jörðina þá
mynd um við koma
upp í Tas maníu, eða
a.m.k. þar í kring.
Þegar kom að því að skipuleggja valtímabilið
á sjötta ári þá vorum við ekki lengi að ákveða
að Tasmanía yrði áfangastaðurinn. Við höfðum
lengi vitað að okkur langaði til framandi
lands og þetta er eitt af þeim tækifærum
sem glæpsamlegt er að láta framhjá sér fara.
Hópur nemenda hafði farið til Tasmaníu á
valtímabilinu tveimur árum áður svo tengslin
voru þegar til staðar. Við settum okkur
í samband við hópinn í byrjun fimmta árs og
hófum undirbúning ævintýrisins.
Við komumst í samband við læknadeild
Tasmaníu háskóla (University of Tasmania
School of Medicine) og í kjölfarið var okkur
boðið upp á sex vikna dvöl sem myndi eiga
sér stað víðs vegar á eyjunni. Við vorum fjögur
saman, ég, Elísabet Gylfadóttir, Bergþór
Steinn Jónsson og Gunnar Kristjánsson.
Í fimm vikur var okkur skipt í tvennt á milli
bæja og við eyddum svo síðustu vikunni öll
saman.
Fyrstu tvær vikurnar vorum við öll á bráða
móttöku, við Bergþór í agnarsmáum bæ sem
heitir Latrobe en sú bráðamóttaka þjónar þó
um 15.000 manns. Í bænum bjuggu aðeins
um 2000 manns og var andrúmsloftið eftir
því. Við komum okkur vel fyrir í gamaldags
læknabústað og eyddum dögunum hjólandi
um bæinn, nutum blíðviðrisins og heimsóttum
stöku sinnum barinn í bænum sem vildi svo til
að var staðsettur hinumegin við götuna.
Næstu þremur vikum eyddum við á örlítið
heims borgaralegri hátt, við Gunnar vorum í
höfuð borginni Hobart á meðan Elísabet og
Berg þór voru staðsett í næststærstu borginni,
Launceston. Á heims mælikvarða eru þetta þó
smáar borgir en Hobart geymir mannfjölda
á við stórReykjavíkursvæðið og í Launceston
búa tæplega 90.000 manns. Þessar þrjár
vikur fengum við að velja okkur námsefni,
við fengum ekki öll það sem við vildum en
vorum þó hæst ánægð. Ég var á kvenna deild,
Gunnar á almennri skurð deild, Elísabet
á svæfi ngu og Bergþór á lungnadeild. Á þessum
tíma voru læknanemar í sumarfríi í Tasmaníu
og því var okkur frjálst að velja hvernig við
eyddum dögunum. Ég kaus að koma mér í alla
keisaraskurði sem voru á dagskrá og þar sem
deildarlæknar voru einnig af skornum skammti
fékk ég að aðstoða í fjölmörgum þeirra.
Í Hobart er mikið menningarlíf en sjúkrahúsið
er staðsett í hjarta miðbæjarins. Okkur var
því ekki úr vegi að eyða eftirmiðdögunum
í að spóka okkur í sólinni og virða fyrir okkur
mannlífið.
Síðustu vikuna vorum við öll saman í strand
bænum Burnie og fengum þar að taka þátt
í verklegu námskeiði sem var í boði fyrir
lækna nema Tasmaníuháskóla, þá var runnin
Öll saman við Wineglass Bay á austurströnd Tasmaníu.