Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 123

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 123
Sk em m tie fn i 12 2 LÆKNISFRÆÐIN HINUMEGIN Valtímabil á 6. ári í Tasmaníu Ástríður Pétursdóttir kandídat 2016-2017 Oft er tekið svo til orða að eitthvað sé „hinumegin á hnett­ inum“ en sjal dan er það í bók stafl egri merk ingu. Það mætti segja að ef við mynd­ um bora okkur niður í gegn um jörðina þá mynd um við koma upp í Tas maníu, eða a.m.k. þar í kring. Þegar kom að því að skipuleggja valtímabilið á sjötta ári þá vorum við ekki lengi að ákveða að Tasmanía yrði áfangastaðurinn. Við höfðum lengi vitað að okkur langaði til framandi lands og þetta er eitt af þeim tækifærum sem glæpsamlegt er að láta framhjá sér fara. Hópur nemenda hafði farið til Tasmaníu á valtímabilinu tveimur árum áður svo tengslin voru þegar til staðar. Við settum okkur í samband við hópinn í byrjun fimmta árs og hófum undirbúning ævintýrisins. Við komumst í samband við læknadeild Tasmaníu háskóla (University of Tasmania School of Medicine) og í kjölfarið var okkur boðið upp á sex vikna dvöl sem myndi eiga sér stað víðs vegar á eyjunni. Við vorum fjögur saman, ég, Elísabet Gylfadóttir, Bergþór Steinn Jónsson og Gunnar Kristjánsson. Í fimm vikur var okkur skipt í tvennt á milli bæja og við eyddum svo síðustu vikunni öll saman. Fyrstu tvær vikurnar vorum við öll á bráða­ móttöku, við Bergþór í agnarsmáum bæ sem heitir Latrobe en sú bráðamóttaka þjónar þó um 15.000 manns. Í bænum bjuggu aðeins um 2000 manns og var andrúmsloftið eftir því. Við komum okkur vel fyrir í gamaldags læknabústað og eyddum dögunum hjólandi um bæinn, nutum blíðviðrisins og heimsóttum stöku sinnum barinn í bænum sem vildi svo til að var staðsettur hinumegin við götuna. Næstu þremur vikum eyddum við á örlítið heims borgaralegri hátt, við Gunnar vorum í höfuð borginni Hobart á meðan Elísabet og Berg þór voru staðsett í næststærstu borginni, Launceston. Á heims mælikvarða eru þetta þó smáar borgir en Hobart geymir mannfjölda á við stór­Reykjavíkursvæðið og í Launceston búa tæplega 90.000 manns. Þessar þrjár vikur fengum við að velja okkur námsefni, við fengum ekki öll það sem við vildum en vorum þó hæst ánægð. Ég var á kvenna deild, Gunnar á almennri skurð deild, Elísabet á svæfi ngu og Bergþór á lungnadeild. Á þessum tíma voru læknanemar í sumarfríi í Tasmaníu og því var okkur frjálst að velja hvernig við eyddum dögunum. Ég kaus að koma mér í alla keisaraskurði sem voru á dagskrá og þar sem deildarlæknar voru einnig af skornum skammti fékk ég að aðstoða í fjölmörgum þeirra. Í Hobart er mikið menningarlíf en sjúkrahúsið er staðsett í hjarta miðbæjarins. Okkur var því ekki úr vegi að eyða eftirmiðdögunum í að spóka okkur í sólinni og virða fyrir okkur mannlífið. Síðustu vikuna vorum við öll saman í strand­ bænum Burnie og fengum þar að taka þátt í verklegu námskeiði sem var í boði fyrir lækna nema Tasmaníuháskóla, þá var runnin Öll saman við Wineglass Bay á austurströnd Tasmaníu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.