Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 133
Sk
em
m
tie
fn
i
13
2
Þegar læknaneminn er á miðri önn
Þá er neminn ekki að læra en hann er að hugsa um að
fara að læra og er með samviskubit því hann er ekki
að læra. Hann eldar eitthvað létt og auðvelt en gefur
sér alveg smá tíma í matinn. Þetta er hin klassíska
eggjabaka (e. omelette), skammtur fyrir ríflega einn.
Hráefni:
Steikingarolía
3 egg
Ostur
1/3 laukur
1/2 tómatur
1/3 paprika
1/5 agúrka
Krydd eftir smekk
Kotasæla
Aðferð:
Settu olíu á pönnu og hitaðu nokkuð nálægt hæsta
hita. Skerðu allt grænmetið í bita og hentu lauknum á
pönnuna. Á meðan þú bíður eftir því að laukurinn verði
léttsteiktur þá hrærir þú eggin saman í skál og veiðir
síðan eggjaskurnina upp úr. Settu eggin út á pönnuna
og bættu tómatinum út í. Bíddu í svona mínútu og
settu síðan annaðhvort rifinn ost eða nokkrar ostsneiðar
á annan helming eggjabökunnar. Mistökin hér eru
að setja of lítinn ost, í raun er aldrei slæmt að setja of
mikinn ost*. Lokaðu síðan eggjabökunni, lækkaðu
hitann á pönnunni og steiktu í rúma mínútu. Snúðu
eggjabökunni við og steiktu á hinni hliðinni í rúma
mínútu. Berðu fram með papriku, agúrku og kotasælu**.
Athugaðu að hvar sem er í þessu ferli getur þú kryddað
eggjabökuna, ég krydda eggjabökuna oftast með Herbs
de Province, hvítlaukskryddi, salti og pipar á sama tíma
og ég hræri eggin í skálinni.
*Ég elska ost.
**Eggjabaka og kotasæla passa jafn vel saman og
eplabaka og ís.
Þegar læknaneminn er djúpt sokkinn
í prófum
Þegar neminn er búinn að trassa lærdóminn yfir önnina,
tveir dagar í próf og neminn kominn á það stig að hann
þykist ekki hafa tíma fyrir neitt annað en að læra.
Ég kalla þessa uppskrift einfaldlega: Hámark letinnar.
Hráefni:
2 pylsur eða bulsur
2 pylsubrauð
Tómatsósa
Sinnep
Remúlaði
Steiktur laukur
Hámark
Hrár laukur, smátt skorinn (ef þú hefur sérstaklega
mikinn metnað fyrir réttinum þínum)
Aðferð:
Stilltu örbylgjuofninn á 40 sekúndur á hæsta hita og settu
tvö pylsubrauð inn. Eftir 10 sekúndur tekur þú brauðin
út og setur tvær pylsur (bulsur ef þú ert grænmetisæta)
inn í staðinn, láttu keyra í 2030 sekúndur og á meðan
setur þú meðlæti á pylsubrauðin. Settu lauk og sósur
eftir þörfum, samt helst ekki remúlaði***. Berðu fram
með Hámarki og bon appetit!
***Ekki gott á bragðið, eins og hrein fita og í þokkabót
þvaglitað.