Læknaneminn - 01.01.2017, Page 143
Sk
em
m
tie
fn
i
14
2
BARNEIGNIR
LÆKNANEMA
Grunnnám lækna tekur í það minnsta sex ár og gefur ekki
mikið svigrúm til annarra athafna, sér í lagi eftir að klínísku
árin hefjast. Að því loknu tekur svo alvaran fyrst við þegar
starfsferillinn hefst. Það getur því verið flókið að samtvinna
námið öðrum markmiðum, svo sem barneignum, og því er allur
gangur á því hvenær fólk þorir að láta til skarar skríða. Við
fengum nokkra læknanema og lækna til liðs við okkur til þess
að reyna að komast nær svarinu við spurningunni sem brennur
á mörgum: „Hvenær í læknanáminu er best (skást) að hefja
barneignir?“
Sindri Ellertsson
Csillag
Fyrirhugað útskriftarár
úr Læknadeild: 2018
Frumburður fæddur:
Maí 2013, lok
fyrsta árs.
Hverjir eru helstu kostir þess að hefja
barneignir á þessum tíma? Ég byrjaði í
læknisfræði eftir að hafa lokið öðru námi
þannig að í mínu tilviki vorum við búin að
ákveða að hefja barneignir óháð því hvort ég
kæmist inn eða ekki. Ótvíræður kostur þess að
eignast barn á þessum tíma er aðgangur að
ungbarnaleikskólum FS en strákurinn minn
var 11 mánaða þegar hann fékk leikskóla
pláss þar.
Hvað var erfiðast? Að geta ekki tekið mér
fæðingarorlof þá um sumarið því þrátt fyrir að
námsmenn fái fæðingarstyrk þá er sú upphæð
svo lág að maður getur ekki sleppt vinnu
þegar hún er í boði.
Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil?
Þetta hefur ekki haft mikil áhrif á
námsferilinn þar sem námið hjá mér hefur
fengið að ganga fyrir eins mikið og mögulegt
er. Hugsanlega er þó meðaleinkunnin aðeins
lægri fyrir vikið.
Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Konan
mín tók sér frí frá sínu námi eina önn (haust
2013) en var að vinna að mastersritgerðinni
sinni með strákinn heima þar til hann komst
inn á ungbarnaleikskóla vorið 2014. Á þeim
tíma fengum við mikla hjálp frá ættingjum,
sérstaklega á álagstímum eins og í kringum
próf hjá mér.
Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Byrja
fyrr í læknisfræði!
Hefurðu einhver ráð til læknanema/
unglækna í barneignahugleiðingum?
Að kynna sér vel réttindi varðandi
ungbarnaleikskóla, t.d. að hve miklu leyti
sveitarfélagið sem maður býr í greiðir niður
leikskólagjöldin. Ekki búast við að ungbörn
sofi allan sólarhringinn og verið óhrædd að
biðja vini, ættingja og Læknadeild um aðstoð
þegar og ef þörf er á.
Preklínísku árin
Bríet Einarsdóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017
Marta Sigrún Jóhannsdóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017