Læknaneminn - 01.01.2017, Page 144
Sk
em
m
tie
fn
i
14
3
Ragnheiður
Vernharðsdóttir
Fyrirhugað útskriftarár
úr Læknadeild: 2018
Frumburður fæddur:
Ég átti Vernharð
(Venna) í lok fyrsta
námsársins, 21. maí 2012.
Hverjir eru helstu kostir þess að hefja
barneignir á þessum tíma? Maður er
einfaldlega yngri. Það verður allt erfiðara með
aldrinum. Ég áttaði mig hins vegar ekki á
þessu fyrr en ég eignaðist Viðar, yngri son
minn, í nóvember 2015, þá á fjórða ári. Það
helsta sem mér finnst erfiðara núna en áður er
svefninn, ég átti mun auðveldara með að sofa
lítið og læra mikið þegar ég var 21 árs en 24
ára. Annar kostur þess að byrja barneignir
snemma er sá að þá er hægt að klára þær fyrr.
Hvað var erfiðast? Að finnast ég ekki geta
sinnt náminu, félagslífinu og hvað þá
foreldrahlutverkinu eins vel og ég vildi. Á
tímabili fannst mér rosalega erfitt að finna
alltaf fyrir svona mikill togstreitu. Þetta hefur
hins vegar orðið auðveldara með tímanum. Ég
hef lært að njóta fjölskyldunnar, skólans og
vinanna, allt á sinn hátt.
Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil?
Ég seinkaði mér ekki eftir að ég átti Venna.
Hann fæddist rétt fyrir sumarfrí, ég var heima
um sumarið og hélt síðan áfram á öðru ári um
haustið. Planið var að barnsfaðir minn yrði
heima með hann þessa önn. Það gekk hins
vegar ekki upp, samband okkar var erfitt og
ég sá því um Venna ein. Ég var mjög heppin
að besta vinkona mín bauðst til að vera með
hann á morgnana meðan ég var í skólanum.
Önnin hefði algjörlega klúðrast ef ekki hefði
verið fyrir hana. Venni byrjaði síðan hjá
dagmömmu eftir áramótin. Undir lok annars
námsársins slitum við faðir hans samvistum
og var ég því einstæð í um ár, þar til ég
kynntist núverandi unnusta mínum. Þegar
ég eignaðist Viðar tók ég annan pól í hæðina,
ákvað að róa mig aðeins niður og njóta tímans
með strákunum mínum. Æskuárin þeirra
koma ekki aftur.
Einkunnirnar hafa þó fengið að finna fyrir
barneignunum. Í fyrstu fóru þær hratt niður
á við en svo verður maður einhvern veginn
skipulagðari og nú eru þær meira að segja
hærri en áður. Á heildina litið hafa
barneignirnar því haft jákvæð áhrif á
námsferil minn. Maður þroskast og öðlast
mikla reynslu af því að eiga börn.
Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Ég hafði
mjög gott stuðningsnet sem samanstóð af
góðum vinkonum, systur, bróður, móður og
yndislegum föður. Í mínu tilviki var það að
minnsta kosti nauðsynlegt að eiga þau að þar
sem ég var ein með Venna. Þetta er hins vegar
allt annað þegar maður hefur maka til að deila
foreldrahlutverkinu með.
Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Ég gerði
þetta nú öðruvísi þegar ég eignaðist Viðar.
Þá fór ég í námsleyfi og hafði barnsföður
minn með mér í þessu. Það er líklega það sem
skiptir mestu máli til að þetta gangi smurt
að vera gott teymi, mamman og pabbinn. Það
sem maður getur þó alltaf gert betur er að vera
meðvitaður um að njóta dagsins í dag, njóta
litlu augnablikanna. Þau eiga sér nefnilega
stað á hverjum degi.
Hefurðu einhver ráð til læknanema/
unglækna í barneignahugleiðingum?
Fara eftir því sem hjartað segir. Langi þig
í barn þá mæli ég með því að slá til. Hlutirnir
ganga upp ef þú ætlar þér það. Heimurinn
ferst ekki þó maður þurfi að fresta náminu um
einhvern tíma. Svo stend ég líka í þeirri trú að
það sé ekkert auðveldara að byrja barneignir
þegar maður er loksins kominn á vinnu
markaðinn og byrjaður að feta sín fyrstu
fótspor þar. Margir bíða eftir „rétta tímanum“
til að eignast barn. Ef einhver finnur þennan
rétta tíma má sá hinn sami segja mér hvenær
hann er.
Rósamunda
Þórarinsdóttir
Fyrirhugað útskriftarár
úr Læknadeild: 2019
Frumburður fæddur:
Fæddist 20. janúar 2016.
Vorönn á þriðja ári, tíu
dögum fyrir lokaprófið í faraldsfræði.
Hverjir eru helstu kostir þess að hefja
barneignir á þessum tíma? Það var ekki
skyldumæting í tíma þannig að ég gat verið
heima með barninu og lært án þess að seinka
mér í náminu. Áfangarnir á þessum tíma voru
faraldsfræði og tölfræði, ekki jafn
yfirgripsmiklir og aðrir áfangar í læknisfræði.
Auk þess var ég þegar langt komin með
rannsóknarverkefnið mitt og gat verið heima
að skrifa BS ritgerðina mína.
Hvað var erfiðast? Það að við erum bæði í
læknisfræði var erfitt. Pabbinn var á fjórða ári
sem krefst mikillar viðveru á spítalanum auk
þess sem hann sinnir atvinnufótbolta
meðfram náminu. Fyrsta árið eftir barneignir
er alltaf það viðkvæmasta og var lífið oft
tilfinningalegur rússíbani með tilheyrandi
brjóstaþoku. Hann var þó alltaf með okkur
mæðgur í fyrsta sæti og þannig tókst þetta.
Seinna var það erfiðasta að eiga eins árs
gamalt barn á fjórða ári og pabbinn á fimmta
ári. Eftir kl. 16.00 á daginn og um helgar er
enginn tími til að hvíla eða læra þegar maður
á barn á þessum aldri. Auk þess var hún á
ungbarnaleikskóla en því fylgja oft mikil
veikindi sem herjuðu þá oftast á alla
fjölskyldumeðlimi.
Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil?
Ég þurfti ekki að seinka mér og naut þess að
vera í sumarfríi með barninu eftir þriðja ár.
Þetta hefur haft sín áhrif á einkunnir en með
tímanum lærir maður að skipuleggja sig betur.
Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Ég er
með mjög þétt stuðningsnet en þurfti ekki
mikið að stóla á það. Ég hafði mjög lítinn
áhuga á að fara frá barninu fyrstu mánuðina
og nýtti tímann meðan hún svaf til að læra.
Um haustið var hún orðin tæplega átta
mánaða og þá hentaði mér vel að byrja aftur í
náminu og pabbinn tók við. Hann frestaði
einni önn hjá sér í læknisfræðinni en mun
samt útskrifast með sínum árgangi 2018.
Hann fékk valtímabilið á sjötta ári metið
vegna fyrra náms og mun því taka geð/tauga/
augn á síðustu önninni.
Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Ég
myndi skipuleggja mig betur á fjórða ári, það
er erfitt að setjast niður og læra t.d. um helgar
þegar mann langar helst að vera með barninu
en ég mæli með að fá góða pössun í nokkrar
klukkustundir og gefa sér tíma í að lesa.
Hefurðu einhver ráð til læknanema/
unglækna í barneignahugleiðingum? Bara
„go for it!“ Ekkert toppar það að eignast
afkvæmi í lífinu og þú græðir ekkert á því að
bíða. Það gerði mig að betri og sterkari
manneskju. Ég er með þykkari skráp fyrir
vikið og sé miklu skýrar hvað það er sem
skiptir mig máli í lífinu. Ólýsanleg hamingja
en auðvitað er þetta oft erfitt.