Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 145
Sk
em
m
tie
fn
i
14
4
Klínísku árin
Áslaug
Baldvinsdóttir
Útskriftarár úr
Læknadeild: 2017
Frumburður fæddur:
Ég eignaðist tvíburana
mína í mars 2014, var þá
á fimmta ári.
Hverjir eru helstu kostir þess að hefja
barneignir á þessum tíma? Ég veit ekki hvort
einn tími sé eitthvað betri en annar ef maður
ætlar sér að hefja barneignir í náminu. Til að
svara spurningunni þá er kannski helsti
kosturinn við að eignast barn á fimmta ári sá
að maður er búinn með stóru fögin á fjórða ári
í lyf og skurðlæknisfræði og fögin á fimmta
ári eru kennd fjórum sinnum yfir námsárið.
Því er auðveldara að púsla saman framhaldinu
ef maður tekur sér frí frá námi.
Hvað var erfiðast? Svona námslega séð þá var
erfiðast að þurfa að fresta sér og horfa á eftir
bekkjarfélögunum en að sama skapi var líka
mjög gaman að fara í nýjan bekk og kynnast
fleira skemmtilegu fólki.
Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil?
Ég tók mér rúmlega eitt ár í hlé frá náminu.
Ég þurfti að taka mun lengra hlé en ég hafði
ætlað mér, bæði vegna veikinda á meðgöngu
og erfiðleika við að fá dagvistun fyrir
krakkana. Ég var svo heppin að geta fengið
valtímabilið metið vegna fyrra náms og gat
því útskrifast aðeins einu ári seinna en ekki
einu og hálfu ári.
Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu?
Bæði fjölskylda mín og mannsins míns búa
úti á landi svo stuðningsnetið var ekki mjög
mikið hér í bænum. Þetta var því talsvert
púsluspil, sérstaklega eftir að ég byrjaði aftur
í náminu og krakkarnir komnir í dagvistun.
Maðurinn minn þurfti að sjá um að skutla og
sækja í dagvistun og vera heima með krakkana
ef þau voru lasin þar sem það er almennt
mikil viðveruskylda og lítill sveigjanleiki
í verklegu námi í Læknadeild.
Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag?
Mér dettur ekkert í hug.
Hefurðu einhver ráð til læknanema/
unglækna í barneignahugleiðingum?
Bara láta verða af því :).
Sindri Aron
Viktorsson
Útskriftarár úr
Læknadeild: 2013
Frumburður fæddur:
Vorönn á fimmta ári
(barna/kvenna).
Hverjir eru helstu kostir þess að hefja
barneignir á þessum tíma? Mikið svigrúm á
bróðurparti sjötta árs til að haga hlutunum
eins og maður vildi. Allur munur samanborið
við að vera í þungu verknámi á fjórða ári eða
byrjaður að vinna sem kandídat.
Hvað var erfiðast? Mikil viðvera á
kvennadeildinni skömmu eftir fæðingu var
íþyngjandi á tímum. Óheppilegt var líka að
þurfa að fara út á land í eina viku á sjötta ári.
Þá var ekkert svigrúm til að fara erlendis á
valtímabili sjötta árs sem hafði verið stefnan.
Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil?
Lítil sem engin, tók þrjá mánuði í
fæðingarorlof að loknu sjötta ári og hóf
kandídatsár því ekki fyrr en 1.ágúst.
Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Mjög
þétt. Maki var líka í læknisfræði og seinkaði
sér, hún skipti fjórða árinu upp í tvennt.
Mestu munaði um að vera enn í HÍ þannig að
við fengum pláss á ungbarnaleikskóla FS.
Þannig þurfti hún ekki að seinka sínu námi
frekar og ég ekki neitt.
Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Ekkert.
Hefurðu einhver ráð til læknanema/
unglækna í barneignahugleiðingum? Það er
óneitanlega heppilegt að hafa svigrúmið sem
námið veitir samanborið við það þegar
kandídatsár og deildarlæknastörf hefjast en á
móti kemur að í náminu er oftast einungis í
boði fæðingarstyrkur námsmanna sem er ekki
upp á marga fiska. Í mínu tilfelli spilaði það
sína rullu að við vorum þegar að ala upp
annað barn (úr fyrra sambandi hennar) og
vorum því bundin að því leytinu til. Hluti
ákvörðunarinnar var því á þeim rökvísu
nótum að það væri betra að gera þetta fyrr en
seinna. Nú þegar sérnám er handan við hornið
er ég ánægður að hafa gert þetta á sínum tíma
þannig að nægur tími er liðinn fyrir góð
fjölskyldutengsl að hafa myndast við t.d.
ömmur og afa, frændur og frænkur, að
ógleymdu tungumálinu sem er nú búið að
mótast mjög vel, áður en út er haldið.
Fæðingarstyrkur Læknafélags Íslands
Læknir sem eignast barn, tekur barn til ættleiðingar eða í varanlegt fóstur getur sótt um fæðingarstyrk að fjárhæð kr. 520.000 (fyrir
skatt). Ef foreldrar barns eru báðir læknar greiðist vegna hvers barns öðru foreldri fullur styrkur en hinu foreldrinu hálfur styrkur.
Ef um fjölbura er að ræða hækkar fjárhæðin um 50% fyrir hvert barn. Eingöngu læknar sem starfa og fá greidd laun á Íslandi eiga
rétt á styrknum. Þeir þurfa að hafa starfað í a.m.k. 6 mánuði á Íslandi og sama gildir um kandídata, þ.e. kandídat sem hefur starfað
á Íslandi í a.m.k. 6 mánuði á rétt á styrknum.