Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 146

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 146
Sk em m tie fn i 14 5 Að grunnnámi loknu Bryndís Dagmar Jónsdóttir Útskriftarár úr Læknadeild: 2015 Frumburður fæddur: Vigdís dóttir mín fæddist í júní 2016 um það leyti sem ég var að klára kandídatsárið. Hverjir eru helstu kostir þess að hefja barneignir á þessum tíma? Við vissum að við vildum eignast börn. Mér fannst þessi tímamót rétt eftir útskrift kjörinn tími til að hefja barneignir. Mig langaði að eignast barn áður en ég færi út í sérnám. Auk þess var ég ekki búin að velja sérgrein og sá það sem kost að velja framtíðarstarf með hliðsjón af fjölskyldulífi. Hvað var erfiðast? Ég var mjög hraust á meðgöngunni en það var krefjandi að vera ólétt nær allt kandídatsárið, á þeim tíma þegar allt er nýtt og lærdómskúrfan brött. Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil? Ég náði að klára allt nema tvær vikur á kandídatsárinu svo þetta var nokkuð heppileg tímasetning. Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Ég tók níu mánuði í fæðingarorlof og kærastinn minn tæpa þrjá mánuði. Við erum með margt fólk í kringum okkur sem var tilbúið að hjálpa. Það var í raun helst þegar við vorum bæði byrjuð að vinna aftur að það fór að reyna virkilega á það. Hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Mitt fæðingarorlof tók beint við af kandídatsárinu. Ég varði miklum tíma í að velta fyrir mér hvað tæki við eftir orlofið. Í dag myndi ég vera afslappaðari með það og leyfa því að koma í ljós. Hefurðu einhver ráð til læknanema/unglækna í barneignahugleiðingum? Ég mæli með þessari tímasetningu til að fara út í barneignir. Dæmin sýna að þetta er vinsæll tími. Nýútskrifaðir læknar eru að stórum hluta ungar konur á barneignaaldri svo það ætti ekki að koma neinum á óvart. Fæðingarorlof Kandídatar og læknar fá greitt fæðingarorlof en lækna nemar svokallaðan fæðingarstyrk. Eftirfarandi tölur miðast við árið 2017: • Læknanemar og aðrir námsmenn fá greiddan fæðingar­ styrk. Sé miðað við foreldri í 75­100% námi er upphæðin 164.003 kr á mánuði. • Vinnandi foreldrar fá greitt úr fæðingar orlofssjóði. Mánaðar legar greiðslur eru 80% af meðaltali heildar launa fyrir tiltekið tímabil, þó aldrei hærri en 500.000 kr. • Mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 25­49% starfi er að lágmarki 118.335 kr. • Mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 50­100% starfi er að lágmarki 164.003 kr. Guðrún Dóra Bjarnadóttir Útskriftarár úr Læknadeild: 2009 – Ungverjaland Frumburður fæddur: 2014. Átti ár eftir í sérfræðinginn. Hverjir eru helstu kostir þess að hefja barneignir á þessum tíma og hvað myndirðu gera öðruvísi í dag? Ég held að ég sé pínulítið þroskaðari en þegar ég var tuttugu­ og eitthvað... bara pínulítið. Ég átti stutt eftir í sérnámsprógramminu og því kannski minna álag á mér vinnulega séð. Svefnleysið tekur á og með hverju árinu sem líður er erfiðara að vaka á næturnar og út frá því er ókostur að eignast barn seint. Hvað var erfiðast? Tvímælalaust svefnleysið! Um tíma fannst mér fólk sem eignaðist fleiri börn augljóslega eiga við einhverja alvarlega pathólogíu að stríða. Hver fer sjálfviljugur aftur í gegnum svona svefnleysispakka? Hvaða áhrif hafði þetta á þinn námsferil? Seinkaði mér um tvo til þrjá mánuði. Hausinn var ekki alveg 100% til staðar út af þreytu og ég var algjörlega hömlulaus þegar kom að kaffi­ og pepsimax drykkju! Hversu þétt stuðningsnet hafðirðu? Góður stuðningur frá fjölskyldum okkar. Verð líka að nefna velvild Geðdeildar, ég gat tekið tvo mánuði í frítökurétt til að lengja fæðingarorlof. Hefurðu einhver ráð til læknanema/ unglækna í barneignahugleiðingum? Orðið orlof er tvímælalaust mesta rangnefni sem til er! Sofið eins mikið og þið getið og kaupið bókina Draumalandið um leið og þvagprufan er jákvæð til að vera alveg örugg!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.