Læknaneminn - 01.01.2017, Page 150

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 150
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 14 9 Árangur ósæðarlokuskipta hjá konum á Íslandi Anna Guðlaug Gunnarsdóttir1, Sindri Aron Viktorsson2, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Erlendis eru konur 30­50% sjúklinga sem gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Árangur þessara aðgerða hjá konum hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og var markmið rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti á Íslandi vegna ósæðarlokuþrengsla á árunum 2002­2013, en útilokaðir voru 94 einstak­ lingar sem áður höfðu farið í hjartaaðgerð, ónóg gögn lágu fyrir eða ef ábending fyrir aðgerð var ósæðarlokuleki eða hjartaþelsbólga. Úr sjúkraskrám voru skráð einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma, fylgikvillar aðgerðar og farið var yfir hjartaómanir fyrir og eftir aðgerð. Heildarlifun var metin með aðferð Kaplan­Meier og forspárþættir dauða innan 30 daga metnir með lógitískri aðhvarfsgreiningu. Meðal eftirlitstími var 6,2 ár (bil 1­13,9). Niðurstöður: Af 433 sjúklingum voru 151 konur (34,9%) og var meðalaldur þeirra 2,5 árum hærri karla (72,6 sbr. 70,1 ár, p=0,01). Einkenni beggja kynja voru sambærileg nema hvað konur höfðu martækt oftar sögu um hjartabilun (27,8% sbr. 16,4%, p=0,0071) og sjaldnar blóðfituröskun (39,1 sbr. 50,7%, p=0,027) eða sögu um reykingar (43,9 sbr. 55,2%, p=0,034). Karlmenn virðast um 8% líklegri til að hafa tvíblöðkuloku (22,4% hjá konum sbr. 30,8%, p=0,089). Hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna var 74,6 mmHg hjá konum borið saman við 67,9 mmHg hjá körlum (p=0,016). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (72,2% sbr. 69,6% karla) og alvarlegra (30,5% sbr. 27,8% karla) var sambærileg fyrir konur og karla (p=0,66 og p=0,63). 30 daga dánartíðni var 8,6% fyrir konur en 3,9% fyrir karla (p=0,068) og eftir 5 ár var lifun kvenna 78,6% miðað við 83,1% hjá (p=0,245). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru aldur og NYHA flokkar 3 eða 4. Kvenkyn reyndist ekki sjálfstæður forspárþáttur eftir að leiðrétt var fyrir öðrum forspárþáttum (OR: 2,28, 95%­ÖB: 0,93­5,77). Ályktanir: Á Íslandi eru konur um þriðjungur þeirra sem gangast undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarloku þrengsla. Þær eru rúmlega tveimur árum eldri en karlar þegar kemur að aðgerð og virðast hafa lengra genginn sjúdóm en karlar. Hjá konum er tilhneiging til hærri 30 daga dánartíðni en tíðni fylgikvilla og langtíma lifunar er þó svipaður fyrir bæði kyn. Áhætta á blóðsegum hjá sjúk­ lingum með non­Hodgkin’s eitilfrumu krabbamein Lýðgrunduð rannsókn Anna María Birgisdóttir1, Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir1, Sigrún Helga Lund1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðlækningadeild Landspítala Inngangur: Eitilfrumukrabbamein eru hópur ill­ kynja meina sem eiga upptök sín í eitlum og eitilvef og skiptast í non­Hodgkin’s (NHL) og Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein. Flest NHL eiga uppruna sinn í B­ eða T­eitilfrumum og eru þau um 3% krabbameina á Íslandi. Sum þeirra vaxa hratt og eru ágeng, en önnur vaxa hægt og þarf jafnvel ekki að meðhöndla því sjúklingar geta verið einkennalausir í fjölda ára. Vel er þekkt að krabbamein auki áhættu á blóðsegum, sérstaklega bláæðasegum, en lítið er vitað um segahneigð sjúklinga með NHL. Markmið rannsóknarinnar er að meta áhættu á blóðsegum hjá sjúklingum með NHL miðað við samanburðarhóp og athuga hvort breyting hafi orðið á áhættunni undanfarin ár. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar saman­ stóð af einstaklingum sem greindir höfðu verið með NHL í Svíþjóð á árunum 1980­2013 og allt að fjórum viðmiðum sem pöruð voru við hvern NHL sjúkling á aldri og kyni (n=156.031, tilfelli=40.354, Helga Þórunn Óttarsdóttir 154 Trends in Mode of Access of Benign Hysterectomy Following the FDA Power Morcellation Advisory   Hildur Þóra Ólafsdóttir 155 Gastrointestinal stromal tumor á Íslandi 2004­2015  Hilmar Leonardsson 155 Lifrarbólga af völdum Epstein­Barr­ og cytomegaloveira  Ingvar Ásbjörnsson 155 Gildi berkjuómspeglunar í greiningu og stigun lungnakrabbameins á Íslandi  Íris Kristinsdóttir 155 Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus: Faraldur á Vökudeild Barna­ spítala Hringsins 2015  Ívar Elí Sveinsson 156 Rannsókn á kennslu Bjargráðs – Félags læknanema um endurlífgun  Jóhanna Brynjarsdóttir 156 Nýting biofilm matrix­próteins sem  sérstaks miðlara mótefnavaka í lifandi veikluðu bóluefni við kóleru  Jón Ágúst Stefánsson 156 Mikilvægi DNA bindisvæðisins fyrir flutning MITF inn í kjarna.  Jónas Ásmundsson 156 Krabbamein í leghálsi á Íslandi 2001­2015  Jónas Bjartur Kjartansson 157 Sýkingar hjá sjúklingum með Hodgkin eitilfrumukrabbamein Kjartan Þórsson 157 Sarkmein í stoðkerfi á Íslandi 1986­2015  Kristín Fjóla Reynisdóttir 157 Gastroschisis og omphalocele: Tíðni, sjúkdómsgangur og árangur meðferðar Kristján Orri Víðisson 158 Árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi 2002­2013  Matthías Örn Halldórsson 158 The risk of developing a mismatch  repair deficient (dMMR) colorectal  cancer (CRC) after undergoing  cholecystectomy (CCY)  Rakel Nathalie Kristinsdóttir 158 Langlíf mótefnaseytun B frumna og áhrifavaldar hennar: Lærdómur dreginn af sértækum IgA skorti  Salvör Rafnsdóttir 159 Miðla utangenaerfðir kæliviðbragði  í frumum? Sigmar Atli Guðmundsson 159 Hefur notkun ceftriaxone breyst á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins?  Signý Malín Pálsdóttir 159 Changes in protein expression and activation in rat arteriovenous fistula in vitro  Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir 160 Kynáttunarvandi á Íslandi 1997 ­ 2015: Aldur, kynjadreifing, lífsvenjur, lyfjameðferð, skurðaðgerðir og notkun á annarri þjónustu Valur Guðnason 160 The use of high­density EEG to map out cortical motor activity and reorganization following lower­limb amputation 
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.