Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 153

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 153
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 2 Áunnar erfðabreytingar í BRCA2 tengdum krabbameinum Árni Johnsen1, Ólafur Andri Stefánsson1,2, Jórunn Erla Eyfjörð1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, Háskóli Íslands Inngangur: BRCA2 er eitt þeirra prótína sem miðlar samstæðri endurröðun, sem er viðgerðar­ ferli sem gerir við tvíþátta brot í DNA. Gallar í sam stæðri endurröðun valda auknum óstöðugleika erfðamengisins. Um 0.6% Íslendinga bera stökk­ breytinguna 999del5 í annarri samsætu BRCA2, sú stökkbreyting hefur mikil áhrif á áhættu brjósta, eggjastokka og blöðruhálskirtilskrabbameina og einnig sjúkdómsmynd og horfur þessara sjúklinga. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að greina áunnin CNVs í brjósta, eggjastokka og blöðruhálskirtils krabbameinum og kanna hvort þau væru mis munandi milli arfbera með 999del5 stökk­ breytingu og einstaklinga án stökkbreytingarinnar. Efniviður og aðferðir: Áunnin CNVs í 139 sýn­ um (133 frystum og 6 parafín innsteyptum) voru greind með samanberandi þáttapörun við ör flögur. Sýnin voru úr brjósta krabbameinum úr konum (n=115), brjósta krabbameinum úr körlum (n=8), eggjastokkakrabbameinum (n=10) og blöðruháls­ kirtils krabbameinum (n=6). Niðurstöður: Tap á heilum litningsörmum voru algengari hjá 999del5 arfberum (5.5 vs. 3.5 /sýni, p=0.02). Klösun (e. clustering) æxlissýna eftir CNVs á þeim svæðum sem oftast voru afbrigðileg skipti sýnum í þrjá klasa (e. clusters). Dreifing æxlisgerða var ójöfn meðal klasa (p<0.01) og dreifing 999del5 arfbera meðal klasa var einnig ójöfn (p<0.01), klasi tvö hafði hæst hlutfall 999del5 arfbera. Klasarnir voru ekki sjálfstæðir áhættuþættir fyrir lifun sjúklinga. Mátun svæða (e. network analysis) í erfðamengi 999del5 arfbera bar kennsl á fimm mát (e. modules) af svæðum, sem sýndu fylgni m.t.t. CNVs. Eitt þeirra máta innihélt tap á svæðinu 26­53Mb á litningi 13a, auk taps svæða á litningsörmum 1p, 3p, 8p 14q, 16q, 17p og 22q og aukningu á litningi 8q. Tap á svæðinu 26­53Mb á litningi 13 var algengara í klösum tvö og þrjú (p<0.01). Klasi tvö virtist sýna fleiri breytingar á svæðum í þessu máti. Ályktanir: Brjósta, eggjastokka og blöðruhálskirtils­ krabbamein úr 999del5 arfberum einkennast af tapi á ákveðnum svæðum í erfðamenginu. Klösun sýna byggð á CNVs ber kennsl á þrjá klasa, einn þeirra inniheldur hátt hlutfall 999del5 arfbera, hátt hlutfall eggjastokkakrabbameina og æxli úr þeim hóp sýna miklar breytingar á svæðum sem eru tengd við tap á BRCA2 geninu. Þetta bendir til þess að þessi klasi innihaldi æxli sem eru “BRCA2­like”, þ.e. hafi galla í samstæðri endurröðun. aBRCA2 genið er staðsett á 32Mb á litningi 13. Mislestursstökkbreyting í SMAD3 hefur fylgni við ættlægan ósæðargúlp í brjóstholi á Íslandi Áslaug Dís Bergsdóttir1, Sólveig Grétarsdóttir2, Hilma Hólm2,3, Arnar Geirsson3, Stefán E. Matthíasson4, Kári Stefánsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk erfðagreining, 3Landspítali háskólasjúkrahús, 4Lækning læknastöð Inngangur: Ósæðargúlpur í brjóstholi getur haft lífs­ hættulegar afleiðingar á borð við bráða ósæðar flysjun. Ósæðargúlpar fylgja oft bandvefssjúkdómum eins og Marfans og Loeys­Dietz heilkennum. Talið er að í um 20% tilfella sé ósæðargúlpur í brjóstholi ættlægur, og erfist þá oftast ókynbundið ríkjandi (autosomal dominant). Ýmis gen hafa verið tengd við sjúkdóminn í genarannsóknum víðsvegar um heim. Markmið þessarar rannsóknar var að finna erfðabreytileika sem tengjast ósæðargúlpi í brjóstholi á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Íslensk erfðagreining hefur raðgreint allt erfðamengi (whole genome sequencing) 15.220 Íslendinga og arfgerðargreint um 150.000 Íslendinga með DNA­flögum (chip-typed). Auk þeirra samanstóð rannsóknarþýðið af fyrstu og annarrar gráðu ættingjum arfgerðargreindra, samtals um 300.000 manns. Á tímabilinu 1980­2014 fengu 415 einstaklingar útskriftargreininguna ósæðargúlpur í brjóstholi á LSH. Við bárum arfgerðarupplýsingar þeirra saman við 288.902 einstaklinga án sjúk­ dómsins. Fylgni var könnuð með tvíkosta aðhvarfs­ greiningu og voru marktektarmörk ákveðin með tilliti til alvarleika erfðabreytileikanna. Sanger rað­ greining var framkvæmd til að staðfesta arfbera, og skyld leiki arfbera rekinn með upplýsingum úr Íslendinga bók. Svipgerðarupplýsingum um arfbera og við mið úr sömu fjölskyldu var safnað úr Sögukerfi LSH og úr gagnag runnum sem Arnar Geirsson, Inga Hlíf Melvinsdóttir og Tómas Guðbjartsson höfðu safnað fyrir rannsókn sína á ósæðarflysjun af gerð A á Íslandi. Þá hefur þátttakendum verið boðið í skoðun og hjartaómun. Niðurstöður: Ein stökkbreyting var með mark tæka fylgni við ósæðargúlp í brjóstholi, með gagnlíkinda­ hlutfallið (odds ratio, OR) 95,88 og P­gildið 1,6x10­9 (marktektarmörk voru P = 5,1 x 10­8). Stökkbreytingin er mislestursstökkbreyting í SMAD3 geninu, p.Tyr226Ser, sem veldur því að amínosýran serín kemur í stað týrósíns í stöðu 226 í SMAD3 próteininu (NP_005893.1). Stökkbreytingum í SMAD3 hefur áður verið lýst í tengslum við ósæðargúlp í brjóstholi, bæði sem hluta af Loeys­ Dietz heilkenni, en einnig sem stökum sjúkdómi. Okkur er ekki kunnugt um að þessi tiltekna stökk­ breyting hafi áður verið tengd ósæðargúlpi. SMAD3 stökkbreytingin var staðfest í 11 arfberum sem reyndust allir koma úr sömu fjölskyldunni. Í þessari fjölskyldu eru 7 einstaklingar sem greindust með ósæðargúlp í brjóstholi á aldrinum 27­64 ára, og eru 4 þeirra staðfestir arfberar en hinir 3 hafa ekki verið arfgerðargreindir. Takmarkaðar upplýsingar um svipgerð arfbera benda ekki til þess að stökkbreytingin valdi bandvefssjúkdómi. Ályktanir: Mislestursstökkbreytingin p.Tyr226Ser í SMAD3 hefur sterka fylgni við ættlægan ósæðar­ gúlp í brjóstholi á Íslandi. Stökkbreytingum í SMAD3 hefur áður verið lýst í tengslum við ósæðar gúlp í brjóstholi og týrósín í stöðu 226 er vel varðveitt þróunar fræðilega séð. Því teljum við líklegt að þessi stökk breyting sé að valda ósæðargúlpi í þessari fjölskyldu. Nánari skoðun er þörf til að meta hvort þessi stökkbreyting valdi útbreiddari bandvefssjúkdómi. Ífarandi sýkingar af völdum Streptókokka af flokki B (GBS) hjá ungbörnum á Íslandi Birtingarmynd og erfðafræðilegir þættir bakteríunnar Birta Bæringsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Þórður Þórkelsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2, Erla Soffía Björnsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýklafræðideild Landspítalans, 3Barnaspítali Hringsins Inngangur: S. agalactiae (Streptókokkar af flokki B, GBS) eru gram­jákvæðir keðjukokkar sem finnast í meltingar­, þvag­ og kynfærum manna. Allt að 44% þungaðra kvenna bera GBS bakteríuna í leggöngum einhvern tímann á meðgöngu. Ungbörn geta smitast af GBS bakteríunni frá móður sinni í fæðingu og getur hún valdið alvarlegum sýkingum hjá þeim. Ungbarnasýkingum hefur verið skipt í snemmkomnar sýkingar (EOD) á 1.­6. degi og síðkomnar sýkingar (LOD) á 7.­89. degi. Algengustu birtingarmyndir sýkingar eru blóðsýking, heilahimnubólga og lungnabólga. Helsta markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl birtingarmyndar GBS sýkinga og erfðafræðilegra þátta bakteríunnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til áranna 1975­2014. Upplýsingum um GBS sýkingu ung­ barna, með göngu og fæðingu var aflað úr sjúkraskrám og upplýs ingum um ræktanir úr gögnum Sýklafræði­ deildar. Stofngreining bakteríunnar var fram kvæmd af einum leiðbeinanda verkefnisins, Erlu Soffíu Björns dóttur. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í forritinu R. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu urðu 109 GBS sýkingar hjá ungbörnum á Íslandi, tiltækir bakteríustofnar voru 92 talsins en eina sjúkrskrá vantaði. Gögnin ná til 91 barns, þar af voru 52 snemmkomnar og 39 síðkomnar sýkingar. Nýgengi GBS sýkinga hjá ungbörnum á Íslandi hefur farið lækkandi þó marktæk aukning hafi verið í síðkomnum sýkingum yfir rannsóknartímabilið (p=0.008). Algengustu einkenni barna við upphaf sýkingar voru öndunarerfiðleikar og hiti. Alls greindust 16 stofngerðir af GBS bakteríunni en klónalgerð 17 af hjúpgerð III, með yfirborðspróteinið RIB og festiþræðina PI­1+PI­2b var langalgengust (29%). Klónalgerð 17 reyndist marktækt tengd síðkomnum sýkingum (p<0.001) en hjúpgerð Ib ásamt klónalgerð 10 reyndist marktækt tengd lungnabólgu (p=0.04, p=0.02). Aðrar gerðir bakteríunnar tengdust ekki ákveðinni greiningu ungbarna né heldur var ákveðin gerð sem sýkti frekar fyrirbura. Ályktanir: Klónalgerð 17 er sérstaklega meinvirk gerð bakteríunnar í ungbarnasýkingum á Íslandi. Hún er tengd síðkomnum sýkingum en nýgengi þeirra hefur farið hækkandi. GBS sýkingar geta haft alvarlegar afleiðingar og þá sérstaklega ef börn fá heilahimnubólgu sem hefur í öðrum rannsóknum verið tengd við síðkomnar sýkingar. Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf í fæðingu hindrar aðeins snemmkomnar sýkingar og því er mikilvægt að bóluefnisþróun gegn GBS haldi áfram svo hægt verði að fyrirbyggja sem flestar ungbarnasýkingar af völdum GBS í framtíðinni. Lifun sjúklinga með non­Hodgkins eitilfrumukrabbamein Lýðgrunduð rannsókn Bjarni Rúnar Jónasson1, Ingigerður S. Sverrisdóttir1, Sigrún H. Lund1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðlækningadeild Landspítala Inngangur: Non­Hodgkins eitilfrumu krabbamein (e. non-Hodgkins lymphoma; NHL) er flokkur margra mismunandi tegunda eitilfrumukrabbameina. Í Svíþjóð er NHL um 3% af öllum greindum krabbameinum árlega. Horfur eru mismunandi eftir tegund, gráðu og stigun meinsins en í heildina er 5 ára hlutfallsleg lifun(HL) um 70%. Meðferðin er einnig mismunandi eftir fyrrgreindum þáttum. Hún getur verið allt frá því að vera einingis aukið eftirlit og yfir í það að vera sterk krabbameins­og stofnfrumumeðferð. Algeng lyfjameðferð fyrir mið­ til hágráðu NHL er geislameðferð og R­CHOP (rituximab, cyclophosamide, doxorubicin, vincristine og prednisone) fyrir B­frumu eitilfrumukrabbamein en án rituximab fyrir T­frumu eitilfrumukrabbamein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.