Læknaneminn - 01.01.2017, Side 155

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 155
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 4 greindust á tímabilinu voru Góðkynja barnaflogaveiki (e. Rolandic epilepsy), Góðkynja störuflogaveiki barna (e. Absence epilepsy) og flogaveiki með alflogum. Flogaveik börn áttu 442 komur á tímabilinu, eða um 65,7% af öllum komum vegna krampa. Af öllum börnunum sem leituðu á bráðamóttökuna með krampa á tímabilinu fengu 18 (6,5%) síflog, þar af 13 vegna undirliggjandi flogaveiki, 3 vegna hitakrampa og 2 vegna annars konar krampa. Ályktanir: Ljóst er að börn með krampa mynda tiltölulega fjölmennan hóp sem á margar komur á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Með þessari rannsókn fékkst betra yfirlit yfir þennan sjúklingahóp en áður hefur fengist og er það von okkar að það muni skila sér í bættri þekkingu og þjónustu við þessi börn. Tengsl 5 mínútna Apgars og fæðingar þyngdar við náms árangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla Guðrún I. Þorgeirsdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2, Ingibjörg E. Þórisdóttir3, Inga D. Sigfúsdóttir3, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvenna- og barnasvið, Landspítala, 3Háskólinn í Reykjavík Inngangur: Apgar stigun er samræmt stigunarkerfi sem metur ástand nýbura eftir fæðingu. Kerfið tekur tillit til hjartsláttar, öndunar, vöðvaspennu, svörunar við áreiti og húðlitar og fær nýburinn stig á bilinu 0­10 (0 er verst en 10 best). Stigað er 1 og 5 mínútum eftir fæðingu. Fundist hafa umdeild tengsl milli Apgar stigunar og námsárangurs. Tengsl fæðingarþyngdar léttbura (börn sem fædd eru <2500 g) við námsárangur þeirra eru þekkt. Tengsl fæðingarþyngdar umfram 2500 g við námsárangur eru hins vegar umdeildari. Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna tengsl Apgar stigunar og fæðingarþyngdar við námsárangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla. Rannsóknin er forrannsókn fyrir hluta af rannsókninni Lifecourse sem nú fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Gagnagrunnur var fenginn úr rannsókninni Lifecourse. Þar voru upplýsingar um öll börn sem fædd voru í Reykjavík árið 2000 og búsett í Reykjavík við fæðingu. Tekin voru út úr gagnagrunninum börn með óskráða meðgöngulengd, börn með meðgöngulengd styttri en 37 vikur og börn sem ekki höfðu tekið samræmd próf í 4. eða 7. bekk. Börnunum var skipt í tvo hópa eftir því hvort þau höfðu lága 5 mínútna Apgar stigun (0­6) eða eðlilega (7­10). Tölfræðiforritið R var notað. Parað t­próf var notað til að bera saman einkunnir innan hvors flokks milli ára en óháð t­próf til að bera saman einkunnir milli flokka. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta samband Apgar stigunar (sem talnabreytu) og samband fæðingarþyngdar (sem talnabreytu) við einkunnir. Fjölbreytu línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta sjálfstæð áhrif Apgar stigunar og fæðingarþyngdar á einkunnir. Niðurstöður: Apgar hafði marktæk línuleg tengsl við stærðfræðieikunnir (hallatala 2,8; p=0,004), reikning og aðgerðir (hallatala 2,2; p=0,02), tölur og talnaskilning (hallatala 1,9; p=0,04), og rúmfræði í 4. bekk (hallatala 3,1; p=0,001); og stærðfræði (hallatala 1,9; p=0,04), reikning og aðgerðir (hallatala 2,0; p=0,03), íslensku (hallatala 2,1; p=0,04) og lestur í 7. bekk (hallatala 2,3; p=0,01). Ekki var marktækur munur á einkunnum milli Apgarflokkanna tveggja. Fæðingarþyngd hafði marktæk línuleg tengsl við stærðfræði (hallatala 0,006; p=0,03), reikning og aðgerðir (hallatala 0,005; p=0,04), tölur og talnaskilning (hallatala 0,005; p=0,04), stafsetningu (hallatala 0,007; p=0,01), og ritun í 4. bekk (hallatala 0,005; p=0,03); og íslensku (hallatala 0,006; p=0,003), stafsetningu (hallatala 0,005; p=0,05) og málnotkun í 7. bekk (hallatala 0,005; p=0,05). Ályktanir: Rannsóknin sýndi tengsl milli 5 mín útna Apgars og einkunna, einkum í stærðfræði. Náms­ erfiðleikar barna með lága Apgar stigun í rúmfræði aukast þegar þau eldast. Frekari rannsókna er þörf, enda hér einungis til skoðunar 22 börn með lága Apgar stigun. Rannsóknin sýndi einnig að tengsl eru milli fæðingarþyngdar yfir 2500 g og námsárangurs. Lægri fæðingarþyngd hafði meira forspárgildi fyrir lélegum námsárangri hjá stúlkum en drengjum. Það er óvenjulegt samanborið við aðrar rannsóknir og þarf að rannsaka nánar á stærra þýði. Greining rauðkornamótefna kvenna á Íslandi árin 1996­2015 Áhrif á meðgöngu og afdrif nýbura Gunnar Bollason1, Anna Margrét Halldórsdóttir2, Hulda Hjartardóttir3, Sveinn Kjartansson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbankinn, 3Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Við misræmi á milli blóðflokka móður og fósturs getur móðirin myndað rauðkornamótefni sem geta orsakað fóstur­ og nýburablóðrof (FNB). Árið 1969 hófst á Íslandi fyrirbyggjandi gjöf á RhD immunoglóbúlíni fyrir RhD neikvæðar konur eftir fæðingu RhD jákvæðs nýbura (Rhesusvarnir) sem dró verulega úr tíðni anti­D mótefna í tengslum við meðgöngu. Hins vegar hafa mótefni gegn öðrum mótefnavökum orðið hlutfallslega algengari. Rannsóknin felst í samantekt á tíðni og sértækni rauðkornamótefna í meðgöngu árin 1996­2015 og greiningum á afdrifum nýbura. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um allar konur sem greinst hafa í Blóðbankanum með mótefni á með göngu frá árinu 1996 eru varðveittar í gagna­ grunni Blóðbankans. Gögn um fæðingar kvenna með mótefni í meðgöngu voru sótt í fæðingaskrá og upplýsingar um afdrif nýbura voru fengnar úr sjúkraskrám Landspítala og gagnagrunni vökudeildar Landspítala. Unnið var með gögnin í Excel og forritinu R. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu 1996­2015 voru skráðar 87.437 fæðingar á Íslandi. Í rann­ sókninni voru 1210 tilfelli mótefnamyndunar greind í 915 meðgöngum og 649 konum. Mótefni greindust í 1,03% af heildarfjölda fæðinga á Íslandi. Algengustu mótefnin voru anti­M, í 234 meðgöngum (19,3%), anti­E í 229 (18,9%), anti­D í 150 (12,4%), anti­K í 100 (8,3%) og anti­c í 94 meðgöngum (7,8%). Í 73,1% meðgangna greindist einungis eitt mótefni, í 22.5% tilfella greindust tvö mótefni en í öðrum tilfellum þrjú til fjögur mótefni. Í 575 meðgöngum (62,8%) voru klínískt mikilvæg mótefni reglulega títruð á meðgöngunni; oftast anti­D, eða í 133 meðgöngum (23,1%), anti­E í 126 (21,9%), anti­ Kell í 84 (14,6%) og anti­c í 74 meðgöngum (12,9%). Á tímabilinu þurftu 77 nýburar (8,4%) ljósameðferð vegna FNB, af þeim höfðu 28 anti­D, 27 anti­E, 14 anti­C og 12 anti­c. Níu nýburar fengu blóðgjöf, þar af höfðu sjö anti­D (miðgildi títers 1024), einn anti­c/­E (titer 1/1) og einn anti­E (titer 8). Alls þurftu 17 nýburar (1,9%) blóðskipti eftir fæðingu, þar af voru 13 tilfelli vegna anti­D (miðgildi titers 1024) og fjögur vegna anti­c (miðgildi titers 48). Í þremur meðgöngum fór fram blóðgjöf til fósturs um nafla streng, í öllum tilfellum var um anti­D að ræða. Í hópnum varð eitt fósturlát (anti­D), fjórar andvana fæðingar (anti­K/­S, anti­c/­K/­E, anti­D, anti­c/­E) og eitt andlát á fyrsta mánuði eftir fæðingu (anti­ D/­C) vegna afleiðinga FNB. Ályktanir: Rannsóknin gefur mynd af greiningu rauðkornamótefna á Íslandi í þunguðum konum yfir 20 ára tímabil. Þrátt fyrir Rhesusvarnir voru anti­D mótefni mikilvægasta orsök alvarlegs FNB, þó tíðni anti­D væri aðeins 12,4% af öllum greindum mótefnum. Þörf er á að efla enn frekar Rhesusvarnir á Íslandi með því að innleiða fyrirbyggjandi gjöf RhD immunóglóbúlíns á meðgöngu fyrir RhD neikvæðar konur. Trends in Mode of Access of Benign Hysterectomy Following the FDA Power Morcellation Advisory Helga Þórunn Óttarsdóttir1, Jón Ívar Einarsson2,3 1Faculty of Medicine, School of Health Science, University of Iceland, 2Brigham and Women’s Hospital, 3Harvard Medical School Introduction: In April and again in November, 2014, the U.S. Food and Drug Administration issued a safety recommendation warning against the use of power morcellators in women with uterine fibroids due to concerns of spreading occult malignant tissue in the peritoneal cavity during morcellation. Materials and methods: This study is a retrospective review of all patients who underwent a hysterectomy for benign indications, focusing specifically on those with the diagnosis of fibroids, at Brigham and Women’s Hospital in Boston MA, USA from 2013­2015. Patients were identified from hospital coding records and clinical data extracted from electronic medical records. The rates of abdominal, vaginal, laparoscopic, and robotic­assisted laparoscopic hysterectomy, as well as the incidence of postoperative complications, 60­day readmissions, reoperations, and length of stay, were compared over the study period. Analysis was performed using multivariable linear, multinomial, and logistic regression. Regression models were adjusted for potential confounders. Results: From 2013 to 2015, 1530 patients under­ went hysterectomy for benign indication. Of those, 639 patients underwent the procedure for the indication of uterine fibroids. Focusing on the fibroid patients alone, abdominal hysterectomy increased by 10.0% (19.0% vs. 29.0%), vaginal hysterectomy decreased by 3.3% (5.6% vs. 2.3%), laparoscopic hysterectomy decreased by 6.0% (71.3% vs. 65.3%), and there was little change in the frequency of robotic­ assisted laparoscopic hysterectomy from 2013 to 2015. These trends were not statistically significant however. A 24.0%. decrease in supracervical app­ roach to hysterectomy was noted over the study period. There was no significant difference between the year of surgery and incidence of intraoperative complications or reoperation. Conclusion: We did not observe a notable shift in the mode of hysterectomy or perioperative outcomes at our institution following the FDA’s 2014 safety recommendations regarding morcellation, although the rate of supracervical hysterectomy did decrease marked ly. With changing practice patterns and vigi­ lance surrounding power morcellation, gyne cologic surgeons may still offer patients minimally invasive procedures with all of the accompanying advantages.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.