Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 156

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 156
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 5 Gastrointestinal stromal tumor á Íslandi 2004­2015 Hildur Þóra Ólafsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson1,2, Haraldur Hauksson3, Guðjón Birgisson1,4, Páll Helgi Möller1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rannsókna- stofa í meinafræði, 3Skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, 4Skurðlækninga- deild Landspítala Inngangur: GIST eru sjaldgæf æxli en ein algengustu sarkmein í meltingarvegi og tengjast gangráðsfrumum meltingarvegarins (e. interstitial cells of Cajal (ICC)). Æxlin eru yfirleitt vel afmörkuð. Þau geta komið fram á hvaða aldri sem er en algengasti aldur við greiningu er um 60­65 ára. GIST eru algengust í maga (60%) og þar næst í smágirni (30%). Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna aldur, kyn, einkenni, greiningaraðferðir, meðferð, stigun, árangur meðferðar, nýgengi, endurkomu og dánartíðni sjúklinga með GIST á árunum 2004­2015. Áður höfðu verið tekin saman tilfelli frá árunum 1990­2003 á Íslandi og er markmiðið að bera niðurstöðurnar saman við þá rannsókn og erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn rannsókn þar sem sjúklingar greindir á tímabilinu frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2015 voru fundnir með SNOMED­greiningakóðum. Klínískum og meinafræðilegum upplýsingum var safnað úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala (LSH) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Niðurstöður: Alls greindust 32 einstaklingar með GIST, 18 konur og 14 karlar. Miðgildi aldurs var 68 ár (bil: 35­87). Nýgengi var um 1,0 á hverja 100.000 einstaklinga á ári. Algengasta staðsetningin var magi (n=23) en 8 voru í smágirni. Eitt greindist í þarmanetju (e. omentum). Allir einstaklingarnir fóru í aðgerð. Meðalstærð æxlis var 6,5 cm og reyndust þau öll c­kit jákvæð. Flest æxlin (n=25) höfðu lágan fjölda kjarnadeilinga, 6 háan en hjá einu var það óþekkt. Spólufrumur einkenndu 23 æxli, þekjulíkar frumur tvö en báðar frumutegundir voru fundnar hjá 7. Í 20 tilfellum var sár í slímhúð og drep hjá 10. Flest æxlin voru á stigi II (n=13) en tvö á stigi I, 7 á stigi III og 10 á stigi IV skv. NIH flokkun. Fimm einstaklingar fengu viðbótarlyfjameðferð (e. adjuvant). Fjórir einstaklingar fengu endurkomu æxlis 24 mánuðum (bil: 4­48) eftir aðgerð og voru allir á stigi IV. Heildarlifun eftir 5 ár var um 78% en miðgildi lifunar var 26 mánuðir (bil:6­142). Ályktanir: Nýgengið hér er sambærilegt því sem þekkist í Evrópu. Árangur skurðaðgerða, meðferð og horfur sjúklinga með GIST hafa verið góðar hérlendis. Sjúkdómssértæk lifun er svipuð og í fyrri rannsókn. Langtíma horfur eru sambærilegar við erlendar rannsóknir. Lifrarbólga af völdum Epstein­Barr­ og cytomegaloveira Hilmar Leonardsson1, Einar Stefán Björnsson1,2, Arthur Löve2, Jóhann Páll Hreinsson2, Guðrún Erna Baldvinsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Ekki eru til nýlegar né yfirgripsmiklar faraldsfræðilegar rannsóknir byggðar á lýðgrunduðu þýði um lifrarbólgur af völdum Epstein­Barr­ og cytomegaloveiru. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu oft þessar veirur valda lifrarbólgu hérlendis, hversu margir fá gulu og hvernig sjúk­ lingum reiðir af. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði yfir tæplega 10 ára tímabil, frá mars 2006 til janúar 2016. Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem leituðu sér læknishjálpar á LSH og voru greindir með bráða sýkingu af EBV eða CMV af Veirufræðideild Landspítalans. Upplýsingum var safnað úr sjúkra­ skrám hjá sjúklingum sem voru með hækkuð gildi lifrarensíma í blóði. Niðurstöður: 190 einstaklingar greindust með bráða EBV sýkingu og var vísað til eða greindust á LSH. Alls 82% voru með hækkuð lifrarpróf, 15% með gulu og af þeim voru 46% lagðir inn. Í öllum tilfellum gékk lifrarbólgan yfir án meðhöndlunar og frekari fylgikvilla. Bráð CMV sýking greindist hjá 118 sjúklingum, 69% höfðu hækkuð lifrarpróf en aðeins 9% reyndust hafa gulu. Af þeim með hækkuð lifrarpróf voru 17% ónæmisbældir, 40% voru lagðir inn, 17% fengu veiruhemjandi lyf og 6% voru þungaðar konur. Einn ónæmisbældur sjúklingur lést í kjölfar CMV sýkingar vegna lifrar og nýrnabilunar. Ályktanir: Hátt hlutfall þeirra sem leita á LSH vegna EBV og CMV sýkinga eru með hækkuð lifrarpróf. Umtalsverður hluti sjúklinga með EBV og CMV lifrarbólgu hefur gulu en horfur eru góðar, sjúklingar með CMV lifrarbólgu eru eldri, fremur lagðir inn og líklegri til að vera ónæmisbældir. Ónæmisbældir sjúklingar með CMV geta þurft veiruhemjandi lyfjameðferð. Gildi berkjuómspeglunar í greiningu og stigun lungnakrabbameins á Íslandi Ingvar Ásbjörnsson1, Tómas Guðbjartsson1,2, Steinn Jónsson1,3, Sif Hansdóttir3, Hrönn Harðardóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Brjóstholsskurðdeild Landspítala, 3Lungnadeild Landspítala Inngangur: Stigun lungnakrabbameins segir til um út breiðslu sjúkdómsins og er nauðsynleg í mati á með ferð og lífshorfum. Útbreiðsla til miðmætiseitla er einn aðalþáttur stigunar. Mat á miðmætiseitlum fer fram með tölvusneiðmyndum og jáeindaskanna en sýnataka úr eitlunum er nauðsynleg til staðfestingar á breytingum sem sjást í þeim rannsóknum. Berkju­ ómspeglun er nýleg rannsóknaraðferð sem gerir sjón rænt mat og sýnatöku úr eitlunum mögu­ lega. Markmið rannsóknar innar var að meta gildi berkju ómspeglunar í greiningu og stigun lungna­ krabbameins á Íslandi árin 2013­2015. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og tók til þeirra sjúklinga sem gengust undir berkju­ ómspeglun vegna gruns um eða reyndust hafa staðfest lungnakrabbamein á tímabilinu 2013­2015 (n=53, meðalaldur 68 ára, 51% karlar). Kannaður var árangur berkjuómspeglunar við greiningu og stigun og reiknað neikvætt forspárgildi rannsóknarinnar. Niðurstöður: Berkjuómspeglanir voru 66 á rann­ sóknar tímanum og fjölgaði úr 14 árið 2013 í 30 árið 2015 (p<0,05). Hjá sjúklingum með lungna­ krabbamein voru gerðar 53 speglanir (80,3%) og voru 80% þeirra voru með krabbamein af ekki­ smáfrumugerð. Markverð sýnataka úr miðmætis­ eitlum jókst úr 69% árið 2013 í 92% árið 2015 (p=0,09). Rannsóknin leiddi til greiningar lungna­ krabbameins í 38% tilfella árið 2013 og jókst það í 78% árið 2014/15 (p<0,01). Berkjuómspeglun leiddi til stigunar í 62% tilfella árið 2013 og jókst í 88% árið 2014/15 (p<0,05). Neikvætt greiningargildi berkjuómspeglunar var 78%. Ályktanir: Berkjuómspeglun hefur fest sig í sessi sem greiningar­ og stigunarrannsókn við lungna­ krabbameini hérlendis. Næmi til greiningar og stigunar er lág fyrsta árið en eykst eftir það og er í lok rannsóknartímabilsins sambærileg við erlendar rannsóknir. Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus: Faraldur á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 2015 Íris Kristinsdóttir1, Ásgeir Haraldsson1,2, Þórður Þórkelsson1,2, Karl G. Kristinsson1,3, Ólafur Guðlaugsson4, Kristján Orri Helgason3, Valtýr Stefánsson Thors1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, Barnaspítali Hringsins2, Sýklafræðideild Landspítala3, Sýkingavarnadeild Landspítala4 Inngangur: Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus (MÓSA) hefur skipað sér sess sem meinvaldur á nýburagjörgæsludeildum og hefur nýgengi farið vaxandi víða um heim á undanförnum árum. Sjúklingar á nýburagjörgæslum eru oft fyrirburar, hafa lága fæðingarþyngd og eru með ýmsa íhluti. Þessir þættir hafa verið tengdir við auknar líkur á MÓSA­sýklun og ­sýkingu. Þeir nýburar sem sýklast af MÓSA eru líklegri til að sýkjast og því er mikilvægt að koma í veg fyrir sýklun. MÓSA­faraldur kom upp á Vökudeild Barnaspítala Hringsins árið 2015 og miðar þessi rannsókn að því að varpa ljósi á upphaf faraldursins, hverjir sýkluðust/sýktust, skilgreina áhættuþætti og smitleiðir, sem og stofna bakteríunnar sem olli faraldrinum. Efniviður og aðferðir: Á sex mánaða tímabili, 1.3.2015­31.8.2015, lágu 192 sjúklingar inni á Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Af þeim voru 97 skimaðir fyrir MÓSA og voru úrtak rannsóknarinnar. Niðurstöður úr MÓSA­leit voru skráðar. Næmispróf var framkvæmt á jákvæðum sýnum og þau spa­týpugreind. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um undirliggjandi sjúkdóma, fæðingarþyngd, meðgöngulengd, íhluti og dagafjölda með hvern þeirra, sýklalyf/sveppalyf/barkstera og lengd meðferðar, hvort sjúklingar væru einburar eða fjölburar og hvort þeir hefðu verið teknir með keisaraskurði eða ekki. Einnig voru legustaðir á Vökudeild skráðir og lengd legu.  Niðurstöður: Níu börn og sjö foreldrar voru sýkluð af MÓSA en enginn sýktist. Allir heilbrigðisstarfsmenn voru neikvæðir. Tvær spa­týpur greindust, t253 og t4845. Týpurnar höfðu ólíkt sýklalyfjanæmi. Átta börn og sex foreldrar höfðu spa­týpu t253 en eitt barn og annað foreldri þess spa­týpu t4845. MÓSA ræktaðist frá 12 umhverfissýnum á Vökudeild. Öll sýkluðu börnin fengu mupirocin upprætingarmeðferð, með eða án klórhexidín­þvotts. Upprætingarmeðferð bar árangur hjá 4/9 en 3/9 voru enn jákvæðir við síðustu sýnatöku. Börn sem sýkluðust fæddust léttari og eftir styttri meðgöngu en þau sem ekki sýkluðust. Þau lágu einnig lengur á Vökudeildinni. Tengsl voru á milli MÓSA­sýklunar og slagæðaleggs, barkarennu, „continuous positive airway pressure“ (CPAP) og Highflow súrefnismeðferðar. Af sýkluðum börnum voru 6/9 fyrirburar og 6/9 höfðu lága fæðingarþyngd (<2500 g). Andnauðarheilkennni nýbura og nýburagula voru algengustu undirliggjandi sjúkdómar þeirra sem sýkluðust.  Ályktanir: Tvær mismunandi spa­týpur greindust á Vökudeildinni, hvorug þeirra hefur greinst áður á Íslandi. Regluleg MÓSA­skimun inniliggjandi sjúklinga er mikilvæg svo hægt sé að bera snemma kennsl á sýklaða sjúklinga og grípa til viðeigandi aðgerða. Upprætingarmeðferð í ungbörnum og fyrirburum er ekki vel stöðluð, kjörmeðferð er oft illfáanleg og árangurinn af meðferðinni því takmarkaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.