Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 157

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 157
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 6 Rannsókn á kennslu Bjargráðs – Félags læknanema um endurlífgun Ívar Elí Sveinsson1, Hjörtur Oddsson2, Felix Valsson3, Bergþór Steinn Jónsson1 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartadeild Landspítala, 3Svæfingadeild Landspítala Inngangur: Haustið 2013 var stofnað félag að frumkvæði Bergþórs Steins Jónssonar í Læknadeild HÍ sem hafði það markmið að fræða menntaskólanema um skyndihjálp. Félagið fékk nafnið Bjargráður og hefur frá stofnun sótt marga skóla heim þar sem að fluttir hafa verið u.þ.b. klukkustundar langir fyrirlestar um endurlífgun ásamt sýnikennslu á endurlífgunardúkkum. Markmið félagsins er að auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi endurlífgunar nærstaddra (e. Bystander CPR) og leggja grunn að kunnáttu í endurlífgun. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hversu vel efni fyrirlestrarins situr eftir hjá nemendum, hvert almennt viðhorf þeirra til ýmissa atriða endurlífgunar er og hvað mætti betur fara í kennslu Bjargráðs. Efniviður og aðferðir: Lagt var 15 spurninga krossapróf fyrir nemendur á fyrsta, öðru og þriðja námsári í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskóla Íslands í október 2015 og febrúar/ mars 2016. Þýði var samtals 1513 nemendur á framhaldsskólastigi. Prófað var úr undirstöðuatriðum endurlífgunar til þess að meta kunnáttu nemenda. Nemendum á fyrsta námsári í báðum skólum var skipt í tvennt, annar helmingurinn prófaður fyrir fræðslu Bjargráðs og hinn helmingurinn fjórum mánuðum eftir fræðsluna. Þeir hópar voru bornir saman ásamt því að athuga hvað sat eftir af þekkingu hjá öðru og þriðja námsári sem fengu fræðslu Bjargráðar fyrir einu og tveimur árum. Niðurstöður: Samtals tóku 1218 nemendur prófið í rannsókninni og var því svarhlutfall 80,5%. Mikil grunnþekking í skyndihjálp var til staðar hjá þýði og hafði 46,6% nemenda áður farið á skyndihjálparnámskeið fyrir fræðslu Bjargráðs. Einkunn var reiknuð fyrir alla nemendur út frá spurningum 1­13 á prófinu. Nemandi taldist hafa staðist prófið ef hann svaraði 7 eða fleiri spurningum réttum sem jafngildir 5.38 í einkunn eða hærra. Við skoðun gagna kom í ljós að fyrir fræðslu Bjargráðs var grunnþekking meiri hjá þeim hóp sem áður hafði farið á námskeið í endurlífgun (45,5% stóðust, p<0.001) heldur en hjá þeim hóp sem ekki hafði farið á námskeið í endurlífgun (30,0% stóðust, p<0.001). Fjórum mánuðum eftir kennslu jókst þekking beggja hópa mikið og stóðust u.þ.b. 80% (p<0.001) nemenda í þeim báðum prófið sem lagt var fyrir. Yfir tveggja ára tímabil dalaði þekking þess hóps sem hafði einungis fengið fræðslu Bjargráðs um 16,4% en þess hóps sem einnig hafði sótt annað námskeið í endurlífgun um 4,5%. Jákvæð fylgni sást einnig milli þess að nemendur fengu hærri einkunn og að þeir treystu sér til þess að hnoða ókunnugan einstakling og beita AED tæki ef þyrfti. Ályktanir: Kennsla Bjargráðs eykur þekkingu á endurlífgun hjá þeim nemendum sem sátu námskeið Bjargráðs. Nemendur sem fá hærri einkunn á prófinu telja sig sömuleiðis líklegri til þess að beita hjartahnoði og AED tæki á ókunnugan einstakling sé þess þörf. Einnig virðist sem að meiri þekking á endurlífgun sitji eftir hjá þeim sem farið hafa á fleiri en eitt námskeið í endurlífgun. Mikilvægt er að kenna endurlífgun í skólum, ef til vill einu sinni á grunnskólastigi við 12/13 ára aldur og aftur á framhaldsskólastigi við 15/16 ára aldur. Það ýtir undir góða þekkingu sem nemendur geta tileinkað sér til lengri tíma ásamt því að vekja áhuga þeirra á endurlífgun. Nemendur fá þannig góðan grunn í endurlífgun og sækja vonandi upprifjunarnámskeið af sjálfsdáðum. Nýting biofilm matrix­próteins sem sérstaks miðlara mótefnavaka í lifandi veikluðu bóluefni við kóleru Jóhanna Brynjarsdóttir1, Julie Liao2,3, Paula I. Watnick2,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Boston Children’s Hospital, 3Harvard Medical School Inngangur: Kólera á stóran þátt í dauða ungra barna af völdum niðurgangspesta, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem viðeigandi heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti. Dukoral® er annað af tveimur bóluefnum við kóleru á markaðnum í dag. Það inniheldur dauðar Vibrio cholerae bakteríur ásamt einangruðum hluta af eitri bakteríunnar, cholera toxin subunit B (CTB). Þessi viðbót af CTB virkar sem ónæmisglæðir fyrir bóluefnið ásamt því að veita að hluta vörn gegn enterotoxigenískum E. coli (ETEC) sem er önnur algeng ástæða fyrir niðurgangi hjá ungum börnum. En einangrað CTB gerir bóluefnið of dýrt fyrir þróunarlöndin. Shanchol® bóluefnið inniheldur hins vegar einungis dauðar V. cholerae og er því notað í þróunarlöndum. Þessi rannsókn skoðaði hversu áhrifaríkt lifandi veiklað bóluefni, með biofilm matrix próteinið RbmA sem miðlara fyrir mótefnavakann CTB, er í myndun ónæmissvars við CTB í músamódeli. Efniviður og aðferðir: 10 BALB/c mýs fengu sublingual bólusetningu með V. cholerae stofninum MO10 DctxA/prbma­ctxB þrisvar með tveggja vikna millibili. Blóðsýnum var safnað fyrir fyrstu bólusetningu (D1), fyrir hverja endurbólusetningu (D14, D28) og svo tveimur vikum eftir síðustu endurbólusetningu (D42). Saursýnum var safnað fyrir fyrstu bólusetningu (D­1), daginn eftir endurbólusetningar (D15, D29) og svo D42. Kinetic ELISA var notuð til að greina CTB sértæk IgG og IgA mótefni í sýnum. Einnig var fylgst með útskilnaði bóluefnisins í saursýnum fyrstu 2­3 dagana eftir hverja bólusetningu mælt í CFU/gr saur. Niðurstöður: CTB sértækt IgA í saur var marktækt hærra D15, D29 og D42 miðað við D­1, p<0.0001. Sértækt IgA í sermi var marktækt hærra D28 og D42 miðað við D­1, p=0.002 og p=0.03. Engin marktæk aukning mældist á sértæku IgG í sermi. Útskilnaður bóluefnisins var ávallt bundinn við fyrsta dag eftir bólusetningu, eða tímapunkta D1, D15 og D29. Þar sem 5 mýs af 10 skildu út lifandi veiklaða bóluefnið eftir fyrstu bólusetninguna en aðeins ein mús af 10 eftir báðar endurbólusetningarnar. Tímapunktana D2, D3, D16 og D29 var enginn útskilnaður bóluefnisins. Ályktanir: Þessi aðferð virðist ekki eins áhrifarík í myndun sértækra mótefna við CTB eins og þegar hreint CTB er gefið. Það gæti t.d. stafað af of þéttri tengingu bakteríufruma sem gæti valdið því að ónæmiskerfið sér ekki antigenið nógu vel. Engin aukning var á IgG það þarfnast frekari rannsókna en skoða þarf sérstaklega áhrif þess að gefa bóluefnið sublingualt. Með frekari rannsóknum væri svo hægt að kanna hvort bóluefnið veiti vörn gegn kóleru Mikilvægi DNA bindisvæðisins fyrir flutning MITF inn í kjarna. Jón Ágúst Stefánsson1,2,3, Valerie Fock1,2, Margrét Helga Ögmundsdóttir1,2, Eiríkur Steingrímsson1,2,3 1Læknadeild HÍ, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa, 3Lífvísindasetur Inngangur: Umritunarþátturinn MITF (microph­ thalmia­associated transcription factor) er tjáður í lit frumum og er mikilvægur fyrir þroskun frum­ nanna, sérhæfingu þeirra og framleiðslu á melan íni. MITF tilheyrir basic helix­loop­helix leucine zipper fjölskyldunni en basíska svæðið (e. basic region) binst við DNA og hvetur umritun ýmissa gena. Til eru nokkur ísóform af MITF en styst þeirra er MITF­M sem er 419 amínósýrur að lengd. Í mönnum hafa sjúkdómarnir Waardenburg syndrome (WS), Tietz og sortuæxli verið tengdir við stökkbreytingar í MITF. Kjarnastaðsetningarmerki (e. nuclear localization signal) eru mikilvæg fyrir flutning próteina inn í kjarna. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja hvaða svæði MITF­M próteinsins hafa áhrif á flutning þess inn í kjarna. Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru genaferjur sem tjáðu EGFP­MITF­M og MITF­M­FLAG samrunaprótein. Einnig voru útbúnar stökkbreytingar í genaferjunum sem breyta tilteknum hlutum MITF­ próteinsins. Genaferjunum var síðan komið fyrir í bæði 501Mel sortuæxlisfrumum og HEK293T frumum og staðsetning samrunapróteinsins ákvörðuð með lagsjá (e. confocal microscopy). Niðurstöður: MITF­M fannst aðallega í kjarna en einungis lítill hluti þess var í umfrymi. Þegar hlutar MITF­M próteinsins voru fjarlægðir af amínó­ eða karboxýlenda próteinsins og stökkbreytingarnar NDel120, NDel170, 298X og 316X útbúnar var próteinið einungis staðsett í kjarna. Þegar fjórum arginínum í DNA­bindisvæðinu (amínósýrum 214­ 217) var breytt í alanín (B4RA), glútamat (B4RE) eða þeim eytt (B4RDel) kom í ljós að MITF­M er nær eingöngu að finna í umfrymi. Niðurstöðurnar voru þær sömu hvort sem samruni MITF­M var við EGFP eða FLAG próteinin. Tvöfalda stökkbreytingin B4RA+316X sýndi punktað mynstur í umfrymi. Stökkbreytingin E318K svipaði til villigerðarinnar og fannst próteinið fyrst og fremst í kjarna. Tvöfalda stökkbreytingin B4RA+E318K olli ekki punktuðu mynstri heldur leit út eins og B4RA og var nær eingöngu staðsett í umfrymi. Ályktanir: DNA­bindisvæði MITF inniheldur fjögur arginín sem gegna mikilvægu hlutverki í að flytja MITF inn í kjarna frumna. Við teljum að MITF sé flutt inn í kjarnann með klassísku innflutningsleiðinni þar sem arginínin fjögur í DNA­ bindisvæðinu virka sem kjarnastaðsetningarmerki. Mögulega er MITF­M að hluta til brotið niður með sjálfsáti og hugsanlega gegna svæði í karboxýlenda próteinsins hlutverki í þessu ferli. Krabbamein í leghálsi á Íslandi 2001­2015 Jónas Ásmundsson1, Ásgeir Thoroddsen2, Þóra Steingrímsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítalans Inngangur: Á Íslandi greinast árlega um 15 konur á ári með krabbamein í leghálsi. Talsvert er vitað um orsakir leghálskrabbameins. HPV­veirur (e. human papilloma virus), sem smitast við kynmök, eru í lang­ flestum tilfellum nauðsynleg forsenda fyrir myndun ill kynja æxla í leghálsi. Sem dæmi um helstu áhættu­ þætti má nefna fjölda rekkjunauta, önnur kynsmit og reykingar. Leghálskrabbamein er í langflestum tilfellum af flöguþekju­uppruna. Kjörmeðferð fer eftir stigun krabbameins hverju sinni en algengast er að framkvæmd sé skurðaðgerð ef krabbameinið greinist nógu snemma. Litlar upplýsingar liggja fyrir um leghálskrabbamein á Íslandi. Tilgangur rannsóknar þessarar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn hér á landi, s.s. aldursdreifingu, einkenni, greiningaraðferðir, meingerð, meðferð og horfur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem greindust með legháls­ krabbamein á Íslandi á árunum 2001­2015. Klín­ ískar upp lýsingar um sjúklingana og sjúkdóm þeirra fengust úr sjúkra skrám, aðgerðar lýsingum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.